Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 10
4 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR allt of lítiö lesin, eru nú komin út á meðal almennings á Is- landi i nær 5500 eintökum. Og þeim fylgir rækilegasta ritgerð, sem enn hefur verið rituð til þess að skýra verk nokkurs ís- lenzks nútiðarskálds. Það má nú geta nærri, að þeir menn, sem láta sér annast um, að íslendingar gefi gaum að löndum vestra og afrekum þeirra i þágu þjóðlegrar menningar, hafi ekki látið á sér standa að vekja athygli á þessari alþýðuútgáfu af kvæðum mesla and- lega stórmennisins, sem fram hefur komið meðal Vestmanna. Eða hvað? Eru þeir ekki heilli i áhuga sinum eu svo, að þeir meti meir óvildina til Máls og menningar en verk Stephans G. Stephanssonar? Sú hefur orðið raunin á. Ekkert blað „lýð- ræðisflokkanna" liefur svo mikið sem nefnt úrvalið úr Andvök- um á nafn, ekki einu sinni sýnt þá sjálfsögðu kurteisi, að geta þess, að bókin hafi verið send þvi til umsagnar af félaginu. Dauðaþögn. Þetta gerir Máli og menningu ekkert til. Bókin var uppseld, áður en hún kom út. Af henni var prentað 1000—1500 eintökum minna en hægt liefði verið að selja undir eins. Þessi vesallegi ótti við Mál og menningu hefur orðið að athlægi manna á meðal. En blöðin hafa ekki getað betur gert. Þau hafa sýnt áþreifanlega, hve mikið af ástarjátningunum til Vestmanna reyn- ist innantómt gaspur, ef heimakryturinn er öðru megin, — og hve litils hinir dýrustu nienningarlegu fjársjóðir eru metnir i samanburði við þann ríg, sem menn ala upp í sér af misskildu flokksfylgi eða persónulegum kala. Flestir þeir menn hér á landi, sem talizt geta dómbærir, munu hafa verið alvarlega vantrúaðir á, að hægt væri að flytja hér á sómasamlegan hátt annað eins stórvirki tónlistarinnar og „Sköpunina“ eftir austurrikska tónskáldið Joseph Haydn. Tón- listarmenning öll er hér á byrjunarskeiði, og það úrval söng- krafta og hljómsveita, sem hér er af að taka, getur þvi ekki verið sambærilegt við það, sem er hjá milljónaþjóðum með margra alda tónlistarhefð. Páll ísólfsson mun hafa verið einn af fáum, sem leit svo á, að ekki væri fráleitt að ráðast i annað eins fyrirtæki. Hann ákvað að koma „Sköpuninni" á svið, og honum tókst það með aðstoð Tónlistarfélagsins hér og frábær- um dugnaði sjálfs sin, með þeim árangri, að hinir dómbæru eru vist allir sammála um, að hlutverkið hafi verið framkvæmt með prýði og betur en ástæður voru til að vona. Auðvitað er ckki þess að dyljast, að slikuú flutningur getur ekki hér á landi, enn sem komið er, staðizt samjöfnuð við það, sem takast má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.