Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 19

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 19
19VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2008 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 KR-ingar urðu bikarmeistarar í VISA-bikarkeppni kvenna er þær lögðu Val 4-0 í úrslitaleiknum sl. laugardag. Þetta er stærsti sigur KR á Val í bikarkeppni kvenna. KR hefur leikið 62 bikarleiki, unn- ið 37, tapað 22, gert 3 jafntefli og skorað 201 mark gegn 85. KR hef- ur þrisvar áður orðið bikarmeist- ari. Árið 1999 unnu þær Breiðablik í úrslitum 3-1, unnu Val árið 2002 með 4-3, árið 2007 unnu þær Kefla- vík 3-0 og nú Val 4-0. Jafnoft, eða 4 sinnum, hafa þær tapað bikarúr- slitaleik.Hólmfríður Magnúsdóttir hélt upp á 24. afmælisdag sinn með þrennu í úrslitaleik VISA-bik- arkeppninnar en Hrefna Jóhannes- dóttir skoraði fjórða markið. Hólmfríður skoraði þrjú áþekk mörk í leiknum, eitt í fyrri hálfleik og tvö í seinni hálfleik. Hún komst inn í vítateiginn vinstra megin og renndi boltanum framhjá mark- verðinum. Hólmfríður sýndi í þess- um leik að hún verðskuldaði full- komlega valið í fyrra sem leikmað- ur ársins í Landsbankadeild kven- na. Hrefna skoraði fjórða markið skömmu fyrir leikslok þegar hún sendi boltann yfir markvörðinn með skoti úr miðjum vítateig. KR-liðið átti frábæran dag og gaf Valsstúlkum nánast engin færi. ,,Þetta er bara toppurinn á tíma- bilinu. Það er frábært að vinna í dag og við áttum klárlega allar góðan leik í dag. Við mættum vel stemmdar í leikinn en það er dags- formið sem ræður þessu og það féll okkar megin í dag,” sagði Hólm- fríður Magnúsdóttir, kampakátt afmælisbarn í leikslok. Fimm KR-ingar voru liði umferða 13 – 18 í Landsbankadeild kvenna, þar af tvær í úrvalsliði umferð- anna í öll þrjú skiptin. Þetta voru tengiliðirnir Edda Garðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir en í liði umferða 13 – 18 voru auk þeirra úr KR þær María B. Ágústs- dóttir markvörður og Guðrún Sól- ey Gunnarsdóttir varnarmaður. Gareth O’Sullivan þjálfar KR meistaraflokk kvenna Gareth O’Sullivan hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks og 2. flokks kvenna hjá KR. Hann tek- ur við þjálfun meistaraflokksins af Helenu Ólafsdóttur, sem hefur þjálfað KR undanfarið þrjú og hálft ár en hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun, og þjálfun 2. flokks af Eddu Garðarsdóttur sem tók við þjálfun flokksins í vor. Gareth O’Sullivan hefur undan- farin tvö ár þjálfað Aftureldingu með mjög góðum árangri. Félagið varð í 6. sæti Landsbankadeildar- innar í sumar sem er besti árang- ur Aftureldingar. O’Sullivan verður fyrsti erlendi þjálfari mfl. kvenna hjá KR. KR bikarmeistari kvenna annað árið í röð KR-ingar á uppskeruhátíðinni. KR tók Breiðablik í bakaríið á KR-velli í úrslitaleik Íslandsmóts 3. flokks kvenna en úrslitin urðu 7-1. Katrín Ásbjörnsdóttir gerði 3 mörk, Selja Ósk Snorradóttir 2 og Særún Rafnsdóttir 1 en eitt var sjálfsmark. KR-ingar komust yfir á 20. mín. er Selja komst inn- fyrir hægri bakvörð Blikanna og sendir boltann fyrir. Katrín náði að koma boltanum í markið. Selja skoraði tvisvar á fimm mínútum, í bæði skiptin náði hún frákastinu eftir mark- skot Katrínar. Særún skoraði fjórða markið með viðstöðulausu skoti úr miðjum vítateig eftir auka- spyrnu Freyju og á lokamínútunni skoraði Katrín með langskoti. Blikar skoruðu strax í byrjun seinni hálfleiks en Katrín svar- aði því með sjötta markinu. Hún komst ein gegn markverði Breiða- bliks og renndi boltanum í hægra hornið. Sjöunda markið kom svo eftir aukaspyrnu Freyju. Boltinn stefndi til Katrínar en einn varn- armaður Blika varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark. KR varð þar með Íslandsmeist- ari í 3. flokki kvenna í sjötta sinn og í fyrsta sinn síðan 1999. KR- liðið er einstaklega vel mannað. Þetta er nánast sama liðið og spilaði til úrslita í fyrra og þá var ljóst að þetta er óvenju efnilegur hópur. Mjög margir leikmenn eru augljóslega efni í meistaraflokks- leikmenn. KR Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna Hópurinn fór til Danmerkur í sumar. Myndin er tekin fyrir síðasta leik liðsins fyrir Danmerkurferðina. KR og Valur áttust við í síð- asta leik Reykjavíkurmótsins í körfuknattleik kvenna fyrir helgi en auk þeirra tóku þátt í mótinu Ármann og Fjölnir. Staðan fyrir leikinn var sú að KR hafði unnið 2 leiki en Val- ur einn leik og þurfti Valur að vinna með 15 stigum eða meira til að verða Reykjavíkur- meistarar. Eftir jafnan og spennnandi leik hafði KR eins stigs sigur þar sem úrslitin réðust í blálokin og eru KR stúlkur því Reykjavíkur- meistarar 2008. Íslandsmótið, Iceland Express deild kvenna hefst 15. október nk. en þá leika KR-konur gegn Grindavík í Grindavík. Laugar- daginn 18. október taka svo KR- ingar á móti Hamri í Frostaskjól- inu. Í Poweradebikar kvenna leikur KR í Frostaskjólinu (eða DHL-höllinni) gegn Fjölni næsta sunnudag kl. 17.00, undanúrslit verða í Laugardalshöll 2. októ- ber og úrslit á sama velli 5. októ- ber. KR Reykjavíkurmeistari í körfuknattleik kvenna Knattspyrnudeild KR stóð fyrir glæsilegri uppskeruhátíð yngri flokka félagsins sl. laugardag. Veitt voru verðlaun fyrir frammi- stöðu sumarsins og síðan var sest að glæsilegu kökuhlaðborði. Leikmenn meistaraflokks KR voru einnig á staðnum en síðan fór stærsti hluti þeirra sem þarna voru inn á Laugardalsvöll til að fylgjast með sigri KR á Val í bikar- keppni kvenna. Fjölmenni á uppskeru- hátíð yngri flokka KR VISA-bikarmeistarar kvenna 2008, KR. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrennu í úrslitaleiknum á 24. afmæl- isdegi sínum og segir þennan afmælisdag þann eftirminnanlegasta og sigurinn og mörkin bestu afmælisgjöfina. Mættu að sjálfsögðu allir í KR-búning. Bræðurnir Óskar Tumi, 7 mán- aða, Benedikt Snær 4 ára sem jafnframt er í 8. fl. KR, og Sigmundur Nói sem er í 7. fl., voru mættir á uppskeruhátíðina. www.kr.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.