Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 18

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 18
KR leikur til úrslita í VISA-bik- arkeppni karla gegn Fjölni laug- ardaginn 4. október nk. kl. 16.00 á Laugardalsvellinum. KR á ekki lengur möguleika á Íslandsmeist- aratitlinum en getur tryggt sér 3. sætið í deildinni og þar með sæti í Evrópukeppni sumarið 2009. KR-ingar urðu síðast Íslands- meistarar árið 2003 en alls hafa þeir orðið Íslandsmeistarar 24 sinnum, eða oftar en nokkurt ann- að félag. Bikarmeistarar hafa KR- ingar orðið 10 sinnum, síðast árið 1999 svo nú telja margir stuðn- ingsmenn að kominn sé tími á að koma með bikarmeistaratitilinn í Frostaskjólið. Það væri vissulega ánægjulegt ef KR ynni báða bikar- meistaratitlana í ár, en konurnar unnu nýlega Val í úrslitaleik. Síð- ast lék KR til úrslita í bikarkeppn- inni árið 2006, þá gegn Keflavík, en tapaði 2-0. KR vann sér rétt til að leika til úrslita í VISA-bikarkeppninni með sigri á KB 1-0, síðan vann KR Fram 2-0, Grindavík 3-2 og loks Breiða- blik örugglega í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Fjölnir vann KFS 6-0, síðan ÍBV 2-1, Víking 1-0 og loks Fylki 4-3. Laugardagurinn 4. október hefur vestur í Frostaskjólinu með upphitun og sýningarleik á gras- vellinum þar sem gamlar kempur sýna að þeir hafa engu gleymt, eða nánast engu. Vörusala KR verður í bullandi gangi, en þar verða seldar ýmsar KR-vörur sem gott væri að skreyta sig með á leiknum gegn Fjölni á Laugardals- velli, s.s. treflar og húfur. Hljóm- sveitin ,,Fimm á Richter” mun leika fyrir KR-inga og gesti af sinni alkunnu snilld áður en farið verð- ur á úrslitaleikinn. Fimm stræt- isvagnar munu fara inn í Laugar- dal fyrir leik og flytja KR-inga til baka að leik loknum, vonandi sig- urglaða. Forsala aðgöngumiða á leikinn er þegar hafin, og gengur mjög vel. Haustfagnaður Um kvöldið verður svo haust- fagnaður KR í íþróttahúsinu. Þar mun Sálin hans Jóns míns halda uppi fjörinu langt fram á nótt. Þar er upplagt tækifæri til að ljúka og fagna góðu knattspyrnu- sumrinu, kynnast öðrum KR-ing- um og gestum þeirra enn betur og um leið hefja körfuboltavertíð- ina sem vonandi verður glæsileg í vetur með þá Jón Arnór og Jakob aftur í KR-liðinu. 18 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2008 KR getur tryggt sér 11. bikar- meistaratitilinn með sigri á Fjölni Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Lið KR sumarið 2008.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.