Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 4
Ómar Örn Magnússon tók við starfi aðstoðarskólastjóra Haga- skóla nú í haust. Hann hefur kennt til Hagaskóla síðan haust- ið 1998, aðallega samfélagsgrein- ar. Ómar var í leyfi frá skólan- um á síðasta ári. Ómar segir að hann hafi haft vissan áhuga á starfinu þegar honum var ljóst að það yrði laust, en geti ekki sagt að hann hafi fengið fjölda áskor- ana um að sækja um starfið, en vissulega nokkrar. Forveri hans í starfi aðstoðarskólastjóra hvarf til kennarastarfa við Laugalækj- arskóla. ,,Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt þennan stutta tíma sem ég hef verið aðstoðarskóla- stjóri hér, og mörg verkefni framundan sem verður gaman að takast á við. Þetta er það stór skóli að ég er ekki að kenna jafn- hliða þessu starfi, en jafnframt get ég sagt að ég er að sinna fjölskyld- unni minni fremur illa, þetta hefur verið það tímafrekt þessar fyrstu vikur,” segir Ómar Örn. Ómar segir að það hafi eiginlega verið alveg óvart að hann byjaði að kenna meðan hann var enn að nema sagnfræði við Háskóla Íslands. Hagaskóli var í göngufæri frá skólanum og heimili hans og honum baust stundakennsla með náminu sem hann þáði, og síð- an hafi hann verið innan veggja Hagaskóla. Hann segir að þegar hann var yngri hafi honum jafn- vel dottið í hug að verða kennari enda hafi hann haft mjög góða og skemmtilega kennara meðan hann var í grunnskóla, og reyndar einnig í menntaskóla, og þar hafi hann kannski séð ákveðnar fyrir- myndir í kennslunni. Ómar segir það einnig mjög skemmtilegt og áhugavert að margir af kennurum Hagaskóla séu fyrirverandi nem- endur skólans. - Ertu uppalinn hér í Vesturbæn- um? ,,Það er ég ekki, ég er uppalinn fyrst á Vestfjörðum, nánar tiltek- ið á Flateyri en síðan flytur fjöl- skyldan til Akureyrar, en þar búa foreldrar mínir í dag, Kristbjörg Magnadóttir en faðir minn heitir Magnús Benediktsson. Þar gekk ég í Menntaskólann á Akureyri en kom svo hingað til náms í sagn- fræði við Háskóla Íslands, og síðan hef ég búið hér í Vesturbænum og kann alveg prýðilega vel við mig, en ég býr hérna rétt hjá skólanum svo það er ekki langt að rölta í vinnuna, sem er mjög þægilegt.” Spilar á hljóðfæri og hef- ur gaman af íþróttum - Þegar þú ert ekki hér í skólan- um, áttu þér einhver önnur áhuga- mál sem þú sinnir? ,,Ég hef nú gert mjög fátt annað síðustu vikurnar en að starfa hér í skólanum til undirbúnings starfinu í vetur, og það er í besta lagi, enda hef ég mikinn áhuga á skóla- og menntamálum og samskiptum við unglinga. Ég spila á hljóðfæri, bæði píanó og harmonikku, þegar til þess gefst tími og hlusta mikið á tónlist en sem barn fór ég í tónlistaskóla. Ég hef einnig gaman af íþróttum og útivist, t.d. hjólreiðum. Við kennar- arnir hér við Hagaskóla stundum saman badminton tvisvar í viku og við munum halda því til streitu í vetur. Ég hef einnig mjög gaman af því að spila fótbolta sem ég stund- aði á unglingsárunum og allt fram yfir menntaskóla, og geri raunar enn þó ekki sé það í neinni alvöru keppni lengur. Síðast keppti ég með Þór á Akureyri þó ég sé KA- maður frá því ég átti heima á Akur- eyri, ég komst bara ekki í KA-liðið! Þar áður var ég að spila með æsku- félögum mínum á Flateyri.” Flestir en ekki allir KR-ingar Ómar segist stundum leyfa sér að setjast niður og horfa á fótbolta í sjónvarpinu en segir afar ódug- legur að fara á völlinn og horfa á íslensku deildarleikina, en fer þó stundum með börnin sín þangað, enda finnist honum það skylda sín að ala þau upp sem KR-inga ætli þau sér að verða alvöru vest- urbæingar. Ómar segir að þar sem hann sé uppalinn úti á landi og hafi aðeins búið í vesturbæ Reykja- víkur sl. 10 ár hafi hann sjálfur ekki nógu sterkar taugar til KR, en vissulega sé KR mjög stór þáttur í öllu félagslífi í vesturbænum, og mjög mikilvægur þáttur. Í Hagaskóla má eðlilega sjá marga krakka á göngum skólans með KR-trefla og húfur en meðan þar var dvalist einn morgun fyrir skömmu og m.a. rætt við Ómar sáust engin merki annara íþrótta- félaga í Reykjavík. Ómar segir að þar hafi verið krakkar sem hafi fylgst t.d. Val að málum og jafnvel æft með því félagi, t.d. krakkar úr Skerjafirðinum, en vissulega hafi þau ekki verið mörg. Þessir krakk- ar hafi verið mjög stoltir af því og oft hafi myndast mjög skemmti- legt andrúmsloft á göngum skól- ans. Svo eru einnig í skólanum krakkar sem stunda íþróttir með Gróttu, s.s. handbolta og fimleika og einnig í frjálsum íþróttum með ÍR inni í Laugardal. Það sé eðlilegt þar sem KR bjóði ekki upp á sum- ar þessar íþróttagreinar. Ný grunnskólalög og ný aðalnámskrá - Þú ert alinn upp vestur á fjörð- um og norður í landi og gekkst þar í skóla og hefur því góðan saman- burð. Er Hagaskóli mjög frábrugðin þeim skólum sem þú gekkst í þar? ,,Það er ekki víst, en Hagaskóli er að breytast mjög mikið eins og aðrir skólar í landinu og hefur ver- ið að breytast mjög mikið þessi 10 ár sem ég hef verið hér. Það ferli mun halda áfram enn um sinn. Nú erum við að vinna í breyttu umhverfi með ný grunnskólalög og nýja aðalnámskrá sem verið er að endurskoða. Þessu breytta umhverfi fylgja töluverðar breyt- ingar. Við erum að stíga að ég held farsæl skref að auknu foreldrasam- starfi, m.a. gegnum foreldraráð, sem leggur þeim auknar skyldur á herðar en segja má að helsta áhersla okkar í vetur sé samvinna. Það er verið að auka val nemenda mjög mikið og eitt af stóru mark- miðunum hér í Hagaskóla í vetur er að opna skólann, vinna meira út fyrir skólann og með þeim sem eru hérna í kringum okkur, bæði foreldrum og félagasamtökum, og því er lykilatriðið nú í þessu starfi okkar samvinna við þessa aðila, sem og stjórnmálamenn. Við þurfum að beita stjórnmála- menn ákveðnum þrýstingi því Hagaskóli þarf á auknu húsnæði að halda, ekki bara vegna þess að hann er orðinn hálfrar aldar gam- all heldur ekki síður vegna þess að starfsemin hér er orðinn mjög frábrugðin því sem hún var þegar skólinn var byggður, nýir tímar og nýjar kröfur krefjast meira húsrým- is, eða öðru vísi skipulags á því. Við vildum gjarnan sjá meiri starfsemi hér inni eins og félags- miðstöð, skátastarfsemi og tónlist- arskóla en ég tel að þessi starfsemi falli mjög vel að skólastarfinu.” - Gengur samstarfið við félagsmið- stöðina í Frostaskjóli, skátana og kirkjuna vel? ,,Samstarfið við félagsmið- stöðina og skátana gengur vel en þróunin er sú að kirkjan er minna sýnileg í öllu skólastarfi en hún var áður, og ég ætla ekki að leggja mat á hvort það sé heppi- legt, eða gott eða slæmt. Það hafa verið ábendingar um að skera á ákveðin tengsl við kirkjuna, enda eru ekki allir foreldrar hér kristn- ir. En ég tel að það sé sjálfsagt að benda á það góða starf sem er í kirkjunni enda hentar það mörg- um börnum örugglega afar vel. En kirkjan er ekki þáttur eða hluti af skólastarfinu hér, en auðvitað kynnir hún sína starfsemi hér rétt eins og t.d. skátarnir. Flestir krakkarnir í 8. bekk eru í ferming- arfræðslu, en það er alveg ótengt starfinu hér í Hagaskóla.” Nálgast nemendur sem jafningja Talið berst að aga í grunnskólum landsins í dag en allmargir, sérstak- leg utan skólanna, telja að hegðun og agi nemenda hafi breytst, jafn- vel að agi í skólum hafi versnað. ,,Ég er ungur maður og hef því ekki langt tímabil til þess að horfa til baka. Mín tilfinning er sú að aga- vandamál séu ekki meiri en þau voru hér áður fyrr, en þau eru klárlega öðru vísi enda samskipti barna og fullorðinna öðru vísi en þau voru áður og yfirborðsagi þekkist varla í dag, börn bera ekki lengur óttablandna virðingu fyrir fullorðnum, og þar með kennur- um. Í dag er virðing barna fyrir fullorðnum nokkur og eins virðing fullorðinna gagnvart börnum. Þan- nig verða samskipti þessara hópa almennt góð, og hér ganga sam- skipti skólastjórnenda, kennara og nemenda almennt vel og sem bet- ur fer er agavandamál í Hagaskóla ekkert sem við þurfum að eyða miklum tíma í. En auðvitað koma upp einhver atvik og auðvitað eru alltaf nokkrir nemendur, kannski 3 til 4, sem rekast illa í þessum stóra skóla sem telur um 530 nemend- ur. Á 530 manna vinnustað fullorð- inna koma örugglega upp áþekk samskiptavandamál öðru hverju. Við erum hér að ala upp og þroska börn og í dag nálgast kennarar nemendur mikla meira sem jafningja en áður var, og það getur verið vandasamt að finna þar ákveðið jafnvægi því það eru vissulega fullorðnir sem stjórna þessum skóla svo samskiptin geta stundum orðið vandasöm. Ég tek stundum starfið með mér heim, það er kannski óhjákvæmi- legt því við erum að vinna með lifandi fólk og með lifandi fólki og það getur stundum verið æði flók- ið og krefst mikillar hugsunar,” seg- ir Ómar Örn Magnússon, aðstoðar- skólastjóri Hagaskóla. 4 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2008 Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Hagaskóli þarf aukið rými vegna breyttrar starfsemi Mín tilfinnging er sú að agavandamál séu ekki meiri en þau voru hér áður fyrr, en þau eru klárlega öðru vísi enda samskipti barna og fullorðinna öðru vísi en þau voru áður og yfirborðsagi þekkist varla í dag, börn bera ekki lengur óttablandna virðingu fyrir full- orðnum, og þar með kennurum. Morgunmatur. Einn nemenda mataður af hafragraut af öðrum. Mjög margir nemendu borða hafragraut alla morgna og segja það góðan mat. Viltu vinna í þínu hverfi? Leikskólinn Sæborg, Starhaga 11, auglýsir eftir leikskólakennurum og/eða starfsfólki með aðra uppeldismenntun. Einnig er óskað eftir starfsfólki með menntun í listgreinum, s.s myndlist eða tónlist. Í Sæborg starfar samhent og metnaðarfullt starfsfólk með glöðum hópi barna. Þar er unnið metnaðarfullt þróunarstarf í anda hugmynda- fræði Reggio Emilia og hlaut leikskólinn nýlega styrk til að þróa ferilmöppur barna. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.saeborg.is Allar nánari upplýsingar veitir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri í símum 562-3664 og 693-9851, einnig á netfanginu saeborg@leikskolar.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Leikskólasvið

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.