Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 4
Hvetur fólk til að kæra
n Enn fleiri stíga fram og leggja fram kæru á hendur Berki Birgissyni
F
leiri einstaklingar hafa stigið
fram og lagt fram kæru á hend-
ur Berki Birgissyni á undan-
förnum vikum. Þetta staðfest-
ir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í
samtali við DV. Lögreglan segir málið
vera í rannsókn og vill ekki gefa frek-
ari upplýsingar á þessu stigi. „Þetta
mál er í rannsókn en ég get staðfest
að það hafa nokkrir aðrir aðilar kom-
ið og kært og við hvetjum fleiri sem
vilja koma og kæra að leggja fram
kæru ef þeir telja að á sér hafi verið
brotið,“ segir lögreglan.
Í viðtali við DV á miðvikudaginn
greindi ungur maður frá því að Börk-
ur hefði krafið hann um 400 þúsund
krónur eftir að hann taldi mann-
inn hafa sagt sér ósatt. Í kjölfar-
ið á hann að hafa tekið 18 ára unn-
ustu hans í gíslingu og sagt hana
vera tryggingu fyrir því að maðurinn
borgaði skuldina. Parið þorði ekki að
leggja fram kæru á hendur Berki fyrr
en eftir að honum hafði verið gert að
afplána eftirstöðvar dóms sem hann
hlaut árið 2004 fyrir tilraun til mann-
dráps.
DV hefur undanfarið fjallað um
afbrotaferil Barkar sem afplánar nú
dóm fyrir eldri afbrot á Litla-Hrauni.
Börkur er grunaður um að hafa
orðið samfanga sínum að bana. Fyr-
ir það sat hann í gæsluvarðhaldi þar
til á fimmtudag. Hann er auk þess
ákærður fyrir sérstaklega hættulegar
líkamsárásir, ólögmæta nauðung,
frelsissviptingu og tilraunir til fjár-
kúgunar. Einnig bíður hans ákæra
fyrir brot gegn valdstjórninni, hót-
anir og meiðyrði eftir að hann hrækti
að dómara í Héraðsdómi Reykjaness
við úrskurð um afplánun eftirstöðva
áðurnefnds dóms.
hanna@dv.is
4 Fréttir 15.–17. júní 2012 Helgarblað
Á leið í dóm Börkur Birgisson mætti
grímuklæddur í Héraðsdóm Reykjaness.
Þ
órður Guðmundsson, for-
stjóri Landsnets, fékk 6 millj-
óna króna uppbót vegna
kjaraskerðingar sem hann
þurfti að taka á sig í kjölfar
ákvörðunar Alþingis um að enginn
forstjóri ríkisfyrirtækis væri með hærri
laun en forsætisráðherra. Milljónirnar
fékk hann greiddar á síðasta ári. Lau-
nauppbótin kemur fram í ársreikningi
fyrirtækisins fyrir árið 2011. Landsnet
er að langstærstum hluta í eigu Lands-
virkjunar sem á 65 prósent í fyrirtæk-
inu. RARIK á svo 23 prósent og Orku-
veita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða
eiga svo aðra hluti. Það er því svo að
laun forstjóra í fyrirtæki í eigu opin-
berra aðila hækkuðu.
Sá eini sem fékk uppbót
Þórður var með um 1,3 milljónir í
laun á mánuði árið 2010, eða 15,1
milljón í árslaun. Launin hækk-
uðu hinsvegar upp í 1,8 milljónir
á mánuði, eða 21,2 milljónir á ári
vegna launauppbótarinnar sam-
kvæmt ársreikningi fyrirtækisins
fyrir árið 2011, sem birtur er á vef-
síðu þess.
Önnur laun yfirstjórnar og stjórn-
enda fyrirtækisins hækkuðu ekki í líkt
og laun Þórðar. Samkvæmt ársreikn-
ingi lækkuðu til dæmis laun stjórnar
fyrirtækisins lítillega. Laun og hlunn-
indi tveggja framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins hækkuðu hins vegar úr tæp-
um 33 milljónum króna upp í tæpar
34 milljónir króna. Hækkunin nem-
ur ekki hárri upphæð á mánuði, í það
minnsta ekki ef horft er til hækkunar-
innar sem Þórður fékk.
Inni í launatölum Þórðar og tveggja
framkvæmdastjóra Landsnets eru bif-
reiðahlunnindi. Samkvæmt skýring-
um í ársreikningi eru þessir þrír þeir
einu sem njóta slíkra réttinda en auk
þess að hafa bíl til afnota greiðir fyrir-
tækið framlag í réttindatengda lífeyris-
sjóði.
Tekjurnar drógust saman
Á sama tíma og Þórður fékk launa-
uppbótina dróst hagnaður fyrirtæk-
isins saman um 2,7 milljarða króna,
úr 3,6 milljörðum í 839 milljónir
króna. Skuldir fyrirtækisins hækkuðu
einnig um 3,3 milljarða króna á sama
tímabili. Rekstur félagsins gengur þrátt
fyrir allt þetta vel og er staðan eins og
hún birtist í ársreikningi ágæt.
Stærsta skýringin á minni hagn-
aði á milli ára er líklega sú að Lands-
net þurfti að lækka gjaldskrá sína til
að koma til móts við ofteknar tekjur
vegna tímabilsins 2006–2010. Lands-
net lækkaði gjaldskrár til stórnotenda
í byrjun júní 2011 um 5 prósent og skil-
aði það sér í minni tekjum á síðasta
ári miðað við árið þar á undan. Tekj-
ur fyrirtækisins hafa því dregist saman
vegna ákvarðana sem teknar voru um
gjaldskrá fyrirtækisins sem stönguðust
á við lög og reglur.
Ekki náðist í formann stjórnar
Landsnets vegna málsins.
n Tekjuskerðing ríkisforstjóra gekk til baka að stóru leyti
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Minni hagnaður Tekjur Landsnets
hafa dregist saman vegna lækkunar á
gjaldskrá fyrirtækisins. Ástæða lækk-
unarinnar er ofrukkun upp á milljarða
króna á tímabilinu 2006–2010.
Góð hækkun Laun Þórðar hækkuðu um
sex milljónir króna á milli ára.
Laun yfirstjórnarinnar
Hér má sjá upplýsingar úr ársreikningi Landsnets fyrir árið 2011 þar sem breytingar á launum
yfirstjórnar fyrirtækisins sjást glögglega. Eins og sést í töflunni hækkuðu laun Þórðar um sex
milljónir króna vegna launauppbótarinnar. Allar tölur eru í íslenskum krónum.
Skýring 2011 2010
Laun stjórnar 5.040.000 5.066.000
Laun og hlunnindi forstjóra 21.181.000 15.145.000
Laun og hlunnindi tveggja framkvæmdastjóra 33.892.000 32.728.000
Fékk 6 milljóna
launauppbót
Jón Bjarki
dæmdur
Jón Bjarki Magnússon, blaðamað-
ur hjá DV, var dæmdur í Hæstarétti
á fimmtudag til að greiða 300 þús-
und í miskabætur og 800 þúsund
í málskostnað til Margrétar Lilju
Guðmundsdóttur vegna skrifa í
svokölluðu Aratúnsmáli. Hæsti-
réttur staðfesti niðurstöðu hins
áfrýjaða dóms um ómerkingu ell-
efu ummæla þar sem í þeim hefðu
falist ærumeiðandi aðdróttanir.
Jón Bjarki var hins vegar sýknað-
ur af kröfu um ómerkingu tveggja
ummæla sem lutu að líkamsárás á
öryggisvörð. Þá voru miskabætur
lækkaðar. „Ég er að sjálfsögðu ekki
ánægður með þennan dóm. Hann
er fáránlegur og reyndar meira en
það, hann er sprenghlægilegur,“
segir Jón Bjarki en athygli vekur að
þetta eru nákvæmlega sömu orð og
Geir H. Haarde lét falla þegar hann
var dæmdur fyrir brot á lögum um
ráðherraábyrgð fyrir landsdómi.
Fólksflótti
einna mestur
frá Íslandi
Ísland skipar þriðja sæti á lista yfir
þau Evrópuríki þar sem fólksflótti
er mestur en 1,3 prósent Íslendinga
fluttu af landi brott í fyrra. Þetta
kom fram í þætti á sjónvarpsstöð-
inni Arte þar sem fjallað var um
fólksflutninga í Evrópu á síðasta
ári. Aðeins var meiri fólksflótti frá
Írlandi og Litháen þetta ár ef mið-
að er við höfðatölu. Samkvæmt
skýrslu sem unnin var fyrir velferð-
arráðuneytið í apríl er brottflutn-
ingur frá Íslandi síst meiri nú en
á öðrum samdráttarskeiðum. Þar
er fullyrt að enginn fólksflótti sé
brostinn á á Íslandi. „Frá því að
samdráttarskeiðið hófst hér á landi
í árslok 2008 hefur þeirri skoðun
verið haldið mjög á lofti að brost-
inn sé á fólksflótti frá landinu sem
muni hafa alvarlegar félagslegar og
efnahagslegar afleiðingar. Í sam-
henginu hefur oft verið vísað til
Vesturheimsferðanna á 19. öld og
til efnahagskreppunnar í Færeyjum
upp úr 1990 en þá fækkaði íbúum
í Færeyjum um rúm níu prósent á
sex ára tímabili. Ljóst er að slíkur
samanburður er fjarri sanni,“ segir
í skýrslunni.