Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10
Velkomin í messu Messurnar eru hátíð safnaða- rins. Alla sunnudaga ársins og á hátíðum er messað kl. 11. Barnastarf kirkjunnar er á sama tíma. Börnin eru með í upphafi messunnar en fara síðan í safn- aðarheimilið þar sem sunnuda- gaskólinn heldur áfram. Æ fleiri sækja messur og æ fleirum er boðið að taka þátt í undirbúningi og helgihaldi messunnar. Í vetur starfa messuhópar. Meðlimir þeirra munu aðstoða við útdeil- ingu sakramenta í messunni, lesa lestra, og undirbúa prédikun með þeim prestinum sem stígur í stólinn. Að starfa í messuhóp er ánægjulegt og fræðandi. Ef það kitlar gerðu svo vel að hafa sam- band við presta eða starfsfólk kirkjunnar. Ekkert gjald tekið meðan beðið er Viltu ná sambandi? Ekkert gjald meðan beðið er hjá Símanum og ekki heldur í kirkjunni. Kirkjan er ekki aðeins opin á sunnudögum heldur líka hvunndags. Ljós lifir á altari Neskirkju flesta daga og kallar til bæna. Í forkirkjunni eru ker fyrir bænaljós. Margir koma í kirkjuna til að kveikja á kertum og njóta kyrrðarstundar. Í hverri viku ársins er fyrir- bænamessa á miðvikudögum kl. 12.15. Messan tekur um 20 mínútur. Við upphaf er leikið á orgel og klukkum hringt. Síðan er sunginn sálmur, lesinn ritningar- texti og prestur flytur örhugvekju. Eftir fyrirbænir er altarisganga. Mörgum þykir gott að geta gengið í guðshús í miðri viku og þegið sakramenti. Að messu lokinn getur fólk fengið sér hressingu á Torginu, súpu og brauð, kaffi og meðlæti. Beiðni um fyrirbæn má koma til prestanna. Í kirkjuna er gott að koma, ekkert gjald er tekið meðan beðið er. Svo er sambandið gott, rofn- ar aldrei og flutningsgetan mikil! Allir velkomnir. Kór Neskirkju Kór Neskirkju er safnaðarkór undir stjórn Steingríms Þór- hallssonar, organista Neskirkju og hefur hann verið starfrækt-ur frá árinu 2003. Áður starfaði kirkjukór við Neskirkju undir stjórn Reynis Jónassonar í um 25 ár. Kór Neskirkju hefur tvö megin mark- mið. Það fyrra er að leiða safn- aðarsöng í messum og hið síðara er að takast á við allar tegundir tónlistar, frá dægurflugum að há- klassískum verkum, á vandaðan hátt og miðla því til fólks bæði við kirkjuathafnir og á tónleikum. Kórinn er samansettur af áhugasömum og söngelskum einstaklingum úr sókninni og fá meðlimir hans söngþjálfun innan vébanda kórsins. Snemma árs 2008 taldi hann um 40 einstak- linga, 24 konur og 16 karla. Reglulegar æfingar eru frá seinnihluta ágústmánaðar fram til fyrrihluta júnímánaðar. Æfingar eru á miðvikudagskvöldum frá kl. 19:30 til 21:30 og á laugardags- morgnum frá kl. 10:30 – 12:30. Á laugardagsmorgun eru ýmist radd-æfingar fyrir hluta kórsins í einu eða æfing fyrir allan kórinn. Að jafnaði er haldin ein æfinga- helgi að hausti (október) og önnur eftir áramót (febrúar). Sú hefð hefur skapast að fara með æfingahelgina eftir áramót út úr bænum. Kór Neskirkju er áhugaman- nakór en frá stofnun hans hefur hann stöðugt vaxið og þroskast og verður verkefnaskrá hans sífellt metnaðarfyllri eins og sjá má á aðaltónleikum kórsins. Ertu nýbúin/n að eignast barn? Á miðvikudagsmorgnum kl. 10- 12 eru oft barnavagnar í röðum undir kirkjuveggnum. Í nýja saf- naðarheimilinu eru dýnur og þar hjala ungbörn. Aðallega mömmur hafa sótt foreldramorgna en pabb- ar eru bæði velkomnir og vinsælir. Ert þú með ungbarn á heimilinu? Hvernig væri að koma og blanda geði við foreldra sem eru í sömu sporum og njóta fræðslu og sam- ræðna? Litli kórinn Kórstarfið er ætlað hressu fólki á aldrinum 60 ára eldri. Æfing- ar verða í safnaðarheimili kirk- junnar á mánudögum kl. 14.00. Kórinn syngur í nokkrum mess- um eða kirkjunni í vetur og mun koma fram á ýmsum samkomum eldri borgara á höfuðborgargar- svæðinu. Verkefni kórsins eru bæði sálmar og veraldleg lög. Stjórnandi er Inga J. Backman og undirleikari er Reynir Jónasson. Þau sem hafa áhuga á að syngja í kórnum hringi í stjórnandann í síma 552-2032. Kaffitorgið Kaffihúsið í nýja safnaðarheim- ilinu er nú opið virka daga frá 9 til 16. Heitir réttir í hádeginu. Það er gott að koma á kaffitorgið í Neskirkju til að fara í hvarf um stund. Einnig er hægt að taka með fartölvuna og vafra á vefnum. Sjálfboðaliðar velkomnir Á annað hundrað manns legg- ur Neskirkju lið í sjálfboðavinnu. Því fleiri því ánægjulegra. Kirkj- an er stórt heimili og nýtur fjöl- breytninnar. Langar þig til að leg- gja Neskirkju lið, vera í góðum hópi og gera gagn? Kirkjustarfið í Neskirkju er að aukast og vex þegar margir rétta hjálparhendur sínar. Störfin eru með ýmsu móti. Sumir vilja útdeila sálmabókum, aðrir raða stólum í safnaðarheim- ili. Ein vill gjarnan sinna garðvin- nu á kirkjulóðinni, annar starfa í kór, önnur leggja til blóm á altarið eða hjálpa til við barnastarfið í miðri viku. Er eitthvað sem þú gætir hugsað þér að gera fyrir kirkjuna þína eða fólkið í sóknin- ni? Störf við allra hæfi, líka þeirra sem eru á unglingsaldri. Hafðu samband og ræddu við starfsfólk kirkjunnar. Upplýsingar Neskirkja er við Hagatorg. Sími 5111560. Skrifstofan er opin frá kl. 10-16 virka daga. Netfang: neskirkja@neskirkja.is Vefföng og upplýsingar: www.neskirkja.is 10 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2008 Vetrarstarf Neskirkju Jesús var mikill veislmaður en hvers konar mat borðaði hann? Hvernig voru veislur Jakobs og Ísaks eða kónganna Davíðs, Salómons eða Heródesar? Vitum við eitthvað um þennan mat? Já, Biblían er matarmikið bókasafn og í flestum köflum er eitthvað vikið að mat, borð- haldi eða fæðutengdum efnum. Rannsóknir á Biblíunni, fornleif- um og könnun heimilda frá þess- um tíma hefur fært okkur nokk- uð glögga hugmynd um mat, hráefni og matargerð. Þetta er skemmtilegt efni og ánægjuauki að bragða á þessum kosti. Neskirkja er hús veislunnar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Ólafía Björnsdóttir, matráður Neskirkju, munu elda biblíumat á fimmtudögum frá og með 16. október og fram eftir nóvember. Kynning á rétti dagsins, matar- hefðum og matarmerkingu Biblíunnar hefst upp úr kl. 12 á Torginu í Safnaðarheimilinu. Síðan verður maturinn borinn fram. Biblíumatur er hollur og heil- sufæði nútímans líkist hinum biblíulega kosti. Maturinn er gjarnan trefjaríkur, dýrafita er lítið notuð en ávextir mikið. Hvítur sykur var ekki til meðal almennings á Biblíutímum. Sætuefni kom efni úr ávöxtum og hunangi. Fræðin hafa opin- bera að biblíufólk hefur jafnan ekki borðað einhæfara fæði en flest okkar nútímafólks. Réttirnir verða þessir: Fimmtudaginn 16. október, kl. 12: Kjúklingaréttur Maríu móður Jesú. Fimmtudaginn 23. október, kl. 12: Freisting Ísaks. Fíkjulamb Rebekku og Jakobs. Fimmtudaginn 30. október, kl. 12: Kúmmínfiskur Símonar Péturs. Fimmtudaginn 6. nóvember, kl. 12: Heródesarfugl Fimmtudaginn 13. nóvember, kl. 12: Týnda syninum fagnað. Allir fá svo uppskriftina með sér til að gleðja fólkið heima. Trúarleg gæði eru fyrir alla og alls staðar. Veislan í kirkjunni getur því og má halda áfram heima. Allir velkomnir í Biblíu- mat Neskirkju. Biblíumatur Merk nýung varð í sögu Nes- safnaðar í s.l. haust. Þá tóku til starfa messuhópar sem ætlað er að þjóna við messur safnað- arins. Byltingin í messuhaldi varð fyrir löngu í Neskirkju varðandi þátttöku leikmanna. Nú er hún staðfest með formlegum þjónustu- hópum. Enn má bæta í hópana, þeir eru ekki fullskipaðir. Þau sem hafa áhuga á sjálboðaliðastarfi af þessu tagi eru velkomin til starfa. Leikmennirnir axla æ meiri áby- rgð í nútímakirkju. Það eru ekki bara prestur, organisti, meðhjálp- ari og kór, sem þjóna við messur Neskirkju heldur stækkandi hópur sjálfboðaliða sem njóta guðsþjón- ustulífsins, meta það mikils og sjá gildi í að þjóna í messunni og gleð- jast í Torgsamfélaginu eftir messu. Hvað gera messuhópar og hvert er hlutverk þeirra? Messuþjónarnir, þ.e. meðlimir hópanna, undirbúa messugerði- na, taka á móti þeim sem sækja kirkju, lesa lexíu og pistil, biðja kirkjubæn fyrir hönd safnaðar, útdeila með prestunum og undir- búa prédikun með prestinum með því að ræða prédikunartextann í vikunni á undan þjónustuhelginni. Aukin þjónusta leikmanna rýrir ekki starf presta. Sem fyrr stýra prestarnir helgi- haldi og prédika í messunum. En messa er mál safnaðar. Þjóðkirk- ja Íslands starfar í anda hinnar evangelísklútersku hefðar og leggur áherslu á að allir kristnir menn hafi jöfnum hlutverkum að gegna í kristnilífinu þó kirkjuleg hlutverk séu ólík. Að messuhópar skuli nú stofnaðir er eðlileg tjáning á, að kirkjan er okkar, messan er og á að vera samfélag. Tákn starfa kirkjunnar er hringur en ekki stigi! Messuhópar eru stórkostlegt dýr- mæti í kirkjustarfi. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur presta að fá að vinna með svona gjafmildu fólki. Kirkja er fjölskylda og allir hafa hlutverk www.neskirkja.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.