Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 62
SMAS JAIN Hristur, ekki hrærður, Martini er hollari • í jólablaði hins virta breska lækna- rits, British Medical Journal, er slegið á léttari strengi en alla jafna er gert í blaðinu. Helstu rannsóknarniðurstöð- ur snúast um það hvers vegna banda- rískir djasssaxófónleikarar hafa hærri dánartíðni en evrópskir kollegar þeirra sem mun tengjast svonefndri hringöndun sem þeir fyrrnefndu tíðka. Önnur fjallar urn tengsl nafna á enskum stúlkum við tíðni heimsókna þeirra á tiltekna stofu þvag- og kyn- færasérfræðinga í Essex (ákaflega breskur húmor sem engin skilur aðrir en Bretar). En merkasta rannsóknin sem birt er í jólablaðinu er án nokkurs vafa sú sem kanadískir læknar gerðu á því hvernig njósnaranum James Bond tekst að halda sér síungum og heilsu- hraustum. Það rekja þeir til uppá- haldsdrykkjar hetjunnar sem eins og allir vita er Martini, hristur en ekki hrærður („shaken, not stirred"). Læknarnir við háskólann í Ontario fundu út að hristur Martini gagnist betur en hrærður til þess að gera vetnisperoxíða óvirka sem eykur and- oxunaráhrif drykkjarins. Þetta eru ein- mitt þau jákvæðu áhrif sem menn hafa verið að finna út að áfengi geti haft á hjarta- og æðakerfið. Hristur Martini er því líklegri en hrærður til þess að draga úr líkum á því að neytandinn deyi úr hjartaslagi eða æðasjúk- dómum. Þetta gildir þó vel að merkja einungis um hóflega drykkju og þar af leiðir að læknarnir telja mjög líklegt að James Bond sé hófdrykkjumaður. Martini er samansettur úr gini og vermúð og komust læknarnir að því að síðarnefnda tegundin legði meira af mörkum til andoxunaráhrifa blönd- unnar. Hins vegar er sterkustu áhrifin í þá átt að finna í Sauvignon hvítvíni og viskíi. Þessar niðurstöður læknanna þykja allmerkar en þó fylgir sá böggull skammrifi að þeir segjast ekki hafa hugmynd um það hvað valdi þessum mismunandi áhrifum drykkjarins eftir því hvort hann er hristur eða hrærður. Einnig benda þeir á að algengt sé að með Martini séu borðaðar ólífur en heilsufarsleg áhrif þeirra í þessu sam- bandi eru með öllu órannsökuð. hann svo sent til fjarlækningamiðstöðvar- innar þar sem sérfræðingur er á vakt allan sólarhringinn.“ Vaktlæknirinn getur ráðlagt stýrimanni um framhaldið, hvort sem er um netið eða í talsambandi með gervihnattasíma. Hann get- ur beðið hann að mæla hita, blóðþrýsting eða annað og einnig að taka mynd. Þetta sendir stýrimaðurinn yfir netið og læknirinn getur skoðað það og hagað ráðgjöfinni eftir því. Hann getur stækkað myndina og teikn- að eða skrifað inn á hana leiðbeiningar eða spurningar og sent hana aftur út á sjó. Lífs- mörkin má senda í land í myndrænu formi, til dæmis sem útkeyrslu úr 12 leiðslu hjarta- línuriti. Þannig getur læknirinn aðstoðað stýrimanninn í gegnum aðgerðina. Að henni lokinni og ef ekki er þörf á frekari að- gerðum í bili getur vaktlæknirinn skrifað skýrslu um atvikið og sent heimilislækni sjúklingsins eða heilsugæslustöð í heima- höfn skipsins. Fjarskiptatæknin þróast ört í mörgum tilvikum er slík ráðgjöf og aðstoð nægjanleg og Sigurður segir að þetta geti sparað umtalsverðar fjárhæðir því það sé dýrt að senda þyrlu út á sjó eða snúa skipi til heimahafnar. Þess séu dæmi að komið hafi í ljós eftir að þyrla er búin að ná í mann út á sjó að hann sé ekki eins illa haldinn og talið var í fyrstu. Ráðgjöf og samtöl læknis og stýrimanns geti leitt slíkt í ljós. En sé um meiriháttar slys eða veikindi að ræða gerir vaktlæknir ráðstafanir til að senda þyrlu á vettvang en getur jafnframt verið í sambandi við skipið og veitt ráðgjöf um meðferð sjúklings meðan beðið er. „Draumurinn er að allir geti verið í sam- bandi, vaktlæknirinn í landi, þyrlulæknirinn og stýrimaðurinn. Það styttist óðum í að hann verði að veruleika því flutningsgeta fjarskiptatækjanna eykst hröðum skrefum. í upphafi hugsuðum við okkur að stýrimað- ur gæti sent lifandi myndir en þá kom í ljós að til þess þyrftu skipin að vera með öflug- ustu tegund af gervihnattasambandi sem mjög fá skip eru með, kannski þrjú skip í öllum flotanum. Auk þess yrði myndin aldrei eins skýr og stafræn ljósmynd. En þetta beindi okkur inn á þá braut að gera búnaðinn þannig úr garði að hægt væri að nota hann um borð í öllum skipum, óháð því hvers konar gervihnattatengingu skipið væri með. Við ákváðum líka að setja búnað- inn í handhæga tösku svo hægt væri að fara með hann um allt skip og losna við að flytja sjúklinginn ef hann er mikið slasaður.“ Búnaóurinn nýtist einnig í landi Sigurður bætir því við að þótt búnaðurinn sé fyrst og fremst hugsaður fyrir flotann sé ekkert því til fyrirstöðu að nota hann á landi. Hann gæti orðið hluti af búnaði björgunarsveita sem sendar eru til leitar á hálendinu og jafnvel öryggistæki ferða- manna sem fara um hálendið. Eins gæti búnaðurinn orðið hluti af vitjanatösku lækna á landsbyggðinni. „Þróunin stefnir öll í þá átt að fólk not- færi sér rafræn samskipti til að leita sér upp- lýsinga um hvaðeina þegar á þarf að halda,“ segir hann. - En á hvaða stigi er verkefnið núna? „Nú erum við að leita að fjármagni til að kosta þróun og undirbúning framleiðslunn- ar. Ef vel gengur að útvega það gætum við sett fyrstu töskurnar um borð í skip um eða eftir mitt ár.“ - Áttu von á því að þú munir helga þig þessu verkefni og snúa baki við lækningun- um? „Nei. Raunar finnst mér það dálítið skrítin tilhugsun að ég sem er með snert af tölvufælni og kann varla að ferðast um net- ið skuli vera kominn í samstarf við tölvu- fræðinga um þróun svona búnaðar. Starf mitt hér á slysadeildinni hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú og það er erfitt að slíta sig burt frá því. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að ég hætti að starfa sem læknir,“ segir Sigurður Ásgeir Kristinsson. -ÞH 54 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.