Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 43
Sítróna er frábær húshjálp
n Ballettæði í Hollywood
Þ
að vakti mikla athygli þegar
leikkonan Natalie Portman
lék í myndinni Black Swan og
hlaut Óskarinn fyrir. Það var
ekki bara stórleikur Natalie sem vakti
athygli heldur líkamlegt form henn-
ar en það var fyrrverandi ballerína,
Mary Helen Bowers, sem þjálfaði
hana fyrir hlutverkið. Natalie náði
ótrúlegum árangri í undirbúningi
sínum fyrir hlutverkið og átti það
ekki síður þátt í því að hún fékk Ósk-
arsverðlaunin eftirsóttu.
Eftir að myndin var sýnd stopp-
aði ekki síminn hjá Bowers og fleiri
stjörnur vildu prófa æfingar hennar.
Bowers, sem dansaði áður með ball-
etthópi New York-borgar, hafði ekki
undan og skrifaði því bók og gaf út
mynddisk sem heitir Ballet Beautiful
og hefur heldur betur slegið í gegn.
Hún hefur þó
haldið áfram að
kenna í stúdíói
sínu í New York en
hún tekur jafnvel
stjörnur og hópa í
einkatíma í gegn-
um samskiptafor-
ritið Skype. Fyr-
ir utan Natalie
Portman hef-
ur Bowers með-
al annars þjálfað
Zooey Deschanel, sem hefur ver-
ið að gera það gott í þáttunum New
Girls undanfarið, Kirsten Dunst, sem
hefur leikið í ófáum stórmyndum,
sem og Liv Tyler, sem aðdáendur
Lord of the Rings þekkja vel.
Hægt er að kynna sér æfingarnar
nánar á balletbeautiful.com.
Lífsstíll 43Helgarblað 15.–17. júní 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
V
ið hver þrjú skref áfram skreið
ég eitt skref niður. Ég kross-
bölvaði sjálfum mér fyrir að
hafa asnast til að klífa fjall
sem var fyrst og fremst fyrir augað
en helst ekki fyrir fætur. Ég var að
nálgast tindinn eftir þrautagöngu
sem tók á bæði sál og líkama. Með
í för voru eiginkonan og göngufé-
lagi auk fjögurra hunda. Hunda-
hópurinn samanstóð af þremur
tíkum og rakka. Tíkurnar voru allar
þrælvanar fjallgöngum eftir að hafa
farið oftar en 300 sinnum á fjöll á
seinasta ári. Rakkinn var gestur í
ferðinni. Hann hafði átt náðuga
daga í faðmi fjölskyldu sem hélt sig
gjarnan á jafnsléttu og helst í bíl. Þá
svaf hann venjulega með silkikodda
og með mýkingarkrem á þófunum.
Á
meðan tíkurnar dönsuðu á
sínum sigggrónu þófum um
steinana átti rakkinn í erf-
iðleikum. Þófar hans voru
mjúkir og meyrir og stóðust ekki
oddhvasst grjótið.
Rakkinn dróst reglulega aftur
úr hersingunni sem mjakaðist í
krákustígum upp Baulu. Það var
ekki fyrr en 100 metra hækkun var
eftir á efsta tind að fólk uppgötv-
aði að karlpeningur hundahóps-
ins var alblóðugur á framfótunum.
Eftir stutta rekistefnu var ákveðið að
ekki væri hægt að annað en að hlífa
hundinum við frekara brambolti
upp fjallið. Honum var hjúkrað og
fætur hans plástraðir. Fjallið hafði
sigrað rakkann.
E
ftir nokkur fundarhöld á grjót-
hrúgunni í snarbrattri hlíðinni
í 800 metra hæð myndaðist
sameiginlegur skilningur á því
að ekki væri annað í boði en að ég
toppaði Baulu. Að öðrum kosti yrði
farið á byrjunarreit og önnur atlaga
gerð eftir nokkra daga.
Hluti hópsins beið neðan við
hátindinn á meðan tíkurnar þrjár
héldu á toppinn með þeim ákafasta
úr hópnum. Alblóðugur karlhund-
urinn naut hjúkrunar á meðan.
Lokaspretturinn upp fjallið tók ekki
langan tíma. Fyrr en varði stóðum
við á toppnum, sveipuð skýi. Út-
sýnið var nákvæmlega ekkert en ég
vissi sem var að fyrir fótum mér lá
Borgarfjörðurinn í allri sinni dýrð.
Þetta var hvorki fyrsti né síðasti
fjallstindurinn sem toppaður var í
skýjabólstra, svartaþoku eða dimm-
viðri.
G
angan upp þetta 1.000 metra
fjall var eflaust sú erfiðasta
á öllum mínum gönguferli
sem spannar orðið tvö ár. Alla
leiðina upp hét ég því að þetta yrði
fyrsta og síðasta ferð mín á fjallið.
En á toppnum mildaðist afstaða
mín. Ég ávarpaði tíkurnar þrjár á
sigurstundinni og lýsti því að við
ættum kannski eftir að snúa aft-
ur. Engin þeirra sýndi viðbrögð.
Niðurleiðin varð tiltölulega ljúf.
Rakkinn með sárabindin á framfót-
unum skrönglaðist niður flugbeitt
stórgrýtið og fyrr en varði tók við
mýkri jörð niður dalinn. Allir virt-
ust vera jafnglaðir og fegnir þegar
við snérum aftur í bílinn, fimm
tímum eftir að gangan hófst.
Þjáningarnar frá því í upp-
göngunni voru að gleym-
ast en sælan allsráðandi. Og
það er einmitt þetta sem ger-
ir fjallgöngur svo heillandi.
Sælan yfir unnum sigr-
um er í réttu hlutfalli
við puðið og þján-
inguna sem fylgir
uppgöngu. Það er
varla til betri tilf-
inning en að toppa
erfitt fjall. Baula,
ég kem aftur
seinna.
Bölvað á Baulu
Natalie Portman Þjálfun
hennar fyrir hlutverkið leiddi
af sér vinsælt æfingakerfi.
Æfðu eins og Natalie Portman
Fimm stærstu
mistök kvenna
n Komdu í veg fyrir hættulegustu kvillana með því að þekkja einkennin
E
inhversstaðar í heimin-
um er kona greind með
brjóstakrabbamein á tveggja
og hálfrar mínútna fresti. Á
hverri einustu mínútu fær
kona hjartaáfall. Á 23 sekúnda fresti
er mamma einhvers, dóttir eða systir
grein með sykursýki. Lengdu líf þitt
með því að skilja viðvörunarmerkin.
2 Að hunsa óútskýrða þyngdaraukningu
Gæti verið merki um: Brjóstakrabbamein
(einnig krabbamein í ristli, eggjastokkum og
móðurlífi)
Margar konur skrifa skyndilega
þyngdaraukningu á hreyfingarleysi og óhollt
mataræði. En stundum getur þyngdaraukn-
ingin verið merki um að vandamálið sé
eitthvað alvarlegra, líkt og brjóstakrabba-
mein. Ef maginn á þér virðist útblásinn án
þess að þú hafir breytt lífsstílnum skaltu
tala við lækni.
4 Að taka öll lyfin á morgnanaGæti verið merki um: Of háan blóðþrýsting
Of hár blóðþrýstingur er stundum kallaður
„hinn hljóðláti morðingi“ því margir þeir
sem eru með of háan blóðþrýsting vita það
ekki fyrr en of seint. Samkvæmt doktor Oz
vilja flestir læknar að sjúklingar taki lyfin
sín á morgnana þar sem blóðþrýstingurinn
er oftar hærri þá en seinnipartinn. En, segir
Oz, samkvæmt nýlegri rannsókn virka mörg
lyfjanna gegn of háum blóðþrýstingi betur á
kvöldin. Þú skalt samt aldrei breyta lyfjagjöf
nema í samráði við lækni.
3 Að hunsa tíða þörf til að pissa
Gæti verið merki um: Sykursýki
Ef þú þarft alltaf að vera á klósettinu gæti
það verið skýrt merki um að þú sért með
sykursýki. Finnurðu fyrir miklum þorsta? Ef
þig grunar að þú sért með sykursýki skaltu
tala við lækni og fá hann til að gera próf.
1 Að hunsa örmögnun
Gæti verið merki um: Hjartaáfall
Heilbrigt hjarta getur pumpað yfir fimm lítr-
um af blóði á mínútu. Slæmar lífsstílsvenjur
á borð við óhollt mataræði, hreyfingarleysi
og reykingar veikja hjartað og gerir því
erfiðara fyrir að flytja blóðið um líkamann.
Hjartað verður útjaskað og þú líka.
Samkvæmt rannsókn National Institutes of
Health finna konur fyrir nýjum og óþekktum
einkennum í allt að einum mánuði áður en
þær fá hjartaáfall. Einkenni sem konur finna
fyrir eru oft mjög ólík þeim einkennum sem
karlmenn finna fyrir. Gríðarleg þreyta er
algengt merki um að kona sé að fá hjarta-
áfall. Vaknarðu þreytt? Áttu erfitt með að
komast í gegnum daginn? Áttu erfitt með
að sofna á kvöldin? Farðu til læknis og
biddu um ómskoðun á hjarta.
5 Að hunsa lyktarskynsleysiGæti verið merki um: Alzheimer sjúkdóm
Á hverjum 70 sekúndum er einstaklingur greindur með
Alzheimer. Það er ekki alltaf hægt að útskýra minnisleysi
með hækkandi aldri. Fyrsta svæðið í heilanum til að verða
fyrir áhrifum sjúkdómsins er sá hluti sem snýr að lyktarskyninu.
Talaðu við lækni og biddu um sérstakt lyktarskynspróf til að ganga
úr skugga um það hvort þú sért með Alzheimer. Doktor OZ mælir með
neyslu á ómega-3 fitusýrum til að verjast Alzheimer og bæta minnið.