Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 15.–17. júní 2012 Hólabrekku- skóli verð- launaður Hólabrekkuskóli fékk hvatningar- verðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Verðlaunin voru af- hent á fimmtudag. Skólinn fékk verðlaunin fyrir verkefnin Auðnu- stundir, Lífsorkuveitan, þátttöku- bekkir og Gamall nemur, ungur temur. Auðnustundir er sam- starfsverkefni Hólabrekkuskóla, félags eldri borgara í Gerðubergi og hverfislögreglu og er markmið þess að gefa nemendum skólans tækifæri til að umgangast eldra fólk, fá frá þeim fræðslu, styrkja eigið gildismat og eiga góða stundir saman í leik og starfi. Lífs- orkuveitan, þátttökubekkir er hins vegar samstarfsverkefni yngsta stigs Hólabrekkuskóla og félags- starfsins í Gerðubergi sem hefur það að markmiði að efla tengsl innan grenndarsamfélagsins. Í verkefninu Gamall nemur, ungur temur veittu nemendur í 7. bekk eldri borgurum leiðsögn í tölvu- færni og var markmið verkefn- isins að tengja saman aðila inn- an grenndarsamfélagsins og efla forvarnir. Helmingur fór of hratt Brot tuttugu og þriggja ökumanna voru mynduð í Arnarhöfða í Mos- fellsbæ á fimmtudag. Lögreglan fylgdist með ökutækjum sem ekið var Arnarhöfða í norðurátt við Fálkahöfða. Á þeim klukkutíma sem mælingarnar stóðu óku 48 ökumenn þessa leið og voru því 48 prósent ökumanna yfir afskipta- hraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 kílómetra hraði á klukku- stund en hámarkshraðinn í göt- unni er 30 kílómetrar á klukku- stund. Sex ökumenn óku á 50 kílómetra hraða eða meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lög- reglunni en þar kemur einnig fram að fyrri mælingar á þessum stað hafa sýnt brotatíðni á bilinu 41–54 prósent. Kaupmenn flýja Laugaveginn Þ að er viðskiptaflótti héðan af Laugaveginum og sí- fellt fleiri að fara,“ segir Hildur Símonardóttir, eig- andi Vinnufatabúðarinnar á Laugavegi, og meðlimur í stjórn ný- stofnaðra Samtaka kaupmanna og fasteignaeiganda við Laugaveg. Hún segir æ fleiri búðir og fyrirtæki vera á förum frá Laugaveginum. Sífellt fleiri fara Herrafataversluninni Dressmann verður lokað á Laugaveginum í ágúst og í haust munu einnig Landsbank- inn og Valitor flytja þaðan. Hild- ur ásamt fyrrgreindum samtökum kenna borgaryfirvöldum um, þau vinni að því að hefta aðgang fólks að verslunum sem muni leiða til þess að verslun deyr út við Laugaveginn líkt og gerðist við lokun bílaumferðar í Austurstræti. Áform borgaryfirvalda um að loka hluta Laugavegarins fyrir bílaumferð og að hækka bíla- stæðagjöld í miðbænum segja sam- tökin hafa heftandi áhrif á verslun á Laugaveginum. Það eru þó skiptar skoðanir um þetta meðal verslunar- eiganda við Laugaveg. „Það eru sífellt fleiri að fara héð- an og ekki er verið að gera fólki auð- veldara fyrir að vera hérna,“ seg- ir Hildur og vísar til þess að hluta Laugavegarins er lokað fyrir um- ferð bíla yfir sumartímann. „Þetta er í raun mannréttindabrot. Fatlaðir komast ekki hérna að og það eru búðir sem lenda í miklum vandræð- um með þessu. Það hefur komið í ljós að minna er að gera á Laugaveg- inum þegar þessi lokun er og meiri hluti kaupmanna er á móti henni samkvæmt nýrri könnun,“ segir hún. Lofar ekki góðu Efri hluti Laugavegarins hefur lengi verið í niðurníðslu en undanfarið virðist þó auðum plássum þar hafa fækkað. Það kann þó í einhverjum til- fellum að vera um skammtímaleigu að ræða því eftirsótt er að vera yfir sumarmánuðina á Laugaveginum. Til að mynda er þar að finna kosn- ingaskrifstofur tveggja forsetafram- bjóðenda; Herdísar Þorgeirsdóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar. Það húsnæði mun þá væntanlega losna að forsetakosningum loknum, í enda þessa mánaðar. Hildur segir ástandið í haust ekki lofa góðu. „Það er erfitt að missa svona stór fyrirtæki eins og þau sem eru að fara. Það er bara svo lélegur aðbúnaður hérna og ekki eftirsótt að vera hér. Það á að hækka bílastæða- gjöldin umtalsvert þegar í raun ætti að lækka þau til að fá fólk til þess að koma hérna í miðborgina,“ segir hún. Til stendur að hækka bílastæða- gjöld í miðborginni umtalsvert og lengja gjaldskyldan tíma. Standa saman til að efla miðborgina „Búðirnar hér hafa sérstöðu, þetta eru sérverslanir þar sem þú færð allt aðra þjónustu en í stóru búðunum. Hér stöndum við sjálf vaktina allan daginn og pössum upp á kúnninn fari ánægður út,“ segir Hildur en Vinnufatabúðin hefur verið við Laugaveg í 71 ár. „Miðborgin er hjarta borgar- innar og við eigum öll að standa saman til þess að efla hana. Með þessum lokunum held ég að Laugavegurinn stefni í það sama og Austurstrætið gerði á sínum tíma þegar götunni var lokað. Það var aðalverslunargatan í borginni en nánast öll verslun lagðist þar af. „Miðborgin er hjarta borgarinnar og við eigum öll að standa saman til þess að efla hana. n Kaupmaður segir borgaryfirvöld vinna gegn þeim n Sífellt fleiri fara Dressman á förum Verslunin Dressmann hverfur af Laugaveginum í ágúst. Í haust flytja líka Landsbankinn og Valitor burt. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Hildur Vinnufatabúðin hefur staðið við Laugaveg í 71 ár. Hildur segir aðgerðir borgaryfirvalda fæla frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.