Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 4

Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 4
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyris- hafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfu- hafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikil- vægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundr- aða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmd- inni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því leng- ur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. L aga fr umva r p um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknar- flokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðu- leg vinnubrögð. Þarna birtast hug- myndir sem ekki hafa verið útfærð- ar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katr- ín. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsyn- legt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndar- hjúpinn yfir áætlun ríkisstjórn- arinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnar- innar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfir- lýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dags- ins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Fram- sóknarflokksins, Sjálfstæðisflokks- ins eða útvalinna vildarvina.“ sveinn@frettabladid.is 6.4.2015 ➜ 12.4.2015 tonn af síld drápust vegna sýk- ingar sem kom upp árið 2008.500.000 er sá tími sem fólki verður frjálst að leigja húsnæði sitt, nái vilji ráðherra fram að ganga.hafa þegar skráð sig í skoðunarferð í íshellinn í Langjökli sem verður opnaður í sumar. var það magn af kókaíni sem lögregla lagði hald á í fyrra. landsmanna er nokk sama hvort umsókn Íslands um Evrópusambands- aðild verður dregin til baka eða ekki. manns fara að óbreyttu í verkfall á næstu vikum. launahækkanir eru ennþá boðnar af ríkinu þó allir hafi hafnað til- boðinu fyrir löngu. sérfræðilækna ætlar Sjúkrahúsið á Akureyri að ráða á næstunni. 8VIKUR1/10 3ÁR850 g getur fólk þurft að bíða eft ir augnaðgerð greiddri af sjúkratryggingum – hægt er að borga sig fram fyrir röðina. 4.000 M A N N S 11 3,5% fi mmtán Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Þýsk gæði HARÐORÐUR Sigmundur Davíð fór hörðum orðum um erlenda kröfuhafa í ræðu sinni. Sagði hann kröfuhafa með fjölda almannatengla að störfum við skýrslugerðir og sálgreiningu andstæðinga þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Boðar frumvarp um af- nám hafta fyrir þinglok Forsætisráðherra sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að frumvarp um afnám hafta myndi koma til þings fyrir þinglok. 20 þingfundardagar eru eftir af þinginu. „Digurbarkalegar yfirlýsingar,“ segir Árni Páll Árnason. BYGGÐAMÁL Ársfundur Byggða- stofnunar var haldinn í Vest- mannaeyjum í gær. Á fundinum skipaði Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, nýja stjórn stofnunarinnar. Herdís Sæmundardóttir er for- maður stjórnar. Hún hefur áður gegnt embætti formanns en því sinnti hún með varaþingmanns- stöðu. Herdís er einnig stjórnar- maður í Kaupfélagi Skagfirðinga og sviðsstjóri fjölskyldusviðs sveit- arfélagsins Skagafjarðar. Byggðastofnun hefur síðustu tvö ár skilað hagnaði og segist Herdís taka við góðu búi. - sa Ný stjórn Byggðastofnunar: Formaðurinn líka í stjórn KS STJÓRNSÝSLA Koma þarf á fót sér- stakri starfseiningu innan stjórn- sýslunnar sem fer með yfirstjórn upplýsingatæknimála. Þetta er mat Capacent eftir greiningu á upp- lýsingakerfum ríkisstofnana fyrir fjármálaráðuneytið. Fram kemur í úttektinni að um 400 stöðugildi hins opinbera sinni upplýsingatækni með beinum hætti. Kostnaður vegna þessa sé um þrír milljarðar á ári. Einnig kemur fram að kostnaður við að uppfæra opinbera vefi til að mæta nýjungum í tækninotkun sé um þrjú hundruð milljónir króna. - sa Kalla á nýja ríkiseiningu: Bæta þarf upp- lýsingatækni Í TÖLVUNNI Hjá ríkinu starfa um eða yfir 400 manns við upplýsingatækni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJARAMÁL Bæði BHM og SGS funduðu í gær í húsi ríkissáttasemjara en ekkert þokaðist í viðræðum. Á mánudag hefst svo atkvæðagreiðsla meðal félags- manna Starfsgreinasambandsins um hvort fara eigi í verkfall. Fundirnir stóðu stutt í gær og hefur nýr fundur verið boðaður með samninganefnd ríkisins og BHM á mánudag hjá ríkissáttasemjara. Aftur á móti verð- ur enginn samningafundur með Starfsgreinasam- bandinu fyrr en eftir heila viku. Sambandið boðar víðtækar verkfallsaðgerðir í lok apríl, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Atkvæða- greiðslu um verkfall lýkur á miðnætti 20. apríl og telja forsvarsmenn sambandsins það örugglega verða samþykkt af félagsmönnum. Allsherjarverkföll eru boðuð sem munu ná til meira en tíu þúsund félagsmanna og hafa víðtæk áhrif á vinnustaði um allt land, meðal annars ferða- þjónustuna. Sambandið krefst þess að laun félags- manna hækki í krónum og miðað sé við að lægsti taxti verði innan þriggja ára orðinn þrjú hundr- uð þúsund króna mánaðarlaun. Því hafna Samtök atvinnulífsins. Verkföll stóðu yfir hjá fjórum félögum BHM í dag, hjá rúmlega 400 háskólamenntuðum starfsmönnum. Geislafræðingar og náttúrufræðingar á Landspítal- anum hafa lagt niður störf – og einnig lögmenn hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Alls hefur nítján kjaradeilum verið vísað til ríkissáttasemjara á síðustu dögum. - lb Árangurslausir samningafundir haldnir í húsakynnum ríkissáttasemjara: Ekkert þokast í kjaraviðræðum STÁL Í STÁL Það er ekki farið að vora í kjaraviðræðum ef marka má árangurslausa fundi gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Árni Páll Árnason. ÁRNI PÁLL ÁRNASON ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 0 -9 6 6 C 1 6 4 0 -9 5 3 0 1 6 4 0 -9 3 F 4 1 6 4 0 -9 2 B 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.