Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 16

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 16
16 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2008 borgarblod.is Hvað skiptir mestu í lífinu, hvert er æðsta og mikilvægasta verkefnið? Lífið er flókið en það er um leið svo einfalt að barnið skilur það. Hvernig rötum við um stigu þessa lífs og hver leiðbeinir okkur? Yfir okkur dynja upplýsingar alla daga, allan ársins hring, um það hvernig okkur beri að lifa til þess að við verðum hamingjusöm, upp- lýsingar um hvað okkur vanhagi um og hvað við ættum að kaupa til að fullkomna hamingjuna. Í auglýsing- um eru lagðar fyrir okkur tálbeitur í þaulhugsuðum orðum og útpæld- um myndum. Við erum líka mötuð af margvíslegri hugmyndafræði í skól- um og víðar og sagt að hamingjan felist í þessu eða hinu. Og við leitum flest að hamingjunni. Um hvað snýst lífið? Hvað skiptir mestu? Ég ætla ekki að skilgreina eða telja upp það sem okkur er sagt í fjöl- miðlum eða menntastofnunum um hamingjuna en ég vil gjarnan skoða með ykkur hvað mikilvægasta bók veraldar, Biblían, hefur að segja um það sem mestu skiptir, þessi bók sem lagt hefur grunn að hugmyndafræði meirihluta mannkyns. Í Biblíunni eru margskonar ráðleggingar. Sam- kvæmt gyðinglegri, rabbínskri hefð eru 613 mizvot eða boð í Mósebók- unum fimm. Þar má finna reglur um nánast allt milli himins og jarðar. Eitt sinn spurði fræðimaður Jesú um það hvert væri æðst allra boðorða. Fræði- maðurinn hafði þá þegar heyrt Jesú tala við hóp manna um tvö aðskil- in mál sem enn eru fólki hugleikin, efnahagsmál annars vegar, um það hvort gjalda ætti keisaranum skatt og svo eilífðarmálin eða upprisuna hins vegar. Nú vildi fræðimaðurinn fá hnitmiðað svar og honum varð að ósk sinni. Jesús vitnar í Gamla testa- mentið í svari sínu og flytur þekktan texta sem allir Gyðingar kunnu, texta úr 5. Mósebók (6.4.). Hann grípur til texta sem kallaður er Shema á hrebr- esku og merkir: heyr, hlustið, takið nú eftir. „Heyr Ísrael! Drottinn er vor Guð; hann einn er Drottinn!“ Svo not- ar hann annan texta úr 3. Mósebók 18.19, umorðar hann og segir: „Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boð- orð annað er þessum meira.“ Með þessum tilvitnunum dregur Jesús saman kjarna þess sem máli skiptir í þessu lífi. Hann setur þetta efst og þá fellur annað í skuggann og margt af því, sem við skiljum ekki í Biblíunni og teljum ekki eiga heima þar, hættir að skipta máli, eins og til að mynda lögmálið auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Af fyrrgreindum 613 mizvot skipta því aðeins tvö höf- uðmáli. Jesús setur þessi tvö boðorð um elskuna efst á blað og býr til úr þeim eitt sem við köllum Tvíþætta kærleiksboðorðið. Það er eins og þráður spunninn úr tveimur þáttum sem báðir fjalla um að elska, fyrri þátturinn um að elska Guð, hinn síð- ari um að elska aðra og að hafa heil- brigða sjálfsmynd. Orðin úr Mósebók- unum voru rituð á hebresku og Jesús talaði arameísku en orð hans voru síðar rituð á síður Nýja testamentis- ins og þá á grísku. Blæbrigðamunur er alltaf á merkingu orða þegar þýtt er á milli tungumála. Frumtextinn á hebresku segir í raun þetta um að elska náungann og sjálfan sig: Þú skalt elska náungann „því hann er maður eins og þú.“ Hér erum við öll minnt á samkenndina, það að setja okkur í spor annarra og muna það á hverri tíð að hver einasta manneskja á þessari jörð er maður eins og ég og þú. Menn sem teljast til mikilmenna og hinir sem við köllum skúrka - og allir þar á milli - eru menn eins og við. Þú ræður mestu um það hvers- konar manneskja þú ert eða verður, hvort þú lætur hið góða ráða í lífi þínu eða hið illa. Landamæri hins illa og góða liggja ekki úti í hinum stóra heimi, milli islam og kristni, austurs og vesturs, norðurs og suðurs, held- ur milli góðs og ills í hjarta þínu og mínu. Æðst og mikilvægast Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Kæru viðskiptavinir Sumt breytist, annað ekki. Í kjölfar eigendaskipta og sameiningar Hraða við aðrar hreinsanir tökum við upp nýtt nafn: Þvottahúsið Faghreinsun. Það sem ekki breytist eru gæðin, verklagið og meðhöndlunin á fatnaðinum þínum. Við tókum við góðu búi, mjög hæfu starfsfólki og traustum og góðum viðskiptavinahópi. Við erum mjög þakklátir fyrir allt þetta og leggjum metnað okkar í að halda áfram og gera enn betur. E H F. Sérhæfð meðferð á vönduðum fatnaði Ægisíðu 115 sími 552 4900 Viltu vinna í þínu hverfi? Leikskólinn Hagaborg, Fornhaga 8, auglýsir eftir leikskólakennurum og/eða starfsfólki með aðra uppeldismenntun. Einnig er óskað eftir starfsfólki með menntun í listgreinum, s.s myndlist eða tónlist. Hagaborg er fimm deilda leikskóli á tveimur hæðum. Útisvæðið við leikskólann er rúmgott og gefur ágætt svigrúm til fjölbreyttra leikja auk þess sem góður íþróttasalur er á efri hæðinni. Hjá Hagaborg fer fram alhliða leikskólastarf með áherslu á hreyfingu, málrækt og frjálsan leik. Við viljum að lífið í leikskólanum okkar einkennist af vináttu, trausti og hlýju. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Sigurðardóttir leik- skólastjóri í síma 551-0268 eða á netfanginu hagaborg@leikskólar.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Leikskólasvið

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.