Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 92
★★★ ★★ Carroll: Berserkur Tjarnarbíó SÝNING FER AÐ MESTU FRAM Á ÍSLENSKU. LEIKSTJÓRN: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir LEIKARAR: Anna Korolainen, Henrietta Kristensen, Sólveig Eva, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Daníel Þór Bjarnason, Ástþór Ágústsson, Hrefna Lind Lárusdóttir, Agnes Wild, Hugrún Margrét Óladóttir LEIÐSÖGUMENN: Almar Atlason, Arnoddur Magnús Danks og Auður Ingólfsdóttir TÓNLIST: Pekka Koivisto, Jófríður Ákadóttir og Margrét Arnardóttir SVIÐSHÖNNUN: Hallveig Kristín Eiríksdóttir BÚNINGAHÖNNUN: Lúcía Sigrún og Áslaug Sigurðardóttir LJÓSAHÖNNUN: Juliette Louste Í Tjarnarbíó hafa furðuverur úr hugarheimi Lewis Carroll hreiðrað um sig í nær öllum skúmaskotum. Þar sýnir hinn fjölþjóðlegi leikhópur Spindrift verkið Carr- oll: Berserkur, unnið upp úr verunum frá Undralandi. Þrátt fyrir að leikárið sé senn á enda er ennþá af nægu að taka og spennandi að sjá hóp af ungu sviðslistafólki takast á við klassík af þessu tagi. Spindrift þýðist yfir á íslensku sem sjávarúði eða sjávarmistur og því kannski við hæfi að persónurnar kunnuglegu taka við áhorfendum með niðandi sjóinn í bakgrunni. Áhorfendur fara þannig í hlutverk hinn- ar týndu Lísu strax við innkomu en þrír leiðsögumenn leiða þrjá mismunandi hópa um undirveröld Undra- lands, en mætast líka reglulega á ferðalagi sínu. Vandamálið við slíkan gjörning er erfiðleikinn við að mynda sterk tengsl við persónurnar en sýningin er frekar eins og mörg myndbrot af ástandi eða myndræn framsetning á súrrealískum veruleika. Kjarni sýning- arinnar virðist snúast um sjálfið í krísu og leitina að tilgangi í óskiljanlegum veruleika. Sumar senur virt- ust vera uppfyllingarefni frekar en sjálfstæðar eining- ar eða hluti af heildinni. Bergdís Júlía Jóhannsdóttir stýrir þessum stóra hópi ágætlega en hefði mátt hugsa betur heildarupplifunina og tengingarnar á milli ein- stakra atriða. Aftur á móti standa Glottsýslukötturinn og Hvíta kanínan upp úr en þarna eru virkilega sniðug atriði á ferð sem eru vel skrifuð, útfærð og flæða vel inn í heildarmyndina. Glottsýslukötturinn, í fínum leik Ást- þórs Ágústssonar, birtist sem eins konar smeðjulegur spjallþáttarstjóri sem telur að allir geti fundið sína leið í lífinu með hjálp taflborðsins. Hvíta kanínan, leikin af Hrefnu Lind Lárusdóttur, er tímabundin og tauga- strekkt í endalausri leit að augnablikinu sem líkt og moldarflögur renna henni alltaf úr greipum. Bæði vigt og tengingu á milli atriða skorti í sýning- unni og uppbrotin eru ekki nægilega mörg þannig að senurnar urðu örlítið fyrirsjáanlegar þegar líða tók á. Afmælisveisla Hjartadrottningarinnar hefði til dæmis mátt fara alveg úr böndunum en í staðinn var þetta atriði notað sem tengiliður á milli atriða og var í lengra lagi. Búningahönnunin er virkilega vel gerð og sviðshönn- unin sömuleiðis. Þrátt fyrir að aðalsviðið sé nær tómt fyrir utan stóran skjá og lítið leikrými þar bak við nær Hallveig Kristín að skapa lifandi örheima í hverju rými sem ríma á frumlegan hátt við persónurnar sem þar dvelja. Búningateymið Lúcía Sigrún og Áslaug er hug- myndaríkt og sjá má glitta í falleg smáatriði í hönnun þeirra. Tónlistin er bæði afspiluð og lifandi en hefði kannski mátt vera fjölbreyttari. Það er gaman að sjá ný andlit í sviðslistaflórunni og þrátt fyrir ýmsa galla á sýningunni í heild er vert fyrir leikhúsgesti að nýta tækifærið og rannsaka hvað leynist í innviðum Tjarnarbíós í fylgd furðuvera Lewis Carroll. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Einstaka senur heppnast með ágætum og hönnunin er fyrsta flokks en tilraunin er ekki nægilega markviss. Undirheimar Undralands SPINDRIFT Ungur og spennandi leikhópur stendur að sýningunni Carroll: Berserkur í Tjarnarbíó. „Ótrúlega áhugaverð … svakalega sterk og áhrifamikil … Héðinn er fantagóður penni, dásamlegur texti.“ FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR / KILJAN „Mjög áhrifarík … maður er vanari að lesa svona í skáldskap … það er nánast óþægilegt að lesa hana á köflum …“ ÞORGEIR TRYGGVASON / KILJAN „Héðinn er gáfaður maður og það er mikið innsæi í þessari bók.“ EGILL HELGASON / KILJAN „Bók sem sannarlega hristir upp í stöðluðum hugmyndum.“ FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR / STUNDIN HÉÐINS UNNSTEINSSONAR um baráttu hans við kerfið og sjálfan sig. v æ g ð a r l a u s s a g a a f h a m s k i p t u m Eyþór Franzson Wechner spilar á orgeltónleikum í Langholtskirkju á morgun, 12. apríl, klukkan 17 og leikur verk eftir J.S. Bach, Dietrich Buxtehude, Louis Coup- erin, John Stanley og Vincent Lübeck. Eyþór hóf píanónám sjö ára gamall en skipti yfir á orgel á fimmtánda aldursári. Kennarar hans voru Úlrik Ólason og Björn Steinar Sólbergsson við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listahá- skólanum hélt hann til Leipzig í Þýskalandi og lauk þaðan meist- aragráðu á síðasta ári. Hann hefur verið organisti í Fella- og Hólakirkju í vetur. Orgeltónar ORGANISTI Tónleikarnir með Eyþóri eru á vegum Listafélags Langholtskirkju. MENNING 11. apríl 2015 LAUGARDAGUR 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 1 -3 9 5 C 1 6 4 1 -3 8 2 0 1 6 4 1 -3 6 E 4 1 6 4 1 -3 5 A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.