Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 107
á óvart. Allir reynast samsettari úr andstæðum en hún hafði haldið. Svipaðri niðurstöðu virðist Marta komast að þegar hún stendur frammi fyrir dauða móðurinnar og þarf ekki lengur að keppa við Nínu um ást hennar. Mannfyrirlitningin og háðið víkur úr texta Nínu þegar hún segir frá formæðrunum og sorg eða blíða kemur í staðinn. Semingar hennar verða lengri og stíllinn breytist þegar líður á söguna og vamarhættimir byrja að gefa eftir. Undir lokin, andspænis dauðanum, er óörygg- inu síðan leyft að streyma fram í textanum og um leið ástinni. Bókin endar á spumingunni: Hvað verður nú um mig? Sjálfíð er ekki lengur lokað, það hefur verið opnað fyrir lífínu og hinum lifandi texta. Dagný Kristjánsdóttir Sossa lætur allt gossa! Magnea frá Kleifum. Sossa sólskinsbam. Mál og menning 1991. 126 bls. Sólskinsbarn, bestía og himpigimpi í Sossu sólskinsbarni lýsir Magnea frá Kleifum gömlum tíma með horfnum búskaparhátmm og fjölskyldulífí sem varla þekkist lengur. En þungamiðja sögunnar er hin fjörmikla, hug- myndaríka og stórskemmtilega Sossa sem sjálf er sögumaður. Við sjáum fjölskylduna með hennar augum, kynnumst vangaveltum hennar, ímyndunum, gleði og sorg. Hún er sex ára þegar sagan hefst, áttunda í röðinni af ellefu systkin- um og eftir því sem hún sjálf segir,Jítil og ljót og ræður engu á heimilinu“ (6). Hún ræður heldur ekkert við sjálfa sig; ímyndunaraflið teymir hana niður á hafsbotn og upp til himna, skapið er ofsafengið á hvorn veginn sem er og framhleypni hennar er meiri en góðu hófi gegn- ir. Sossa er frábrugðin systkinum sínum bæði í útliti og háttum. Þau hafa svo oft sagt henni að hún sé ljót að það fer ekki á milli mála. A rauðum kollinum er „þetta voðalega hár sem engin leið er að ráða við. Það rífur sig úr flétt- unum og æðir út í allar áttir svo ég er alltaf eins og úfinn hænurass í vindi“ (30). Þessi lýsing gæti allt eins átt við skapgerð hennar sem oft veldur uppistandi en kemur líka stundum góðu til leiðar. Uppátæki Sossu eru oft kostuleg en þau eru yfirleitt vel meint. Hún klippirt.d. á sér hárið til að gleðja mömmu sína, en þótt það mistakist er fjarri henni að láta hugfallast. Stundum hleypur skapið með hana í gönur og hún verður svo ljót og óstýrilát að hún má til með að bregða sér í líki annarrar stelpu sem heitir Setta og sú er til alls vís. Það þarf talsverða greind og útsjónarsemi til að skapa sér svona gott skálkaskjól, en ekki síður auðugt ímyndun- arafl. í hugarheimi Sossu öðlast flestir hlutir líf og liti. Versin sem mamma kennir henni lifna við og orðin verða að litlum dvergum sem hald- ast í hendur og jafnvel hroturnar í pabba geta hrundið af stað heilu ævintýri. Þessi heimur er Sossu jafn raunverulegur og grár hversdags- leikinn en enginn á bænum getur fylgt henni á hugarfluginu. Flest systkini hennar hlæja eða skamma hana þegar hún segir frá því sem er inni í henni og kalla það bull og skröksögur. Móðir hennar er oftast skilningsrík en föður hennar fínnst að fólk eigi að halda sig við staðreyndir, annars sé það bara að ljúga. Sossu hefur verið kennt að það sé ljótt að ljúga svo hún vill alls ekki vera lygari en það þýðir ekki að hún þurfí endilega að lækka flugið. Hún er nefnilega sjálfstæð telpa með ákveðnar skoðanir og getur dæmt fyrir sig sjálf: „Allt sem ég segi frá er satt. Eg sé það gerast einhversstaðar inni í mér, í höfðinu eða sálinni. Eg get ekkert að því gert. Þetta er eins og að skoða myndir í bók, og enginn segir að myndir í bók séu lygi“ (9). Það er líka fjarri Sossu að samþykkja viðtekn- ar venjur athugasemdalaust. Hvers vegna endi- lega að byrja að slá á laugardögum þótt það sé venjan og eigi að tryggja lukku? Sossu dauð- langar að prófa annan dag, t.d. fimmtudag og slá fram á föstudag og öðlast þannig bæði frægð og ríkidæmi. Henni finnst líka asnalegt að allir megi heita Guð ef eitthvað er aftan við það, eins TMM 1992:1 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.