Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 103

Fréttablaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 103
LAUGARDAGUR 11. apríl 2015 | MENNING | 63 BAKÞANKAR Hildar Sverrisdóttur Ég hef alltaf haft skringilega þörf fyrir að aðstoða túrista sem eru strand á götuhorn- um. Kannski er ég að vinna upp að hafa aldrei verið í skátunum. Ég varð því hálfmóðguð þegar ég las niðurstöður rannsóknar um að einungis 60% ferðamanna finnist Íslendingar frekar gestrisnir. KANNSKI voru þar að kikka inn skiptin þegar ég geng inn á uppáhaldskaffihúsið og dæsi þar sem goretex-klætt fólk fyllir öll sætin. Stend því og mæli það rannsakandi út til að meta hvort það fari ekki að klára úr kaffibollanum og drífa sig út að kaupa lundadót. En ég hef þó yfirleitt minnt mig fljótt á að ef það væri ekki fyrir goretex-fólkið væru kannski ekki öll þessi blómlegu kaffihús í miðborginni. ÉG ER stundum kölluð Sve og fannst því snið- ugt þegar ég sá í Serbíu auglýsingar um „Sve á 50% afslætti“. Svo var útskýrt fyrir mér að sve þýddi allt og sæist því víða á útsölutímabilum. Þegar ég gekk Laugaveginn í janúar voru hins vegar allar auglýsingar í búðargluggunum á ensku. Kannski vildi enginn taka sénsinn á að túristarnir myndu aldrei átta sig á hvað þessi útsala væri eiginlega og „sale“ skyldi það því vera. Þetta er bæði óþarfa túristaborgarvæð- ing og ekki endilega túristunum til þægðar – rannsóknir sýna að þeir vilja frekar ferðast til borga þar sem þeir finna fyrir lífi heima- manna. AUÐVITAÐ eru vaxtarverkir skiljanlegir í samfélagi þar sem ferðamennirnir eru ekki lengur bara uppi á fjöllum heldur þramm- andi í nærumhverfi okkar alla daga. Við þurfum að passa að þessi sambúð geti gengið sem best. Að hægt sé til dæmis að hýsa þá án þess að annaðhvort fyllist allt af hótelum eða vegna skorts á þeim rjúki leiguverð langt upp fyrir það sem heima- menn hafa efni á, að rútugnýr og ferða- töskuskrölt haldi ekki vöku fyrir fólki í íbúðarhverfum hálfu næturnar og svo mætti lengi telja. EN það verkefni þarf að vinna út frá þeirri forsendu að fjölgun goretex-fólks- ins er jákvæð þróun. Og á meðan er fín fjárfesting að splæsa bara á það einu brosi. Góða goretexið Fræðslufundur um fjármál fyrir ungt fólk 12-16 ára Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, verður með skemmtilega fyrirlestra um fjármál. Hafnarfirði - Bæjarbíó (Ath breytt staðsetning) 13. apríl Kópavogi - Turninum 14. apríl Mosfellsbæ - Framhaldsskólanum 15. apríl Reykjavík - Arion banka Borgartúni 19 21. apríl Húsið opnar kl. 19.30. Fundurinn byrjar stundvíslega kl. 20.00. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is Leikarinn góðkunni Eddie Murphy hlýtur Kennedy Cent- er’s 2015 Mark Twain verðlaun- in sem veitt eru fyrir kímni- gáfu. Verðlaunin verða afhent þann 18. október næstkomandi, það hefur því verið tilkynnt um verðlaunin með talsverðum fyrir vara en þetta er í átjánda sinn sem þau eru veitt. Murphy hefur komið víða við, leikið í fjölmörgum kvikmynd- um, sjónvarpsþáttum, talsett fjölda kvikmynda, haldið uppi- stönd og leikstýrt auk þess sem hann er söngvari. Verðlaunaður fyrir húmor VERÐLAUNAÐUR Eddie Murphy varð fyrst frægur árið 1980. NORDICPHOTOS/GETTY Í vikunni hófust réttarhöld yfir eltihrelli leikkonunnar Söndru Bullock. Það var í júní á síðasta ári sem maðurinn, Joshua James Corbett, braust inn á heimili Bullock í Los Angeles. Spiluð var upptaka frá neyðarlínusímtali Bullock þar sem hún segist vera lokuð inni í skáp í svefnherbergi sínu á bak við öryggishurð. Að sögn lögreglumanns sem kom á vettvang var Corbett með svarta stílabók með tveggja blað- síðna bréfi til Bullock þegar hann var handtekinn. Corbet verður dreginn fyrir dóm þann 23. apríl næstkomandi. Réttað yfi r eltihrelli BULLOCK Réttarhöld eru hafin yfir eltihrelli leikkonunnar. NORDICPHOTOS/GETTY 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 1 -7 4 9 C 1 6 4 1 -7 3 6 0 1 6 4 1 -7 2 2 4 1 6 4 1 -7 0 E 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.