Fréttablaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.10.2015, Blaðsíða 26
Fólk| helgin Tónleikar Tónleikarnir eru í Salnum í Kópavogi í kvöld og hefjast kl. 20. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Tónlist leikur mjög stórt hlutverk í kvikmyndum Woody Allen þar sem djasstónlist fimmta til sjöunda ára- tugar síðustu aldar er fyrirferðarmikil. Aðdáendur leikstjórans eiga flestir ljós- lifandi minningar frá atriðum einstakra kvikmynda sem tengjast ákveðnum lög- um auk þess sem lagaval Woody Allen hefur átt stóran þátt í að kynna yngri kynslóðir kvikmyndaunnenda fyrir eldri tónlistarmönnum. Í kvöld fara fram tónleikarnir Kvöld- stund með Woody Allen en þeir eru hluti af kvikmyndahátíðinni RIFF. Þar mun Jazzkvintettinn Bananas spila fræga djasstóna úr kvikmyndum hans auk þess sem leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir fer yfir verkin og tekur lagið. Sjálf hefur Edda verið mikill aðdáandi Woody Allen og tónlistarinnar úr myndum hans síðan hún var unglingur. „Alveg frá því ég sá myndir á borð við Bananas og Sleeper hef ég verið aðdáandi hans. Á unglings- árum mínum sprakk þó áhuginn fyrst út fyrir alvöru með myndum á borð við Hannah and Her Sisters, Radio Days og Crimes and Misdemeanors. Myndir þessa tímabils höfðuðu rosalega mikið til mín enda fannst mér ég geta speglað mig í svo mörgum persónum og að- stæðum í myndum hans. Svo kann hann að skrifa fyrir konur sem mér finnst stór- merkilegt. Hann er einnig snillingur hins grátbroslega og tekur líka á stóra sam- henginu; lífinu og dauðanum og hvað við mannfólkið erum í raun breysk.“ SkemmTilegaSTa giggið En tónlistin í myndum hans skiptir líka miklu máli. „Tónlistin opnaði nýja vídd fyrir mér og ég keypti diska með tón- list mynda hans og kynntist líka nýjum listamönnum, t.d. Carmen Miranda en lag hennar South American Way kemur fyrir í Radio Days með eftirminni- legum hætti. Einnig má nefna Django Reinhardt en tvö laga hans koma fyrir í Stardust Memories. Meðal annarra eftirminnilegra laga má nefna It Had to be You úr Annie Hall og svo fékk ég æðislegt lag á heilann úr myndinni The Curse of the Jade Scorpion, lagið In a Persian Market með básúnuleikaranum Wilbur de Paris. Nokkur frábær lög með Benny Goodman koma einnig fyrir í kvikmyndum hans, t.d. Sing, Sing, Sing sem er eitt af þessum lögum sem ég bil- ast yfir, það er svo brjálæðislega flott.“ Edda verður bæði í hlutverki sögu- manns og söngkonu á sýningunni í kvöld. „Ég kynni lögin til sögunnar og segi skemmtilegar sögur um þau, t.d. hvaða áhrif þau höfðu á mig. Sjálf syng ég tvö lög í kvöld, It Had to Be You úr Annie Hall og I’m Through with Love úr Everyone Says I Love You þannig að þetta verður pottþétt skemmtilegasta gigg sem ég hef verið beðin um að taka um ævina.“ langur en góður liSTi Tónlistarmaðurinn Hannes Friðbjarnar- son á hugmyndina að tónleikunum. Sjálfur er hann mikill aðdáandi Woody Allen og djasstónlistar þótt dags dag- lega spili hann frekar popp- og rokk- tónlist. „Lagalistinn var langur en svo völdum við lögin hreinlega eftir skemmtanagildi þeirra. Sumar myndir eiga fleiri en eitt lag á tónleikunum en annars tökum við lög úr 12-15 myndum frá síðustu fjórum áratugum.“ Auk Hannesar skipa píanistinn Gunn- ar Gunnarsson, gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson, kontrabassaleikarinn Þor- grímur Jónsson og Haukur Gröndal, sem bæði spilar á saxófón og klarinett, Jazzkvintettinn Bananas. „Þetta eru menn úr öllum áttum en aðallega góður vinahópur manna úr tónlistarbransanum. Þeir hafa allir verið mjög áber- andi í tón- listarflutningi undan farin ár og sér í lagi í djass- inum. Ég fæ svo að vera með á vagn- inum þeirra til að læra og njóta.“ n starri@365. TöFrandi Tónar kveikTu í Fólki Tónleikar Djasstónlist skipar stóran sess í kvikmyndum Woody Allen. Í kvöld verða tónleikar með lögum úr myndum hans í Salnum í Kópavogi. eFTirminnileg Tónlist úr fjölmörgum kvikmyndum Woody Allen opnaði nýja vídd fyrir Eddu Björg Eyjólfsdóttur leikkonu. Hún er sögumaður og sérstakur gestur á kvöldstund með Woody Allen í kvöld og syngur m.a. tvö lög. MYND/ANTON Woody allen lagalisti kvöldsins inni- heldur m.a. lög úr kvik- myndunum Hannah and Her Sisters, Radio Days, Annie Hall, Sweet and lowdown og fleiri góðum. Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki fást hjá Lyfju og Apótekniu. • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins Lofthradi.is Sími 1817 MEIRI HRAÐI Í BÚSTAÐINN MEIRI HRAÐI STÖÐUGRA SAMBAND INNLENT NIÐURHAL INNIFALIÐ Athugaðu hvort að þú getir fengið Lofthraða í bústaðinn þinn, kynntu þér málið á lofthradi.is Save the Children á Íslandi 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 4 -1 5 1 0 1 6 C 4 -1 3 D 4 1 6 C 4 -1 2 9 8 1 6 C 4 -1 1 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.