Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 114
tegund af ást, sem ef til vill má segja að sé „... ástin til dauðans“ (bls. 141). Á fjallinu, í loka- kafla bókarinnar, vonast hún til þess að hann komi til hennar dáinn yfir mosaþemburnar og segi „Loksins komstu ...“ (bls. 145). Aukapersónur eru ekki margar en samfélagi sveitarinnar er ágætlega lýst. Á kvöldin standa bændur hver á sínu hlaði með kíki og fylgjast með kollegum sínum, sem einnig eru með kíki til að athuga hvort þeir séu ekki örugglega að fylgjast með sér. Telpan finnur vel á sér hið sívökula, séríslenska og kjöftuga auga sem leyf- ir ekkert einkalíf í laumi. Ágætir kaflar fjalla einnig um ættjarðarsönglið í hópreiðinni, bar- lóm húsfreyjanna yfir líkamsræktarleysi sveit- arinnar og móttökurnar sem telpan og bóndinn fá við heimsókn sinni á bæinn handan fljótsins. Guðbergur er þó alltaf í Spánarfjarlægð ffá hverskonar ádeilu, enda annað erfitt á okkar almennilegu tímum, og lætur frekar á snyrti- legan hátt litlar pillur upp í munn persóna sinna. „Ekkert er til nema það sem er einvörðungu fyrir framleiðsluna. Fólkið er líka til fyrir hana. Ástin er ekki lengur til“ (bls. 67) segir kaupa- maðurinn ástþurfandi um ástandið í nútíma- sveitum landsins. Svanurinn Veikasti hlekkur bókarinnar er að mínu mati endir hennar með sjálfum svaninum. Svanurinn virðist eiga að vera telpunni einhverskonar tákn um frelsun frá hinni „óljósu vanlíðan" og allan tímann stefnir hún að því að ganga á fjallið og að vatninu þar sem hann býr. Svanurinn er bundinn þjóðsögu um nykur sem birtist öðru hvoru í líki hans og sá er nýtur þess að sjá hann koma upp á yfirborðið mun hljóta frá honum söng um sitt eigið eðli og framtíð. Þetta fær ekki nægilegt pláss í sögunni til þess að verða að fullu hluti af henni, en sem titill bókarinnar vofir svanurinn engu að síður stöðugt yfir manni. Maður bíður eftir honum allan lesturinn og loks þegar hann birtist er ekki laust við keim af vonbrigðum eins og reyndar gerist oft þegar listaverk eru byggð upp í átt að einu crescendói, langþráðum endapunkti. Endirinn verður full loðinn þó fiðraður sé og skilur lesandann eftir í lausu lofti. Svanurinn sem slíkur er líka svo hlaðinn af allskonar hugmyndum, goðsögnum og lista- sögulegum mótívum, sem undirstrikuð eru með myndinni á forsíðunni, að hann verður allt að því ókunnur gestur í þessari sögu sem að öðru leyti er laus við allar fortíðarvísanir og nær yfirnáttúrulegum víddum sínum með því að holdgera þær í hversdagslegum hlutum eins og litlu pöddunum sem bera andardrátt dauðans niður í jörðina. Hin mósótta meri nær til að mynda mun meiri tökum á manni sem nánasti vinur og vonarglæta telpunnar og verður allt að því trúarleg þegar hún stendur og horfir á telp- una í fyrsta sinn „... eins og heilög vera“ (bls. 21), þegar hún nemur staðar með hana á baki án sýnilegs tilefnis eða þegar hún stígur upp úr ánni „ . .. gljáandi og einkennilega fögur . . .“ (bls. 135) líkt og hinn sanni nykur, eftir magn- aðan kafla þar sem telpan dregur hana yfír jökulfljótið. Þó einkennilegt megi virðast er þetta þó smá- atriði í heild bókarinnar og breytir því ekki að Svanurinn er ein besta bók sem komið hefur út hér á landi hin síðustu ár. Hún er gerð úr „varan- legu efni“ eins og höfundur komst að orði um efnivið góðra skáldsagna í nýlegu viðtali. Þjóð- in má vera þakklát fyrir að eiga rithöfund eins og Guðberg Bergsson og á að láta hann reka tungu sína upp í sig sem oftast. í dálítinn tíma rak hann tunguna upp í hana í hvert sinn sem þau hittust ein og sagði þá: „Ég geri þetta aðeins af því bara. Þú ert ennþá barn, en þegar þú verður eldri mun minningin um tunguna í mér í munni þér eggja þig með sárri þrá í ástleysi þínu“ (bls. 48). Hallgrímur Helgason 104 TMM 1992:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.