Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 2

Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 2
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 Þessir yfirmatsmenn virðast ekkert hafa talað saman og mér sýnist þessi skýrsla ekki geta komið að miklu gagni. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari. LÖGREGLUMÁL Hluti þeirra erlendu sérfræðinga sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fanga á Litla-Hrauni í maí 2012, sem þeir Annþór Kristján Karlsson og Börk- ur Birgisson eru ákærðir fyrir að hafa beitt ofbeldi sem leiddi til dauða hans, hefur skilað niðurstöð- um sínum. Niðurstöður þeirra eru á skjön við niðurstöður íslenskra sér- fræðinga. Annars vegar er um að ræða yfirmat frá Sidsel Rogde, prófessor í réttarmeinafræði við Háskólann í Ósló, á mati íslensks réttarmeina- fræðings í krufningarskýrslu. Tveir erlendir réttarmeinafræðingar voru dómkvaddir til verksins og hefur hinn ekki skilað af sér niðurstöðu. Rogde segir að ólíklegt sé að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þó það sé ekki algjörlega úti- lokað. Rogde kemst einnig að þeirri niðurstöðu að áverkarnir geti vel hafa verið tilkomnir við endurlífg- unartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og síðar sjúkraflutningamönnum. Auk rifu á milta hlaut hinn látni rof á slagæð við miltað. Rogde segir þann áverka dularfullan. Hann hafi ekki áður séð slíkan áverka eftir endurlífgunartilraunir eða vegna ofbeldis, án þess að önnur ummerki sæjust um slíkar aðferðir á líkam- anum sem ekki var til að dreifa hjá hinum látna. Rogde veltir því upp hvort þá rifu megi rekja til fram- kvæmdar krufningarinnar. Íslenski réttarmeinafræðingur- inn hafði komist að þeirri niður- stöðu að áverka hins látna mæti rekja til þungs höggs. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari gagnrýnir seinagang matsferlisins. Hann segir ekki um að ræða eiginlegt yfirmat þar sem tveir hafi verið kvaddir til verksins og aðeins annar skilað niðurstöðu. „Yfirmati er aldrei lokið fyrr en matsmenn komast að niður- stöðu í sameiginlegri skýrslu. Þetta ferli er formbundið til þess að vand- að sé til verka. Þessir yfirmatsmenn virðast ekkert hafa talað saman og mér sýnist þessi skýrsla ekki geta komið að miklu gagni með þessum hætti,“ segir Helgi Magnús. Yfirmatsmaður var einnig feng- inn til að meta atferlisskýrslu tveggja íslenskra prófessora í sál- fræði um atferli fanga á upptöku úr öryggismyndavélum. Í skýrslunni segja sálfræðingarnir að ljóst sé að hinum látna hafi staðið ógn af Ann- þóri og Berki, þeir hafi verið ógn- andi og hinn látni hræddur við þá í aðdraganda andlátsins. Matsmaðurinn, David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsál- fræði, kemst að þeirri niðurstöðu að aðferðarfræði sálfræðinganna sem notuð eru í skýrslunni upp- fylli ekki gæðakröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Ekki séu neinar fræðilegar tilvísanir í niðurstöðunum sem styðji þær, og aðferðarfræðin sé ótraust af mörg- um ástæðum. Cooke segir að upptökurnar frá Litla-Hrauni séu ekki nógu skýrar þannig að erfitt sé að meta svip- brigði. Þá gerir hann athugasemd- ir við hlutdrægni sálfræðinganna sem hafi þekkt til ákærðu þegar þeir komust að niðurstöðum sínum. Cooke segir að lokum að sálfræð- ingarnir hafi vikið frá hlutverki sínu sem sérfræðingar og fært sig yfir á svið dómara þegar þeir svara úrslitaspurningunni játandi – um sekt ákærðu. fanney@frettabladid.is Háskóli Íslands leiðir stórt verkefni fimm Evrópulanda þar sem búa á til hátæknibúnað fyrir blinda sem er byggður á þrívíddartækni. „Við ætlum að búa til hermi fyrir blint fólk til að æfa sig,“ sagði Rúnar Unnþórsson, lektor við HÍ. Hann sagði tæknina snúast um að fólk þurfi ekki að þreifa fyrir sér heldur skynji hluti lengra frá sér. FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN16 10 9 7 2 VEÐUR Vetrarveður fyrir norðan. Norðan 18- 23 m/s og talverð snjókoma norðvestantil, en norðaustanlands um kvöldð. Kólnandi veður og frost víða 1 til 6 stig. SJÁ SÍÐU 46 -5° 1° 2° 3° 0° Blindum gefin „sýn“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sat fundi í Kína með jarð- varmafyrirtækinu Orka Energy í síðasta mánuði. Illugi starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. FIMM Í FRÉTTUM: SÆTMETI ÁN SYKURS OG VERKFÖLL Páll Halldórsson segir að boð samninga- nefndar ríkisins um 3,5 prósenta launahækkun dugi ekki. Ríflega 3.000 félagsmenn BHM lögðu niður störf á fimmtudag í alls- herjarverkfalli. Nanna Rögnvaldardóttir gefur út bókina Sætmeti án sykurs og sætuefna um mánaðamótin. Þetta er önnur bók Nönnu á árinu. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er komin til starfa sem borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Reykjavík eftir fæð- ingarorlof. Í vor verður hún formaður velferðarráðs. Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hraða upp- töku tilskipana í gegnum EES-samninginn og útrýma dómsmálum ESA vegna lélegrar innleiðingar. Ísland stendur sig lakast EES-ríkjanna í innleiðingu Evróputil- skipana. Vor í Barcelona 30. apríl - 3. maí Verð frá 79.900 kr.* og 12.500 Vildarpunktar á mann í tvíbýli með morgunverði á hótel Astoria *Verð án Vildarpunkta 89.900 kr. Flugsæti til og frá Barcelona 49.900 / 59.900 kr. VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair Segir áverkana ekki tilkomna eftir högg Niðurstöður yfirmatsmanna á atburðarás og áverkum manns sem lést á Litla- Hrauni eru á skjön við niðurstöður íslenskra sérfræðinga. Réttarmeinafræðingur segir líklegra að áverkar séu tilkomnir eftir endurlífgunartilraunir en ofbeldi. MEINT MORÐ Annþór Karls- son og Börkur Birgisson eru ákærðir fyrir að hafa sameiginlega valdið dauða manns á Litla- Hrauni árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM ■ Þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru ákærðir fyrir að valda dauða samfanga síns þann 17. maí 2012. Þann dag, rétt fyrir klukkan átta, var lögreglu tilkynnt um að endurlífgun á manni stæði yfir í fangelsinu að Litla- Hrauni. Fanginn, Sigurður Hólm Sigurðsson, hafði verið fluttur í fangelsið áður og verið í mikilli neyslu fíkniefna. Fangi hafði skömmu áður komið að honum þar sem hann hafði kastað upp og korraði í honum. Endurlífgun fangavarða og sjúkraflutninga- manna bar ekki árangur og var Sigurður úrskurðaður látinn á vettvangi. ■ Nokkrum dögum síðar komst réttarmeinafræðingur að þeirri niðurstöðu að Sigurður hefði látist af völdum innvortis áverka sem stafað hefðu af rofnu milta og rifinni slagæð og væri áverkinn af völdum þungs höggs. ■ Eftir rannsókn á upptökum úr eftirlitsmyndavélum á Litla-Hrauni bárust böndin að Annþóri og Berki. Þeir voru settir í einangrun í margar vikur og eftir það á sérgang í fangelsinu þar sem þeir höfðu engan annan félagsskap en hvor af öðrum. Þeir hafa síðan fengið að snúa aftur meðal annarra fanga. Meinta morðið á Litla-Hrauni JEMEN Íbúar í Jemen eru margir hverjir hætt komnir vegna linnu- lausra loftárása Sádi-Araba og bandamanna þeirra í meira en hálfan mánuð. Börn hafa þar orðið einna verst úti og farið að gæta vannær- ingar hjá þeim. Þetta fullyrða Sameinuðu þjóðirnar, sem í gær hvöttu til þess að án tafar verði gert hlé á átökunum til þess að koma fólki til hjálpar. Í gær tókst Rauða krossinum og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna að koma brýnum hjálpargögnum til íbúa í höfuðborginni Sana, en það er í fyrsta sinn frá upphafi árásanna sem það tekst. - gb Sameinuðu þjóðirnar hvetja til vopnahlés án tafar: Íbúar í Jemen hætt komnir VÍGALEGIR Í PILSUM Uppreisnarmenn úr Hútí-hreyfingunni sveifla vopnum sínum í borginni Taiz. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Hillary Rodham Clint on, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnir, að sögn fjölmiðla vestanhafs, um forsetaframboð sitt á morg- un. Hugsan- legt framboð hennar hefur verið mikið rætt undanfarin ár og þykir hún lang- líklegust til að hreppa útnefningu Demókrata- flokksins fyrir kosningarnar 2016. Hillary Clinton bauð sig áður fram 2008. - ie Stórtíðindi hjá demókrötum: Hillary kynnir forsetaframboð HILLARY ROD- HAM CLINTON VIÐSKIPTI Forsvarsmenn Borgunar undrast að upplýsingar um úttekt fyrirtækisins á stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja hafi ratað í fjöl- miðla stuttu eftir að Landsbankinn tók sjóðinn yfir í síðasta mánuði. Fram kom í gögnum sem Morgun blaðið hafði undir höndum að um 700 milljónir höfðu verið teknar úr sjóðnum síðustu daga áður en Landsbankinn tók hann yfir. Sjóðsfélagar höfðu því hafið áhlaup á sjóðinn þegar fréttir af slæmri stöðu sjóðsins birtust í fjölmiðlum. Borgun tók einnig um 200 milljónir króna út úr sjóðnum samkvæmt gögnunum sem láku til fjölmiðla. - sa Sparisjóður Vestmannaeyja: Borgun undrast leka á gögnum 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 0 -0 7 3 C 1 6 4 0 -0 6 0 0 1 6 4 0 -0 4 C 4 1 6 4 0 -0 3 8 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.