Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2007, Síða 44

Frjáls verslun - 01.11.2007, Síða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 7 ársinsMenn20 ár Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, var maður ársins í íslensku viðskiptalífi árið 1992 að mati Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2. Í rökstuðningi dómnefndar sagði meðal annars, að Prentsmiðjan Oddi hefði skilað feikigóðum árangri í rekstri árin á undan og að baki því lægi þrotlaus vinna og útsjónarsemi. Þorgeir var nýorðinn fimmtugur þegar hann hlaut útnefninguna og var faðir hans, Baldur Eyþórsson, áður forstjóri Odda og einn af stofnendum fyrirtækisins. Þorgeir byrjaði snemma að vinna hjá Odda, varð sendill 12 ára og hefur unnið hjá fyrirtækinu síðan. Hann varð verkstjóri 23 ára og sinnti jafnframt framleiðslustjórnun og tæknimálum og tók síðan við forstjórahlutverkinu þegar faðir hans lést árið 1982. Oddi varð að stórveldi í íslensku viðskiptalífi undir stjórn Þorgeirs. Prentsmiðjan Oddi var stofnuð hinn 9. október 1943, starfsemin hófst í einu horni Ásmundarsalar við Freyjugötu og voru starfsmennirnir þrír. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að frumherjarnir hófu rekstur Odda í fyrrnefndu leiguhúsnæði og var Þorgeir spurður í forsíðuumfjöllun Frjálsrar verslunar árið 1992 hvað lægi að baki framúrskarandi árangri fyrirtækisins, en fyrsta skóflustungan að byggingu eigin húsnæðis var tekin í ágúst árið 1979. „Framsýni gömlu mannanna ... hafði verulega mikið að segja. Þeir byggðu 5.000 fermetra hús, sem þótti fáránlega stórt á sínum tíma fyrir prentsmiðju í svona litlu samfélagi. Þegar gamli maðurinn valdi sér lóð hafði hann í huga að geta byggt við síðar. Hann hafði upplifað það á öllum stöðunum sem fyrirtækið hafði verið á áður, að húsnæðið varð of þröngt og engir möguleikar á því að stækka. Hann ætlaði ekki að láta það henda oftar. Það þótti auðvitað alveg fáránlegt að ætla sér að bæta við 5.000 fermetra hús. Síðan höfum við byggt við í tvígang og erum nú á 10.000 fermetrum og eigum möguleika á að bæta við einni álmu.“ Árið 1992: Þorgeir Baldursson forstjóri Prentsmiðjunnar Odda Hvar er hann núna? Húsnæði Odda hefur stækkað jafnt og þétt frá því starfseminni tók að vaxa fiskur um hrygg og hefur vöxturinn verið ör á undanförnum árum. Oddi er nú í hópi fullkomnustu og fjölhæfustu prentsmiðja á Norðurlöndum. Framgangur eignarhaldsfélagsins hefur verið efldur með kaupum á íslenskum og erlendum fyrirtækjum í skyldum rekstri og samþættingu starfseminnar og er svo komið að meirihluti veltunnar er erlendis. Hinn 1. janúar 2006 varð sú breyting á skipulagi Prentsmiðjunnar Odda og dótturfélaga hennar að skilið var á milli eignarhalds og eignaumsýslu annars vegar og framleiðslu- og verslunarstarfsemi hins vegar. Þannig varð Kvos til sem móðurfélag samstæðunnar. Í byrjun ársins 2007 voru dótturfélögin orðin 11 og starfsmenn félaga í eigu Kvosar um 1.300 talsins. Áætluð velta fyrirtækisins árið 2007 nemur um 12 milljörðum króna. Þorgeir Baldursson er forstjóri Kvosar hf. en undir hatti þess eru Gutenberg, Kassagerðin, Oddi, OPM, Prentun. com, Oddi Atlantic, Oddi Printing Corporation, Oddi Pólland og Infopress Group. 1992Útnefningar í Heilmikil viðurkenning „Útnefning­in var auðvitað mjög­ ánæg­juleg­ á s­ínum tíma og­ s­taðfes­ting­ á því við værum að g­era eitthvað rétt. Þetta var heilmikil viðurkenning­ fyrir fyrirtækið, vakti athyg­li og­ var jákvætt innleg­g­,“ s­eg­ir Þorg­eir Baldurs­s­on. Hann átti jafnframt s­æti í dómnefnd Frjáls­rar vers­lunar í tíu ár, eða þar til fyrir tveimur árum. Þorg­eir er í dag­ fors­tjóri eig­narhalds­félag­s­ins­ en s­innti á árum áður dag­leg­um reks­tri prents­miðjunnar. „Það er auðvitað g­erólíkt og­ ekki laus­t við að maður s­akni g­amalla tíma þeg­ar jólabókaflóðið s­kellur á,“ s­eg­ir hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.