Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1994, Blaðsíða 109
Ritdómar Að skipa sitt rúm íslensk bókmenntasaga I. Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason rit- stjóri. (Mál og menning 1992) Islensk bókmenntasaga II. Böðvar Guð- mundsson, Sverrir Tómasson, Torfi H. Tul- inius og Vésteinn Ólason ritstjóri. (Mál og menning 1993) Sá sem þessar línur pikkar hafði löngum hálfgerðan ímugust á yfirlitsverkum um bókmenntasögu og tók ógjarnan undir þann harmagrát, sem einu sinni tíðkað- ist, að „bókmenntaþjóðin mikla“ skyldi ekki eiga neina bókmenntasögu sem stæði undir nafni. Fannst honum að besti vettvangurinn fyrir bókmennta- fræði væri rit um eitthvert afmarkað svið, þar sem reynt væri að kafa til botns í viðfangsefninu, skoða það í margvís- legu ljósi og setja ffam um það ákveðnar og helst persónulegar kenningar. Meðan fátt var um yfirlitsrit yfir bókmennta- sögu skorti ekki að slík verk væru samin og þau ekki af verri endanum, allt ffá „Völuspá“ Sigurðar Nordals til „Túlk- unar Heiðarvígasögu“ eftir Bjarna Guðnason, svo tvö ólík dæmi séu nefnd og fjarlæg hvort öðru í tíma: þar sem rit af þessu tagi varpa gjarnan ljósi á bók- menntir sem standa utan við það svið sem aðallega er verið að fjalla um, mátti líta svo á að skaðinn væri bættur. Þetta viðhorf til bókmenntaffæða var reyndar mjög í takt við stefnu sem var á þeim tíma talsvert sterk í sagnfræði og oftlega sett fram í boðhætti til sagnfræð- inganna sjálffa: rannsakið ekki tímabil heldur vandamál. Því það liggur í hlut- arins eðli, að bókmenntasögur snúast um „tímabil“, sem fylgja miskunnar- laust hvert á eftir öðru, hvernig sem þeim kann annars að vera háttað, meðan afmörkuð rit taka fyrir „vandamál" og gæði þeirra fara oftar en ekki eftir því hvernig tekst að skilgreina þau og festa á þeim hendur. En þótt þessi stefna í sagn- fræði eigi reyndar við ýmis rök að styðjast, var afstaða undirritaðs til bók- menntasagna fyrst og fremst fordómar, og hafi hann ekki þegar verið fallinn frá þeim, mætti trúa því að sú íslenska bók- menntasaga sem Mál og menning er nú að gefa út og hér verður fjallað um hefði stuðlað að því á sinn hátt. En fordóm- arnir voru þó ekki með öllu gripnir út úr lausu lofti: bókmenntasögur lúta nefnilega allt öðrum lögmálum en rit um afmörkuð efni, þar sem tilgangur þeirra og hlutverk er með öðrum hætti, þær hafa sína kosti, ef vel tekst til, en einnig sína galla sem höfundar geta lítið gert til að sneiða hjá þar sem þeir eru nánast því innbyggðir í grundvallarlög- mál verka af þessu tagi. Segja má, að hlutverk bókmennta- sagna sé fyrst og fremst það að opna mönnum leið að bókmenntum fyrri tíma, gera þær á einhvern hátt lifandi og fá menn til að lesa þær, en án þess að reyna að kafa til botns í einu eða neinu eða setja fram persónulegar kenningar. TMM 1994:3 107 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.