Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 8
“Ég er ekki innfæddur Vestur- bæingur en ég geri mitt besta til þess að ná Vesturbæjartakt- inum,” sagði Vala Ingimarsdótt- ir, formaður hverfisráðs Vestur- bæjar þegar Vesturbæjarblaðið ræddi við hana á dögunum. Vala er fædd og uppalin í Reykjavík. Alin upp á Flókagötunni en ætt- ir hennar teygja sig allt til Þórs- hafnar á Langanesi þar sem föðuramma hennar Oddný Ingi- marsdóttir fyrrum athafnakona og verslunareigandi var fædd og uppalinn á Þórshöfn. Föðurafi Völu hét Jóhann Friðriksson frá Efri-hólum í Þingeyjasýslu, oft kenndur við Kápuna. Faðir Völu er Ingimar Jóhanns- son, skrifstofustjóri hjá Sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Móðurættin er sunnlenskari. Móð- ir hennar er Lillý Valgerður Odds- dóttir Ólafssonar læknis, systir Davíðs Oddssonar. Móðuramma Völu er Ólöf Runólfsdóttir píanó- leikari. “Ég er því aðfluttur Vestur- bæingur ef þannig má komast að orði,” segir Vala. Maðurinn minn og hans fólk eru Vesturbæingar í húð og hár og börnin okkar inn- fæddir Vesturbæingar.” Eiginmað- ur Völu er Bjarni Þórður Bjarna- son, verkfræðingur og eiga þau tvö börn, dóttur sem er að verða sex ára og eins árs gamlan son. Fjölskyldan býr nú á á Melunum. Borgarhluti sögu og menningar “Ef ég á að lýsa því hvað mér finnst sérstakt við Vesturbæinn miðað við mitt gamla hverfi þá vil ég koma að því hversu mikil saga og menning er að baki þessa borg- arhluta. Margir Vesturbæingar líta á hann eins og fólk sem á uppruna sinn í sveitum lítur gjarnan á sveit- ina sína.” Vala og Bjarni bjuggu í Skjólunum þegar þau áttu áttu von á dóttur sinni og fóru þá að leita sér að stærra húsnæði. “Við leituðum í hálft ár í Vesturbæn- um en fundum ekki húsnæði. Á endanum keyptum við góða hæð í Safamýri. Við fluttum þangað og bjuggum þar í um þrjú ár. Okkur líkaði vel í Safamýrinni. Þetta var ekki langt frá mínum gömlu heim- kynnum en manninum mínum fannst hann kominn helst til langt frá æskuslóðunum. Hann var í hálf- gerðum átthagafjötrum þannig að við fórum að leita í Vesturbænum og fundum að lokum hús á Mel- unum. Þegar ég var komin aftur í Vesturbæinn fór ég að skynja þessa sérstöku Vesturbæjarmenn- ingu betur. Þetta er einskonar þorpsmenning þar sem nálægðin á milli fólks skiptir miklu máli og tengslanetið er þétt. Það er líka ákveðin nálægð við þjónustuna. Vesturbærinn á sinn kaupmann á horninu sem er Melabúðin hjá mér en fleiri svipaðar verslanir finnast í hverfinu.” “Er þetta í reikning?” Vala segir reynslusögu úr Mela- búðinni þessu til skýringar og stuðnings. “Ég var að kaupa inn þar um daginn og þegar kom að mér í röðinni við kassann spurði stúlkan hvort þetta væri í reikn- ing. Þá skynjaði ég að gamla fyr- irkomulagið þar sem fólk tók út í mánaðarreikning í hverfisbúðinni sinni var enn í fullu gildi í Vestur- bænum. Fyrirkomulag sem bygg- ist á kynnum og trausti á milli kaupmannsins og viðskiptavinar- ins og á sér rætur í þorpsmenn- ingu fyrri tíma.” Vala segir ljóst að fólk velji að búa í Vesturbænum. Það taki hann fram yfir aðra staði í borginni eða í nágrannasveitar- félögunum. Að sumu leyti byggist þetta á arfleifð. Að fólk sem lifað hafi uppvöxt sinn og æsku þar geti ekki hugsað sér að búa ann- arsstaðar. Vesturbærinn sé einnig aðlaðandi fyrir fólk fyrir annarra hluta sakir. Hún bendir á nálægð- ina við fjöruna og einnig við Mið- borgina. “Ég geng mikið og það er gaman að ganga eftir Ægisíðunni og það er líka frábært að eiga þess kost að geta gengið niður í mið- borgina. Svo er það sagan. Fólk talar um að margir þekktir einstak- lingar hafi búið í Vesturbænum. Að þessi og hinn ráðherrann hafi búið þar. Þekktir stjórnmálamenn og háskólakennarar bjuggu t.d. við Oddagötuna og Aragötuna. Í leikarablokkinni á Fálkagötunni bjuggu margir þekktir leikarar og listamenn, þar á meðal Halldór Laxness, rithöfundur sem bjó þar að hluta eða átti sér borgarskjól þar þegar hann kom úr sveitinni. Íbúasamsetningin var og er mjög blönduð og gefur borgarhlutan- um lit. Svo er þessi nálægð, saga og menning sem mér finnst svo einkennandi fyrir Vesturbæinn. Hvort sem fólk er uppalið þar eða aðflutt þá er svo auðvelt að aðlag- ast þessu nágrenni.” Verkefni okkar er að koma hugmyndum og óskum Vesturbæinga í framkvæmd Talinu víkur að borgarmálun- um því að Vala er nýbúin að taka að sér formennsku í hverfisráði þessa gróna borgarhluta. “Ég kom fyrst sem varamaður inn í hverf- isráðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var síðan beðin um að taka for- mennskuna að mér. Ég finn að það er mikill kraftur í fólki og áhugi á að hlúa eins vel að borginni og unnt er. Verkefni okkar í hverfis- ráðinu er ekki eingöngu að bíða eftir því að fá erindi úr Ráðhúsinu eða annarsstaðar úr borgarkerf- inu til þess að vinna úr heldur ein- nig og ekkert síður að koma með hugmyndir um hvað sé hægt að gera til þess að fegra hverfið og bæta mannlífið. Eitt af hlutverk- um hverfisráðsins er að koma til móts við hugmyndir og þarfir íbú- anna. Það er nauðsynlegt að auka öryggi á öllum sviðum og við vilj- um að fólk komi til okkar og láti okkur vita um hvað því finnst að þurfi að gera. Fólk gerir það ein- faldlega með að hafa samband við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar við Hjarðarhaga. Einnig er hverfisráð- ið með fasta viðtalstíma einu sinni í mánuði. Við erum að vinna að ýmsum verkefnum og ég get nefnt sem mjög ánægjulegt dæmi að nú á að fara að hækka hitastigið í barnalaug Vesturbæjarlaugar en fólk hefur kvartað undan því að hún væri alls ekki nægilega heit. Ætlunin er að byrja á því strax eft- ir áramótin og ég vona svo sann- arlega að fólk kunni að meta það vegna þess að hálfköld sundlaug er auðvitað hvimleið og þá ekki síst í vetrarkuldunum.” Fólk skynjar kostina með tíð og tíma “Annað mál sem við höfum unn- ið að er úti við Bauganes í Skerja- firði. Þar er opið svæði sem er skilgreint sem útivistar- og leik- svæði í skipulagi. Þar er leikvöllur og íbúar í Skerjafirði óskuðu eftir því að sett yrðu upp mörk fyrir börnin svo þau gætu spilað meðal annars fótbolta. Mörkin voru sett upp og einnig var haldin íbúahá- tíð í Skerjafirðinum. Ég get sagt fyr- ir sjálfa mig að ef ég byggi þarna þá teldi ég það mikil forréttindi að geta horft á börnin mín þegar þau eru úti að leika sér í fótbolta á hluta af svæðinu eða í öðrum leikj- um. Að geta fylgst með og notið þess að horfa á hvað þau eru að gera og vita að þau þurfi ekki að fara yfir hættulegar umferðargöt- ur eins og sumstaðar í Vesturbæn- um eru forréttindi. En það er með þetta eins og annað að þrátt fyrir ýmsa augljósa kosti þá er fólk ekki alltaf sammála um svona hluti. Það sér bæði kosti og galla sem byggist oft á hver nánd þess er við þessa hluti. En með tíð og tíma þá skynjar fólk oftast kostina frem- ur en gallana og verður sátt þótt svo að einhverjar háværar raddir heyrist meðan á framkvæmdum stendur.” Öryggismyndavélar við Melaskóla Vala nefnir annað skemmti- legt verkefni sem komið hafi inn á borð hverfisráðsins. “Það kom frá skólastjóra Melaskóla og snýr að því að hverfisráðið legði fram styrk til að koma eftirlitsmyndavél- um fyrir við skólann. Okkur fannst þetta spennandi verkefni að fást við. Það er nauðsynlegt að hafa eftirlit með svæðinu. Það eykur öryggi barnanna og veitir forvörn gegn einelti. Ef börnin vita að ver- ið sé að fylgjast með þeim þá hika þau við að sparka í einhvern eða eyðileggja hjól fyrir öðrum. Ég get upplýst það hér og nú að þegar er hafin vinna við að setja þessar vélar upp og þær verða teknar í notkun í næsta mánuði. Ég er sannfærð um að þær eiga eftir að gera gagn og sanna gildi sitt fyr- ir börn og aðra íbúa hér í Vestur- bænum.” Vala getur þess að ung- mennaráð Vesturbæjar hafi beint því til borgaryfirvalda fyrir nok- kru að settir yrðu upp speglar við hjólreiðastíginn við dælustöðina í Skerjafirðinum. “Ég fór að skoða þetta mál og hafði í framhaldi af því samband við sviðsstjóra framkvæmdasviðs og nú er búið að setja þessa spegla upp. Menn eru mjög jákvæðir um að koma hlutum sem þessum í lag og viss keppnisandi er ríkjandi hjá starfs- mönnum Reykjavíkurborgar í að láta verkin tala. Mér finnst eins og Vesturbærinn hafi orðið svolít- ið útundan á umliðnum árum. Ég heyri Vesturbæinga ræða um það sín á milli að nú sé farið að huga meira að ýmsum þörfum fram- kvæmdamálum í Vesturbænum.” Vala segir ákveðna vakningu hafa orðið um að snyrta umhverfið og hún teygi anga sína til borgaryfir- valda jafnt sem íbúanna. Hún seg- ir að hverfisráðið hafi komið upp blómakerjum á nokkrum stöðum í Vesturbænum. Það framtak hafi mælst mjög vel fyrir og nú þegar hafi komið fram óskir frá íbúum um að þessum blómakerjum verði fjölgað.” Nágrannavarsla á döfinni Nú stendur fyrir dyrum að hefja ákveðið tilraunaverkefni varð- andi öryggismál í Vesturbænum. Þetta verkefni snýr að innbrotum og byggist á hugmyndafræðinni um nágrannavörslu. Vala segir að þegar hafi verið haft samband við afbrotafræðing sem verði innan handar við að velja tiltekna hverf- ishluta sem að hans mati bjóði upp á aðstæður til þess að reyna þetta. “Þetta hefur verið gert í Breiðholtinu með góðum árangri og þótt við setjum traust á öryggis- fyrirtæki og starfsfólk þeirra sem sinna starfi sínu af kostgæfni þá hefur nágrannavarslan gengið vel þar sem hún hefur verið reynd. Ég fór á fund í Breiðholtinu til þess að kynna mér þetta verkefni. Það var vel mætt á fundinn og mér fannst þetta einkar áhugavert eft- ir að hafa hitt íbúa Breiðholts og fengið að heyra af reynslu þeirra. Ég held líka að svona verkefni verði þess valdandi að fólk hittist meira og minni hætta verði á ein- angrun. Svona verkefni geta hugs- anlega leitt til þess að fólk efnir til einhverra samkoma í götunum sínum, til dæmis halda grillveislu á sumrin eða gerir eitthvað annað skemmtilegt saman. En hvað sem því líður þá hefur þetta fyrst og fremst forvarnargildi. Af öðrum brýnum verkefnum sem búið er að taka ákvörðun um að gera er að auka öryggi við gangbrautar- ljósin á mótum Neshaga og Hofs- vallagötu sem og á fleiri gatnamót- um þar sem gangbrautarljós eru hættulega nálægt gatnamótum, girða skólalóð Melaskólans betur af til að ekki verði hægt að aka bíl- um inn á lóðina og huga að félags- lega einangruðum börnum.” Nauðsyn að samræma vinnudag Þetta leiðir hugann að fjölskyldu- málunum og öðrum brýnum verk- efnum sem snerta fjölskylduna. Vala nefnir í því sambandi lækkun gjalda á fyrsta skólastiginu. Þegar hefur verið ákveðið að lækka leik- skólagjöld um 25 af hundraði og sameina gjöld þar sem um fleiri en eitt barn er að ræða í eitt fjöl- skyldugjald. “Það verður að efna til viðræðna við ríksivaldið um leiðir til þess að unnt verði að lækka þennan kostnað heimilanna meira auk þess að brúa bilið frá þeim tíma að fæðingarorlofi lýkur þar til leikskólatíminn hefst. Við verðum líka að hefja undirbúning að stofnun smábarnadeilda við að minnsta kosti einn leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Við viljum líka koma á frístundakorti til allra barna í framhaldi af við- ræðum við íþróttafélög og önnur félagasamtök um tilhögun þess og nú er komin fram tillaga um fram- kvæmdaáætlun um samræmingu skóla- og tómstundastarfs þar sem miðað er að því að samræma vinnudag barna og aðlaga hann að starfsdegi hinna fullorðnu. Með því er verið að stuðla að samein- ingu fjölskyldunnar þann tíma sól- arhringsins sem er fyrir utan hefð- bundinn vinnutíma og með slíkri samræmingu á einnig að vera hægt að draga úr umferð, létta á umferðamannvirkjum og draga úr mengun af völdum bílaumferðar. Í þessu efni er ég ekki að tala um Vesturbæinn sérstaklega heldur höfuðborgina alla út frá málefna- áherslum nýs meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur.” Að skrásetja merkilega sögustaði “Við getum endalaust talið upp verkefni sem þörf er á að sinna. Þess vegna verðum við að for- gangsraða verkefnum. Við slíka röðum verður þó að hafa hugfast þau markmið að bæta umhverfi fólks og skilyrði þess til búsetu. Menningarmálin koma þar við sögu jafnt sem annað.” Vala segir áhersluþættina í menningarstefnu Vesturbæjar eiga að tengjast umhverfinu við sjóinn og útivist. “Við þurfum að bæta og styrkja göngu- og hjólreiðastíga og þá einkum við sjávarsíðuna og einnig í tengslum við tengingu Vesturbæj- ar og Miðborgar. Ég vil líka láta skrásetja alla merkilega sögustaði í Vesturbænum til upplýsingar og ánægju fyrir íbúana þótt ég geri mér fulla grein fyrir að þar sé um langtímaverkefni að ræða. Mér finnst nauðsynlegt að Vesturbæ- ingar leggi áherslu á það sem ein- kennir og er sérstakt við þennan borgarhluta. Við erum með ýms- ar öflugar stofnanir í Vesturbæn- um. Háskóli Íslands er trúlega sú stærsta en hér eru líka stofnanir á borð við Þjóðminjasafnið, Þjóð- arbókhlöðuna, Sjóminjasafnið, Myndlistarskólann í Reykjavík og Elliheimilið Grund. Hér eru líka ýmsar merkilegar minjar. Reyni- staður í Skerjafirði er með elstu húsum í Reykjavík. Grásleppuskúr- arnir við Ægisíðuna eiga sér merki- lega sögu og úti á Granda sem er eitt merkilegasta kaffihúsið í Reykjavík. Kaffihús með mikinn sjarma við höfnina og tengt langri sögu okkar sem fiskiþjóðar. Við höfum af nógu að taka. Við eigum margt í Vesturbænum en aldrei verður svo að ekki megi bæta.” 8 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2008 Aldrei verður svo að ekki megi bæta Vala Ingimarsdóttir með börnin sín tvö þau Bryndísi Líf og Ingimar Stefán. Bjarni Þórður ekki á landinu þegar myndin var tekin.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.