Fréttablaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.04.2014, Blaðsíða 10
7. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Eitt grundvallarmarkmið stjórn- valda við álagningu veiðigjalda í sjávarútvegi hefur frá upphafi verið að fjármagna þjónustu við sjávarút- veginn – ekki síst hafrannsóknir. Á sama tíma og útgerðin greiðir hærri veiðigjöld en löngum fyrr bregður svo við að Hafrannsóknastofnun er fjársvelt. Reyndar hrökkva framlög til stofnunarinnar ekki lengur til að stunda grunnrannsóknir. Aur og króna Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunnar, benti á í við- tali við Fréttablaðið á miðvikudag að vegna niðurskurðar er vöktunar- rannsóknum, sem farið hafa fram árlega um langt árabil, hætta búin. Um er að ræða eftirlit með því hvort nýting okkar á helstu nytjastofnum er sjálfbær á hverjum tíma. Án þessara rannsókna gæti aflaráð- gjöf orðið undir því sem okkar helstu nytjategundir þola, með til- heyrandi tekjutapi fyrir fólk og fyrirtæki. Ekki þarf mikið hug- myndaflug til að sjá að niðurskurð- ur í rannsóknafé upp á tugi milljóna getur þannig valdið tekjutapi sem hratt mælist í hundruðum milljóna. „Sparnaður í hafrannsóknum er gott dæmi um það þegar verið er að spara eyrinn og kasta krónunni. Hafrannsóknir gera okkur kleift að nýta stofnana okkar á sjálfbæran og ábyrgan hátt með langtímasjónar- mið að leiðarljósi. Hafrannsóknir gera okkur líka kleift að markaðs- setja okkur sem fiskveiðiþjóð sem nýtir stofnana ábyrgt. Umhverfis- rannsóknir eru nauðsynlegar til að bregðast við breytingum á lífríki sjávar og fá yfirsýn yfir stöðuna. Útgerðirnar eiga og hafa beitt sér fyrir því að vel sé gert í umhverfis- málum og hafrannsóknum,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri LÍÚ, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um þá stöðu sem við blasir. Lögin „Veiðigjöld eru lögð á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rann- sóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild hlut- deild í þeim arði sem nýting sjávar- auðlinda skapar,“ segir 2. grein laga um veiðigjöld nr. 74/2012. Þessi lagagrein er ekki lengri en fjallar um markmið laganna. Ekki þarf að fjölyrða um þá sátt sem virðist alltaf hafa ríkt um að veiði- gjaldið ætti að fjármagna hafrann- sóknir. Í athugasemdum við frum- varpið segir um 7. grein sem fjallar um almennt veiðigjald: „Gjaldið á að leggja á í ákveðnum tilgangi eins og fram kemur í 2. gr. frumvarpsins […] Þess má geta í þessu sambandi að fyrirsjáanleg er þörf fyrir aukna fjármuni á komandi árum til haf- rannsókna. Snýr það bæði að endur- nýjun skipakosts, þ.e. að fá nýtt skip í stað Bjarna Sæmundssonar, endur- nýjun ýmiss rannsóknarbúnaðar og að hægt verði að sinna margvísleg- um verkefnum sem orðið hafa að mæta afgangi í undangengnum og yfirstandandi fjárhagsþrengingum, svo sem hafsbotns- og búsvæða- rannsóknum. Einnig hefur olíu- kostnaður aukist verulega og úthald skipanna þannig orðið dýrara.“ Byggja upp til framtíðar Athugasemdir frumvarpsins byggðu á skýrslu þriggja manna sérfræði- nefndar forsætis-, fjármála-, og sjávarútvegsráðuneytisins, sem var falið það verkefni að gera til- lögu um „mótun heildstæðrar stefnu um framtíðarfyrirkomulag skatt- lagningar í sjávarútvegi“. Þeir eru þeirrar skoðunar að auka þurfi framlög til hafrannsókna og í þeim anda byggja undir starfsemi Haf- rannsóknastofnunar með kaupum á skipi og tækjabúnaði. Það skýtur því skökku við að Bjarna Sæmundssyni verður lagt um mitt ár og alls óvíst hvort skip- ið fær frekari verkefni árið 2015. Fjárveitingar þessa árs liggja hins vegar fyrir og ljóst að stofn mæling botnfiska að haustlagi, svokallað haustrall og eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsókna- stofnunar, verður með öðrum hætti á sínu 19. samfellda ári sem rann- sóknirnar hafa staðið. Rannsókna- skipin annast ekki rannsóknina í þetta skiptið heldur gert ráð fyrir að fjármagna stofnmælinguna með Þess má geta í þessu sambandi að fyrirsjáanleg er þörf fyrir aukna fjármuni á komandi árum til hafrannsókna. Snýr það bæði að endurnýjun skipakosts, þ.e. að fá nýtt skip í stað Bjarna Sæmundssonar, endurnýjun ýmiss rannsóknarbúnaðar og að hægt verði að sinna margvíslegum verkefnum sem orðið hafa að mæta afgangi í undangengnum og yfirstandandi fjárhagsþrengingum. Frumvarp til laga um veiðigjöld Spara eyrinn en kasta krónunni? Veiðigjöld útgerðarinnar hafa alla tíð átt að greiða fyrir þjónustu við sjávarútveginn – ekki síst hafrannsóknir sem sjálfbær nýting byggir á. Á sama tíma og gjöldin hækka, lækka aftur framlög til Hafrannsóknastofnunar sem getur ekki sinnt grundvallarrannsóknum að óbreyttu. Svavar Hávarðsson Skrifar frá Tromsö svavar@frettabladid.is BJARNI VIÐ BRYGGJU Á sama tíma og viður- kennt er að kaupa þarf nýtt rann- sóknaskip fyrir Hafrannsókna- stofnun er ekki einu sinni hægt að halda skipinu sem skipta á út við rannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Lægri vextir á bílalánum Lánshlutfall allt að 75% Engin stimpilgjöld Allt að 7 ára lánstími Landsbankinn býður betri kjör í apríl. Lægri vextir á nýjum bílalánum og afsláttur af lántökugjöldum. Kynntu þér málið á landsbankinn.is/istuttumali.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.