Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 46
FRÆÐIGREINAR / DAUÐAHUGTAKIÐ fram í því, að ekki er hægt að kalla fram nein taugaviðbrögð. Sjáöldur eru stíf, þanin og svara ekki björtu ljósi, sem beint er að þeim. Þar sem auðvelt er að staðreyna stíf, þanin sjáöldur í klínísku starfi, á ekki að vera neinum vafa undir- orpið að teiknið er fyrir hendi. Augn- hreyfingar (sem svörun við að höfði er snúið eða að ísköldu vatni er dælt í hlustir) fást ekki fram og augum er ekki deplað. Engin merki eru um áhrif á lík- amsstellingu. Engin kynging er né geispi eða raddbeiting. Glærusvörun og kok- svaranir eru ekki til staðar.“ D. Flatt hcilalínurit „Mikið gildi við staðfestingu hefir flatt (jafnhlaðið) heilarafrit." ... „Engarsvar- anir skulu koma fram á heilariti við hávaða eða klipi....“ Öll ofangreind próf skal endurtaka að minnsta kosti sólarhring seinna og þá á ekki að hafa orðið nein breyting. Gildi slíkra gagna, sem ábending um óafturkallanlegan heilaskaða, byggir á því að útilokað sé tvenns konar ástand: Lághiti (það er að segja að líkamshiti er neðan við 90°F [32,2°C]) og/eða áhrif lyfja sem slæva mið- taugakerfið, svo sem af barbítúrötum. í Harvardskýrslunni var heiladauði þannig skilgreindur sem óafturkallanleg stöðvun allrar starfsemi í heilanum, að heilastofninum meðtöldum. Heilastofnsdauðinn Sama ár og Harvardskýrslan kom út setti Keith Simpson, prófessor í réttarlæknis- fræði á Guy’s Hospital í London fram þá skoðun, að líf haldist „svo lengi sem súrefn- ismettað blóð rennur um starfandi mið- stöðvar lífsins í heilastofninum“ (14). Þetta felur í sér tvennt: Annars vegar að mann- vera geti dáið vegna þess að blóðflæði til heilastofnsins stöðvast nægjanlega lengi (og þannig er það nú raunar sem við förum langflest) og hins vegar vegna þess að áverki eyðileggur heilastofninn. Sé beitt til- gerðri öndun, getur hjartað gengið sjálf- krafa enn um sinn. Af þessu verður sú ályktun dregin, að „heilastofninn er lífeðlis- fræðileg þungamiðja heiladauðans, líffæra- fræðilegur grunnur aðalteiknanna (sem eru dauðadá, öndunarstöðvun og engin við- brögð í heilastofninum) og hann ræður mestu urn þá óhjákvæmilegu niðurstöðu, að hjartað stöðvast venjulega innan nokkurra klukkustunda eða sólarhringa“ (6). Sagt hefir verið, að það að lifa, sé að virka. Sé þetta rétt er ljóst, að það sem er horfið hjá hinum látnu eru eigindi, sem áð- ur gerðu einstaklingunum kleift að svara innra og ytra umhverfi sínu. I ljósi þessa er hægt að líta svo á, að við dauðann glatist óafturkallanlega starfsemi líkamans sem heildar; eða með öðrum orðum sagt, að endanlega sé horfin samþætting á starfsemi líkamans (15). Ef við föllumst á þessa skoðun, er rétt- mætt að telja, að nauðsynleg og nægjanleg skilyrði fyrir dauða mannveru séu tvö inn- byrðis tengd svipkenni, sem fylgja dauðum heilastofni, það er að segja óafturkallanleg- ur missir hæfileikans til þess að vita af sér og gera sér grein fyrir stöðu sinni og óaftur- kallanlegur missir hæfileikans til þess að anda sjálfkrafa og þar af leiðandi til þess að tryggja sjálfkrafa hjartslátt. Þetta stafar af því, að það er þetta starf, sem skilgreinir mannveruna sem líffræðilega veru. Heilastofnsdauöinn og skilmerki hans í rauninni ber sáralítið á milli hugmynd- anna um dauða alls heilans og hugmynd- anna um heilastofnsdauðann, sem sjá má þegar eftirfarandi skilmerki (16) eru borin saman við þau, sem sett voru fram í Har- vardskýrslunni: Öll viðbrögð heilastofnsins eru horfin 1. Ljósop eru stíf og svara ekki missterku Ijósi, sem beint er að þeim. 2. Það er engin glærusvörun. 3. Engin viðbrögð eru við því, að dælt er á einni mínútu að minnsta kosti 50 millí- lítrum af ísköldu vatni í hvora hlust. (Þó svo að ekki sé hægt að gera þetta þróf vegna meiðsla eða sjúkdóms, ógildir það ekki sjúkdómsgreininguna.) 4. Engin vöðvasvörun kemur fram við ert- ingu heilasvæða. Engin svörun er við þrýstingi á tóttina ofan augnanna. 5. Ekkert kokviðbragð er né svörun við því að sogað er úr barka með legg. 6. Engar öndunarhreyfingar koma fram þegar sjúklingur er aftengdur öndunar- vélinni. Greining heilastofnsdauða skal gerð af tveimur læknum, sem hafa haft lækninga- leyfi í að minnsta kosti fimm ár, hafa hæfni á þessu sviði og að minnsta kosti annar skal vera sérfræðingur og hvorugur þeirra má vera í þeim hópi sem annast brottnám eða ígræðslu, né neitt annað sem við kemur líf- færaflutningi. Hvor um sig skal gera öll prófin og þau skulu endurtekin til þess að koma í veg fyrir villu athuganda. 42 Læknablaðið 2000/86 Til þess að hægt sé að velta því fyrir sér, hvort heilastofn mannveru hafi eyðilagzt, skal eftirfarandi liggja fyrir: 1. Enginn vafi má leika á því, að ástand sjúklingsins er vegna heilaskemmda, sem ekki verða bættar og eru af þekkt- um orsökum. 2. Sjúklingurinn er í djúpu meðvitundar- leysi. 2.1. Engin merki mega vera þess, að ástandið sé vegna efna eða lyfja sem bæla taugakerfið. 2.2. Útiloka skal, að lágur líkamshiti valdi því hvernig komið er. 2.3. Útiloka verður, að truflanir á öndun, efnaskiptum og innkirtlastarfsemi geti verið orsök þess að sjúklingurinn helzt meðvitundarlaus. 3. Sjúklingurinn er tengdur öndunarvél vegna þess að sjálfkrafa öndun er áfátt eða að hún hefir hætt að fullu. Eitt af því sem útiloka ber, er varanlegt skynlaust ástand, sem nú verður lýst. Varanlegt skynlaust ástand Sé litið þeim einföldu augum á heilann (encephalon), að hann sé saman settur úr tveimur hlutum - hjarna (cerebrum) sem geymir hærri heilastöðvar og heilastofni (truncus encephali) sem geymir þær lægri - felst heiladauðinn í því, að hjarninn og heilastofninn hafi hætt starfsemi vegna skemmda og eins og áður greinir nægir að heilastofninn detti út. Sé eyðileggingin hins vegar bundin við hjamann (og þar með hærri heilastöðvar), getur afleiðingin orðið „skynlaust ástand". Þetta heiti er þýðing á enska heitinu „vegetative state“. í daglegu tali hefir enska sögnin „to vegetate“ meðal annars merk- inguna „að lifa í óvirku, viljalausu ástandi án hugarstarfs“ (17) og „skynlausu ástandi" hefir verið lýst (6) á þennan hátt: „Þetta er langvarandi ástand, sem hlýzt annars vegar af súrefnisþurrð, sem getur gerspillt hjarnanum og hins vegar af áverka af höggi á höfuðið, sem getur rifið hvítfyllu neðanhjarnabarkar og þannig rofið tengslin við stöðvarnar, sem neðar liggja. Önnur sjúkleg ferli geta á stundum valdið sama skaða. Einstaklingar, sem fyrir þessu verða, geta lifað árum saman, ef þeir fá viðeigandi læknismeðferð og hjúkrun. Þeir opna aug- un,.. en þó svo að þeir virðist vakandi, sýna þeir engin atferlisleg merki þess, að þeir skynji hvað er að gerast í kringum þá. Sam- verkandi, flöktandi hreyfing augna er al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.