Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 120
RITDÓMAR ursson í lifanda lífi, og svo tilraunum síðari tíma manna til að lýsa honum. Fyrir þessu gerir vofan sér fulla grein: „Maður sér að þegar höfundar eru að lýsa liðnum tímum, þá sjá þeir allt annað en það sem helst vakti athygli okkar sem þá vorum uppi“ (bls. 13). Og hún heldur áfram hugleiðingum sín- um um raunveruleikann og mynd hans í sögubókum af ýmsu tagi, þ.á.m. Grettis sögu sem henni er harla kær. Allt þetta er í hæsta máta forvitnilegt, og hlýtur að vekja effirvæntingu lesand- ans. En það verður því miður að segja þá sögu eins og hún er, að eftir fyrstu blað- síðurnar verður höfundi mun minna úr þessari ágætu hugmynd en efni standa til. Skáldsagan breytist að verulegu leyti í ævintýrasögu sem er að vísu læsileg og spennandi en losaraleg á stundum og með mörgum lausum endum. Sagan um baráttu almúgapilts við grimm yfirvöld sem svífast einskis og beita lúalegustu brögðum hefur margoft verið sögð, og erfitt að sjá hvaða tilgang það hefur að segja hana einu sinni enn, þó svo að farið sé út í reyfaraleg vinnubrögð með flótta og útilegum út um fjöll og firnindi, und- ankomu með skipi til útlanda og fangels- isuppreisn í Kaupmannahöfn. Þessi vinnubrögð gera líka að verkum að framvinda sögunnar verður svo ósenni- leg á köflum að hætt er við að einhver les- andinn hafí ekki lengur við að trúa. Það er með ólíkindum hve fljótt Svartur nær fullurn líkamsburðum, og ríflega það, eftir að hafa verið lamaður að hluta til og á fjórum fótum í mörg ár. Hann hlýtur síðan að hafa verið í meira lagi skarpur þegar upp var staðið, þar sem hann gat lært af Fjalla-Eyvindi á tveimur dögum „að viðhalda eldsglæðum án þess að vekja athygli með reykjarbólstrum, hvernig væri gott að þurrka bæði fisk og kjöt svo það geymdist, og hvaða plöntum óbyggðanna væri hægt að gera sér mat úr“ (bls. 142). Kannske er þetta skýringin á því, hvað hann verður strax ratvís á hálendinu: hann finnur hvaða helli og afdrep sem er, jafnvel í fjarlæg- ustu landshlutum, eftir lýsingunni einni (sbr. bls. 196 og 199). Þegar hann er kominn alla leið til Veiðivatna austur, þekkir hann ekki aðeins staðhætti, held- ur virðist hann kunna skil á örnefnunum líka. Þá fer kannske einhver grunur að læðast að lesandanum. Sögumaður veit um einhverja Vestfirðinga sem reyndu að semja spænska orðaskrá „sem síðar kom reyndar í ljós að var á Baskamáli“ (bls. 41). Slík þekking lá víst ekki á lausu á 18. öld, en það væri eftir öðru að vofan hefði gluggað eilítið í málvísindi á næt- ursetum sínum á Landsbókasafninu og tínt upp þennan fróðleiksmola. Skyldi hún ekki á sama hátt hafa legið yfir kort- um og lýsingum af landinu, og kannske túlkað flakk sitt eftir á í ljósi alls þess? A.m.k. finnst manni á stundum eins og hún hafi orðið fyrir áhrifum af Árbók Ferðafélagsins eða einhverjum álíka rit- um: „Inni á miðju hálendinu, umgirt eyði- legum sandflákum og á milli beljandi jökulvatna, verður fýrir manni græn og hlýleg vin í kvosum við fáein stöðu- vötn; sum þeirra eru full af fiski, væn- um og feitum urriða, og heita fyrir vikið Veiðivötn. Þessi vötn hafa bænd- ur í uppsveitum Suðurlandsins lengi nýtt sér og gert þangað veiðiferðir á sumrum; að vetrarlagi er hins vegar sjaldgæft að nokkur leggi leið sína þangað“ (bls. 199). En þetta má e.t.v. flokka með þeim lausu endum sem eru á víð og dreif í sögunni: atburðir taka oft hver við að öðrum án 118 w ww. m m. is TMM 1999:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.