Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 79
„Þær háttuðu venjulega þegjandi og sneru bökum saman, dóttirin hallaði sér til veggjar, móðirin frammá stokkinn“ (Salka Valka 168). Lesandinn sér strax í fyrri hluta sögunnar hversu bæld Salka er. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að þjáningar og óhamingja móður hennar stafi einvörð- ungu af þeim veikleika að hún leyfir karlmönnum að misnota sig kynferð- islega og af þeirri staðreynd að konur standa langt að baki körlum fjárhagslega. Misnotkun Steinþórs á Sölku veldur því einnig að hana hryllir við kynlífi. Hún verst með því að rækta með sér ýmsa frumþætti karl- mennsku, því hún er árásargjörn, ákveðin, metnaðargjörn og þráir fjárhags- legt sjálfstæði. Aftur á móti bælir hún hina dæmigerðu kvenlegu eiginleika og afneitar vaknandi kynferðisvitund. í fyrsta samtali sínu við Arnald segir hún: „Ég ætla bráðum að fá mér buxur líka og hætta að vera stelpa“ (Salka Valka 72). Næst þegar þau hittast tuskast þau hvort við annað, en þegar Salka finnur að kynferðisleg spenna er komin í leikinn hrindir hún Arnaldi frá sér og segir: „Ég vil ekki sjá að vera stelpa. Ég skal aldrei aldrei vera kvenmaður — eins og hún mamma!“ (Salka Valka 91). Þessu svari Sölku var sleppt úr kvikmyndinni, svo og öllum 15. kafla, en í honum hvæsir hún að Herborgu: „Ég er als enginn kvenmaður — og skal aldrei verða. Mér er sama hvað allir segja“ (Salka Valka 125). Bæling barnsins og unglingsins Sölku á kynferðisvitund sinni er ekki aðeins uppistaða fyrri hluta sögunnar. Éullorðna Salka síðari hlutans á við sömu vandamál að stríða, sérstaklega í samskiptum sínum við Arnald. Mattsson gefur þessum mikilvæga þætti þó engan gaum, og að sama skapi lýsir hann samskiptum Sigurlínu og Sölku á ófullnægjandi hátt. Trúmál og stjórnmál eru, eins og ég hef þegar getið, tveir mikilvægir þættir í fyrri hluta sögunnar. Eins og aðrir róttækir sósíalistar taldi Laxness þjóð- kirkjuna vera afturhaldsstofnun sem héldi verkalýðnum við sömu kjör. í Þú vínviður hreini deilir Laxness, líkt og Marx, á kirkjuna sem „ópíum fólksins“. Strax í 1. kafla varar Steinþór Sigurlínu við því að leggja „lag sitt við trúarhyski og guðspjallasnakka í þessu plássi“ (Salka Valka 16), og varnað- arorð hans reynast rétt. Hvað eftir annað dregur Laxness upp mynd af trúnni sem veruleikaflótta fýrir fáfróða fátæklinga. Ólíkt móður sinni fellur Salka aldrei fýrir kirkjusöng eða „orðskipun og túngutaki hinna frelsuðu“ (Salka Valka 98) og treystir fremur á eigin skynsemi og rökhyggju. Hún afneitar hugmyndinni um guðlega forsjá og kemst að þeirri niðurstöðu að guð og ritningarnar skipti hana engu máli. I Sölku Völku virðist guð kærleikans aðeins til í hjörtunum sem trúa. Laxness dregur þennan guð sundur og saman í háði með því að sýna skeytingarleysið í handarverkum hans: TMM 1994:3 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.