Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 7

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 7
Ný grunnskólalög hafa gilt frá því í frá júlí 2008 og fyrir skömmu var haldinn kynning- ar - og umræðufundur í Haga- skóla þar sem rædd var stefna Reykjavíkur í skólamálum og hafði Kjartan Magnússon for - maður menntaráðs Reykjavík- ur framsögu um málið. Kynnt var niðurstaða könnunar meðal foreldra um skólastarf í Vestur- bæ, áherslur í skólastarfi í Vest- urbæ 2008 – 2009 og starfsemi Þjónustumiðstöðvar Vesturbæj- ar rædd. Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri Reykjavíkur sagði tilgang fundanna vera að kynna stefnu og útfærslu í skólamálum en ekki síst að eiga rökræður við foreldra grunnskólabarna. Fræðslustjóri kynnti meginat- riði nýrra grunnskólalaga. Í máli hans kom fram að nokkuð þyrfti að bæta í í skólamálum til að ná sambærilegum árangri og þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við. Meðal nýmæla er að gerður er greinarmunur á skóla- námskrá, sem er nánari útfærsla á aðalnámskrá og starfsáætlun sem er praktísk útfærsla og tilhögun skólastarfs frá ári til árs.Varðandi mat og eftirlit með gæðum skóla- starfs er nú annars vegar um að ræða sjálfsmat skóla og ytra mat ríkis og sveitarfélaga. Áhersla er á sveigjanlegt náms- fyrirkomulag í grunnskóla og samfellu innan skólans sem og milli skólastiga með möguleika á að hefja nám fyrir 6 ára aldur og ljúka því á skemmri tíma en 10 árum að uppfylltum skilyrð- um um námskröfur. Ekki er gert ráð fyrir lengri tíma en 10 árum í grunnskóla. Horfið frá samræmdum prófum Samkvæmt nýjum lögum verð- ur horfið frá samræmdum prófum í núverandi mynd við lok grunn- skóla. Í stað þeirra verða lögð fyrir rafræn könnunarpróf í fyrri hluta 10. bekkjar í íslensku, stærð- fræði og ensku. Sýnt þykir að kennsla fyrir próf skilar sér ekki. Skýrari ákvæði eru en áður um réttindi og skyldur foreldra grunn- skólabarna og hárfín lína milli vel- ferðar- og skólaþjónustu hvetur foreldra til að kynna sér málin. Sérfræðiþjónustu skóla ber enn frekar að aðlaga þörfum barna og aukin áhersla er á að þjónustan fari fram á vinnustað barnanna. Stjórnunarhlutverk skólastjóra er mun skýrara en áður og ekki lengur ákvæði í lögum um ráðn- ingu aðstoðarskólastjóra. Skóla- ráð er nýbreytni og kemur í stað foreldraráðs og kennararáðs sem samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Kjartan Magnússon sagði að framundan væri stórátak í Vest- urbæ. Þar er m.a. um að ræða viðbyggingu við Vesturbæjarskóla sem á að vera lokið 2010 og mun rúma húsnæði fyrir frístunda- heimili auk kennslustofa fyrir tónlist og náttúrufæði. Frágangur lóðar mun m.a. rúma sparkvöll með gervigrasi og körfuboltavöll. Áætlanir eru um fleiri útivistar- svæði s.s. gervigrasvöll við gamla stýrimannaskólann, sparkvöll í Skerjafirði og körfuboltavöll með tartanundirlagi hugsanlega við Hagaskóla. Í Grandaskóla eru í athugun breytingar á mötuneyti. Í Melaskóla er verið að ljúka breyt- ingum á mötuneyti og kennslueld- húsi. Í Vesturbæjarlaug eru áform um innilaug til sundkennslu auk líkamsræktarstöðvar. Á skíða- svæðinu í Skálafelli eru áform um vélar til snjógerðar, sem myndi lengja skíðatímabil. Formaður menntaráðs nefndi umferðaröryggi í Vesturbæ, eink- um hraða umferð m.a. um Nes- veg. Þar væri þörf aðgerða. Einnig yrðu að öllum líkindum sett upp gangbrautarljós við Hofsvalla- götu. Áherslur í skólastarfi í Vesturbæ Fræðslustjóri fór yfir helstu áherslur grunnskóla í Vesturbæ næsta skólaár. Í Grandaskóla er áhersla á líðan og jákvæð viðhorf ásamt markvissu starfi gegn ein- elti. Í Hagaskóla er m.a. áhersla á aukin foreldrasamskipti og breytt námsmat. Í Melaskóla eru hollusta og hreyfing í fyrirrúmi ásamt stór- átaki í upplýsinga og tæknimennt. Í Vesturbæjarskóla er aukin áher- sla á tónmenntakennslu, nýja kennsluhætti í ritun og kennslu og móttöku nýbúa. Foreldri spurði á fundinum hvort hugmyndir séu um að borgin greiði strætókort fyrir grunnskólanemendur. Í svari Kjartans Magnússonar kom fram að engar samþykktir liggi fyrir um slíkt en ýmsar hugmyndir á lofti. 7VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2008 Ný grunnskólalög rædd í Hagaskóla Kjartan Magnússon ræðir um framtíðarsýn í skólamálum. Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður Nýr matseðill Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat. Brunch í hádeginu á sunnudögum Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára. P IP A R • S ÍA • 70765 AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.