Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 40

Fréttatíminn - 28.11.2014, Síða 40
É g tilheyri minnihlutahópi. Er reyndar hvítur karlmaður á miðjum aldri og hef það því nokk-uð náðugt – í það minnsta svona miðað við höfðatölu. En við nánari skoðun er sá galli á gjöf Njarðar að ég er með mjög minniháttar matarsmekk. Ekki beinlínis vondan en sannanlega ekki eins og flestir þeir sem komnir fram yfir gelgjuna. Fyrir smekkinn er ég nánast daglega hafður að samfélagslega réttlættu háði og spotti. Ým- ist þykir kaffidrykkju minni ábótavant eða fólki blöskrar viðhorf mitt til ólífuáts og nú er jólabjórinn kominn í verslanir – en ég vil bara nákvæmlega ekkert með hann hafa. Þessi árstími, þegar líða fer að jólum, er nefnilega sérstaklega slæmur fyrir fólk með minniháttar matarsmekk. Allt sem öðru fullorðnu fólki þykir lostæti, svona þegar gera á sér glaðan dag, ólífur, ostar og þvíumlíkt þykir mér frekar mikið prump. Efst á þessum lista eru jólabjórarnir fyrrnefndu. Hvar er sætan sem bjórnörnd- arnir segjast finna fyrir í þessum bjórum? Segjast bragða karamellu og ávexti á meðan ég finn ekki neitt. Karamella í bjór á að bragðast eins og Töggur en ekki alltaf sama bitra jólabjórsbragðið ár eftir ár. Hvar er kampavín bjórsins, Miller Highlife eða léttbræðurnir Bud og Coors? Heilu klúbbarnir verða til í kring um jólabjórinn og jólamat. Fólk ásælist alls konar gúmmelaði og virðist hverslags paté koma sérlega sterkt inn fyrir hver jól. Á meðan ég vil helst bara grófbakaða lifr- akæfu frá Ali – ofan á ristað hvítt samloku- brauð, ekki glútenlaust sólkjarnakex eða hvað þetta þroskaða lið er alltaf að troða í matargatið á sér. Svo er það kaffið. Maður lifandi hvað það drekka allir kaffi. Hvað er svona gott við kaffi? Ef það er bara koffeinið get ég skilið það á fíkilsgrundu en ef það er vegna bragðsins þá bara næ ég ekki utan um það. Já, ég er fullvaxinn karlpungur með skegg og netta bumbu sem kann hvorki að drekka sterkan bjór né kaffi. Dæmið mig! Ekki það að ég hafi ekki reynt, guð minn góður hvað ég hef reynt. Heimsmeistarar í kaffiuppáhellingum hafa líka reynt og ég hef keypt í það minnsta þrjár kaffiuppáhell- ingsgræjur. Bara til að fá að vera memm. Ég hef reynt að harka í mig nokkrum bollum í röð, eins og mér var sagt að gera í menntaskóla, en allt kemur fyrri ekki. Mér bara tekst ekki að ná fram þessum þroska. Nú þegar styttist í fimmtugsaldurinn hef ég eiginlega bara ákveðið að gefast upp fyrir þessum bitra kaleik sem kaffið er. Kanill eða kanell Hvað er þetta svo með kanil og jólin? Það er kanill í bókstaflega öllu. Kom jólasveinn- inn kryddleiðina frá Mið-Austurlöndum með kanil og negulnagla í skóinn í gamla daga? Mér finnst kanill svo sem ágætur í hrísgrjónagraut en svona um það bil einum mánuði fyrir jól er honum troðið í bók- staflega allt. Ég bíð bara eftir því að must- erið falli og KFC bjóði upp á djúpsteiktan kanilkjúkling. Þá fyrst leggst ég í árlegt mánaðarlangt hýði fram yfir hátíðirnar. Jólaglögg er svo eitt af þessu „of mikill kanill fyrir hátíðirnar“ dæmi. Soðið rauð- vínskryddsull gerir þó ekki mikið fyrir mig, með minn minniháttar matarsmekk, enda tannínrík rauðvín nokkurn veginn það síðasta sem ég vil inn fyrir mínar varir. Má ég þá bara frekar biðja um einn ferskan jóla-asna – mínus kanil. Fyrir jólin verða svo allir hinir kolvit- lausir í osta og því meiri táfýla sem er að téðum ostum, því vitlausara er fólk í þá. Ég æli hins vegar aðeins upp í mig þegar ég hugsa um gráðostapítsuna sem ég fékk mér óvart bita af í október 2003. Hvað er þetta með fólk og hálfúldinn mat? Það er alltaf verið að kasta samfélags- lega viðurkenndum skítafýlubombum á mig í kringum jólin og þar trónir skatan hæst. Á Þollák er bara allt í lagi að skjótast í skötuveislu og koma svo aftur meðal fólks, angandi af skötufýlu. Nei, ég frábið mér þessa hefð. Kjósi fólk að fara í slíkt teiti er eins gott að það brenni fötin sín og skottist í bað áður en það heldur aftur út í þjóðfélagið og ruslar upp síðustu jólagjöf- unum í Kringlunni. Farið varlega þarna úti í desember, ég mun hvorki borða ólífu né skítafýluost en heitreyki hugsanlega svínasíðu hérna á svölunum hjá mér, svona upp úr hádegi á aðfangadag. Ég lofa að reyklyktin verður farin úr nösum og gardínum í nágrenninu um eða eftir áramótin – pottþétt á þrett- ánda. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Fólk ásælist alls konar gúmmelaði og virðist hverslags paté koma sérlega sterkt inn fyrir hver jól. Á meðan ég vil helst bara grófbakaða lifrakæfu frá Ali – ofan á ristað hvítt samloku- brauð, ekki glútenlaust sólkjarna- kex eða hvað þetta þroskaða lið er alltaf að troða í matargatið á sér. Minniháttar matarsmekkur matmanns 40 þjóðarsálin Helgin 28.-30. nóvember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.