Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 34

Fréttablaðið - 11.04.2015, Page 34
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 34 Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is UPPÁHALDS ÖPPIN8 Björt Ólafsdóttir þingkona Bjartrar fram- tíðar 4G 9:41 AM Ebay Skype Period tracker Leggja Epicurious Facebook Twitter Spotify Dóttir mín mun ekki vaxa og dafna í sama heimi og ég. Rétt eins og hvernig ég óx úr grasi í heimi ólíkum þeim sem foreldrar mínir skutu rótum í mun stelpan mín, vonir hennar og þrár, taka mið af samfélagslegum og vísindalegum veruleika sem verður mér að mestu óskiljanlegur. Sem betur fer. En, ég hugsa um það sem bíður hennar og til mögulegra tíðinda sem ég þarf vonandi ekki að greina frá. Listinn hefur að geyma notalegheit á borð við útbreidd átök í Kasmír milli Indlands og Pakistans, olíu- slys á norðurslóðum og misheppn- að átak alþjóðasamfélagsins til að stemma stigu við losun gróðurhúsa- lofttegunda. Þetta eru raunveruleg- ar ógnir, en í grunninn ósennilegar. Fréttamálin mögulegu á hinum list- anum eru öllu sennilegri. Bóluefni við ýmsum pestum, örbirgð og hung- ursneyð þjóðanna á útleið, inter netið mun ná til allra heimshorna. Fréttin sem ég þrái að segja stálp- aðri dóttur minni verður til þess að hún mun horfa til stjarnanna og sjá alheim þar sem líf er ekki bundið við eina lítilfjörlega reikistjörnu. Alheimurinn hennar verður yfir- fullur af lífi. Uppruni og upphaf „Ég tel að við munum finna traust merki um líf handan Jarðar á næsta áratug og óyggjandi vísbending- ar um líf á næstu 10 til 20 árum,“ sagði Ellen Stofan, yfirvísindamað- ur NASA, í pallborðsumræðum um framandi líf í vikunni. Stórar yfirlýsingar sem þess- ar krefjast öflugs rökstuðnings og miðað við uppgötvanir síðustu ára virðist Stofan ekki vera á hálum ís. Við höfum fundið rúmlega 4.000 berg reikistjörnur þar sem loftslag er tiltölulega milt. Á sama tíma höfum við áttað okkur á að vatn er algengt í sólkerfinu, samanlagt magn H2O í neðanjarðarhöfum á tunglum Satúrn- usar og Júpíters er margfalt meira en hér á Jörðinni. Fyrir árþúsundum var Mars vot veröld. Sé mið tekið af efnafræðilegum eiginleikum þeirra frumefna sem eru algengust í alheiminum er hæg- lega hægt að áætla að lífefnafræði- legir neistar lífs eigi sér stað með leysieiginleikum vatns. Framandi efnafræðingur sem þakkar amm- óníaki tilvist sína hlýtur að taka undir þetta. Ekki „hvort“ heldur „hvenær“ „Þegar við tölum um líf á Mars eða í öðrum sólkerfum, þá erum við ekki að tala um litla græna menn. Við erum að tala um örverur. Þetta er birtingarmynd lífs sem er erfitt að finna,“ sagði Stofan. Hún bendir á gervitunglsveima nú yfir Mars, glyrnur stjörnusjónauka skima eftir lífi og Curiosity þefar uppi flóknar lífrænar sameindir á rauðu plánetunni. En það þarf meira til. „Á endanum þurfum við senda líf- fræðinga á vettvang í leit að lífi og steingervingum.“ Þannig rannsakar NASA hvaða áhrif ársdvöl í geimnum hefur á líkamann. Tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly kvöddust 27. mars síðastliðinn. Sá fyrrnefndi verður um borð í alþjóðlegu geimstöðinni í 12 mánuði en saman veita bræð- urnir vísindamönnum einstakt tækifæri til að meta áhrif langvar- andi þyngdarleysis. NASA skýtur síðan James Webb-geimsjónauk- anum risavaxna, arftaka Hubble, á loft árið 2018. Loks fær Curiosity félagsskap árið 2020 þegar nýtt könnunarfar lendir á Mars. „Við vitum hvar við eigum að leita. Við vitum hvernig við eigum að leita,“ sagði Stofan. „Og í flest- um tilfellum er tæknin til staðar og við vinnum nú að því að innleiða þessa tækni.“ John Grunsfeld, leiðangursstjóri vísindarannsókna NASA, tók undir með Stofan: „Þegar kemur að sól- kerfinu okkar, hvort sem það er ísilagt tungl eða Mars, þá erum við einni kynslóð frá [þessum upp- götvunum] og það sama á við um reikistjörnu á braut um nálæga stjörnu.“ Kynslóðaskipti Yfirlitsáhrif er fyrirbæri sem margir geimfarar upplifa þegar þeir berja Jörðina augum og hefur verið skilgreint sem „vitsmunaleg tilfærsla meðvitundar“. Landamæri verða að engu, það er ekkert sem aðgreinir mannfólkið. Ég er sann- færður um að sambærileg áhrif munu eiga sér stað þegar líf loks finnst handan Jarðar. Vísindin virðast vera í startholun- um fyrir eitthvað stórkostlegt. Eins og dóttir mín eru þau eins og gorm- ur sem spenntur hefur verið niður, orka sem bíður þess að losna úr læð- ingi. Vonandi fá þau að teygja sig hátt. Vonandi fæ ég að segja þessa frétt og vonandi hlustar Jónína. Styttist í framandi kynni Gnægð vatns í sólkerfinu okkar ásamt uppgötvun þúsunda lífvænlegra reikistjarna hefur stór- aukið líkur á að framandi líf finnist. Stóru spurningunni verður svarað á næstu áratugum. Ég tel að við munum finna traust merki um líf handan Jarðar á næsta áratug. Ellen Stofan, yfirvísindamaður NASA. THE HANDSOME COLLECTION ★★★★ ★ SPENNA/GAMAN Segjum sem svo að þú hafir ekki spil- að Borderlands 2 eða Borderlands: The Pre-Sequel. Ólíklegt veit ég enda með áhugaverðustu leikjum síðustu ára. En ef svo er þá er The Handsome Collection einstakt tækifæri til að vaða í gegnum byssuóðan frumskóg Borderlands-söguheimsins. Ekki síðan Valve gaf út The Orange Box hafa spilarar fengið jafn mikið fyrir peninginn og með The Hand- some Collection. Tveir leikir, ógrynni af aukaefni og allt í skínandi 1080p háskerpu 60 römmum á sekúndu. Spilarar leiða frækinn hóp mála- liða í leit að fjársjóði plánetunnar Pandoru og slátra um leið trylltum uppreisnarmönnum og ófreskjum af öllum toga. Spilunin er stórkostleg og fáir fyrstu persónu skotleikir hafa lagt jafn mikinn metnað í að færa spilurum frumlega og umfram allt skemmtilega upplifun. Því miður er fyrsti Borderlands- leikurinn ekki innifalinn og minni- háttar frásagnarleg feilspor leikjanna eru enn til staðar. Fjölspilunin er ágæt en þegar tveir spilarar deila skjá á rammatíðni til með að falla snögglega. LÍF Vísindamenn NASA eru sann- færðir um að líf finnist á næstu áratugum. Pandora í háskerpu TWITTER Uppáhaldssamfélagsmiðillinn minn. Al- gjörlega laus við tuð og langar ritgerðir um ástandið. Það er rosalegt að sjá hver máttur retweets-ins er og hvernig heimar tengjast. FACEBOOK Í minna uppáhaldi hjá mér, en mikilvægt vinnutæki sem ég nýti mikið til samskipta, skrafs og ráðagerða. EBAY Ég fæ svona ebay-köst við og við, en pæli svo ekkert í þessu appi þess á milli. Hef keypt ýmislegt þaðan, alltaf á góðu verði og seljendurnir hafa staðið við sitt. SPOTIFY Mjög handhægur miðill fyrir notendur, Þeir borga tónlistarmönnum allt of lítið. Nota þetta app mest til að útbúa lagalista sem hægt er að nota í netleysi. PERIOD TRACKER Var aðeins að reyna að notast við þetta app til að henda reiður á tíðahringnum. Get ekki sagt að það hafi virkað vel því að samkvæmt því er ég 406 dögum of sein í dag. Sem meikar engan sens. Þótt ég sé ólétt. LEGGJA.IS Var í miklu uppáhaldi, en svo var ég alltaf að gleyma að skrá mig úr stæðum og bílastæða- sjóður taldi krónurnar frá mér. Er komin á það að borga frekar sekt en að gleyma mér í appinu. SKYPE Nota það mjög mikið til að vera í sambandi við fólkið mitt sem er statt erlendis. EPICURIOUS Mjög gott að hafa við höndina í búðinni þegar manni virðist bara detta í hug sama þrennan í matinn: fajitas, lasanja eða ofnbak- aður kjúklingur. Snjallsímarnir Galaxy S6 og S6 Edge, nýjustu flaggskip suðurkóreska tæknirisans Samsung, eru komnir í almenna sölu í Bandaríkjunum. Tals- menn Samsung gera ráð fyrir mikilli sölu en greiningarfyrirtæki vestan- hafs áætla að fyrirtækið selji um það bil 50 milljón S6-símtæki þetta árið. Galaxy-línan hefur notið gríðar- legra vinsælda og er með vinsælustu snjallsímum veraldar. Sölutölur Galaxy S5 á síðasta ári voru þó ekki í takt við eftirvæntingar. Samsung hefur gert róttækar breytingar á snjallsímum sínum og á það bæði við um útlit símanna og innvols. S6-snjallsímarnir hafa fengið afar góðar viðtökur hjá sérfræðingum. „Við gerum ráð fyrir að slá sölumet,“ segir Lee Sang-chul, markaðsfulltrúi snjalltækja hjá Samsung. Galaxy S6 kominn í verslanir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 2 -0 D A C 1 6 4 2 -0 C 7 0 1 6 4 2 -0 B 3 4 1 6 4 2 -0 9 F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.