Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 10
Gylfi þakkar Suu Kyi baráttuna n „Mannréttindi eru ekki einkamál nokkurra,“ segir formaður ASÍ V ið þökkum fyrir þá reisn sem þú hefur sýnt, einbeitni og einörðu staðfestu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu­ sambands Íslands, við Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga stjórnar­ andstöðunnar í Búrma, nú Mjanmar, á þingi Alþjóðavinnumálastofnunar í Genf á fimmtudag. Gylfi ávarpaði ráðstefnuna fyrir hönd Norrænu verkalýðshreyfingar­ innar. Hann þakkaði henni fyrir fórn­ fúsa baráttu fyrir mannréttindum og réttindum launafólks í heimalandi sínu. „Okkur langar einnig að óska þér til hamingju með þær mikils­ verðu breytingar sem barátta þín hefur skilað í heimalandi þínu Mjan­ mar, en þær breytingar sem þar hafa orðið til batnaðar eru ekki síst þinni baráttu að þakka,“ sagði Gylfi og bætti við að Norræn verkalýðshreyf­ ing fagni sérstaklega tryggingu sem gefin hefur verið fyrir því að forystu­ menn í verkalýðshreyfingunni fái að snúa heim aftur án afskipta stjórn­ valda. Hann þakkaði henni fyrir þann baráttustíl sem hún temur sér í bar­ áttu sinni. „Það sem þú hefur gert minnir okkur öll á að mannréttinda­ barátta er ekki einkamál nokkurra heldur eitthvað sem á að snerta okk­ ur öll. Þar skiptir úthald, seigla og einbeiting miklu máli því það eru verkfæri sem geta leitt okkur til sig­ urs.“ Suu Kyi sat í stofufangelsi í Búrma með hléum í um tvo áratugi eða allt frá því að flokkur hennar, flokkur lýðræðissinna, vann yfirburðasigur í kosningum árið 1990. Suu Kyi var sleppt úr stofufangelsi í nóvember árið 2010. Hún er handhafi fjölda verðlauna fyrir baráttu sína þar á meðal Friðarverðlauna Nóbels, Raf­ tó­verðlauna og verðlauna Sakharov, sem veitt eru fyrir baráttu fyrir mál­ og skoðanafrelsi. Suu Kyi er heiðurs­ ríkisborgari Kanada. atli@dv.is 10 Fréttir 15.–17. júní 2012 Helgarblað Ó lafur Ragnar Grímsson, for­ seti Íslands, afboðaði sig með viku fyrirvara á NATO­ráð­ stefnu á Hótel Rangá sem hann hafði sjálfur stung­ ið upp á að yrði haldin. Ólafur átti að koma fram sem aðalræðumaður ráðstefnunnar þann 3. júní og flytja stefnuræðu í upphafi hennar, en þann 24. maí barst skipuleggjendum ráðstefnunnar tölvupóstur frá for­ setaembættinu þar sem fram kom að vegna „ófyrirséðra aðstæðna“ kæmist Ólafur Ragnar ekki á ráð­ stefnuna. Á ráðstefnunni var rætt um loftslags­ og orkumál og um­ gengni við herstöðvar. Var við sjómannamessu sama dag Skipuleggjendur brugðu á það ráð að biðja Jón Baldvin Hannibals­ son, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkj­ unum, um að leysa Ólaf Ragnar af hólmi og kom hann sérstaklega til Íslands í því skyni. Fram kemur á vefsíðu forsetaembættisins að Ólaf­ ur Ragnar hafi sótt sjómannamessu í Dómkirkjunni sama dag. Átti sjálfur hugmyndina að ráðstefnunni Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum var þátttaka Ólafs Ragnars sem aðalræðumaður ráð­ stefnunnar staðfest í desember á síðasta ári, en þá hafði skipulagning hennar staðið yfir í nokkra mánuði. Fjárveitingar höfðu fengist, bæði frá NATO og bandarískum stofnun­ um og fyrirtækjum. Í tölvupósti sem einn af skipuleggjendum ráðstefn­ unnar sendi skrifstofustjóra for­ seta þann 17. janúar kemur fram að Ólafur hafi sjálfur átt hugmyndina að því að haldin yrði NATO­ráð­ stefna á Íslandi um sjálfbærni og orkumál. Hafi hann viðrað hug­ mynd sína í júní árið 2010, stungið upp á því að bandarískum stjórn­ málamönnum yrði boðið og nefnt sérstaklega Hillary Clinton, utan­ ríkisráðherra Bandaríkjanna. Óánægja meðal bandarískra skipuleggjenda Að sögn dr. Guðrúnar Pétursdóttur, sem kom að skipulagningu ráð­ stefnunnar fyrir hönd Háskóla Ís­ lands, ríkir mikil óánægja vegna framgöngu Ólafs meðal erlendra skipuleggjenda. „Þeir urðu gersam­ lega orðlausir,“ segir hún og bætir því við að fulltrúar Bandaríkjanna hafi sett ákvörðunina í samhengi við uppákomu sem varð í apríl árið 2009. Þá barst Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, bréf um að forseti Íslands hygðist sæma hana fálkaorðunni, en þegar Carol var á leiðinni að Bessastöð­ um ásamt manni sínum var hringt í hana og henni tjáð að ekki stæði til að veita henni orðuna. Segir Guð­ rún að fulltrúar Bandaríkjanna hafi rifjað þetta atvik upp og spurt hvort einhver tengsl væru á milli þess og ákvörðunar Ólafs um að mæta ekki á NATO­ráðstefnuna. Forsetaskrifstofan gaf litlar skýr­ ingar á fjarveru forsetans en tekið var fram að forseta bæri engin skylda til að mæta á ráðstefnur sem þessar. Jafnframt væri Ólafur Ragn­ ar alltaf viðstaddur sjómannamess­ ur. Ólafur skrÓpaði á NaTO-ráðsTefNu n Lét vita með viku fyrirvara n Átti sjálfur hugmyndina að ráðstefnunni Afboðaði sig á NATO-ráðstefnu Ólafur Ragnar Grímsson er alltaf viðstaddur sjómannamessur. Fasteignamat hækkað um 7,4 prósent Heildarmat fasteigna á landinu öllu er nú 4.715 milljarðar króna samkvæmt nýju fasteignamati sem Þjóðskrá Íslands gaf út á fimmtu­ dag. Fasteignamatið hækkaði um 7,4 prósent. Nýja matið tekur gildi 31. desember næstkomandi. Fast­ eignamat hækkar mest í Vest­ mannaeyjum, eða um 19 prósent. Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ lækk­ ar fasteignamatið hins vegar um 5,4 prósent. Heildarfasteignamat á höfuð­ borgarsvæðinu lækkar um 8,3 pró­ sent. Matið er byggt á verðlagi fast­ eigna í febrúar árið 2012 og byggir á þinglýstum kaupsamningum. Því er ætlað að endurspegla mark­ aðsvirði fasteigna og verður notað sem grundvöllur þegar skattar eru ákvarðaðir. Eldur í plastbát Slökkviliðið í Hrísey var kallað út á fimmtudag vegna elds sem kom upp í plastbátnum Guð­ rúnu EA 58 í Hrísey. Um var að ræða mikinn reyk sem lagði upp úr vélarrúmi bátsins. Í tilkynn­ ingu frá slökkviliði Akureyrar gekk betur að ráða niðurlögum elds­ ins en aðstæður gáfu tilefni til að ætla. Nokkrar skemmdir urðu á bátnum en eldsupptök eru enn sem komið er ókunn og er málið í rannsókn. Strax og tilkynnt var um eldinn var auka mannskapur sendur af stað frá Akureyri en var snúið við fljótlega þar sem slökkvilið í Hrís­ ey var búið á tökum á eldinum. Tíma getur tekið fyrir slökkviliðið á Akureyri að komast út í eyna þar sem eina farartækið er ferjan Sævar sem siglir frá Árskógssandi en um er að ræða allt að 45 mín­ útur með akstri þangað. Góður búnaður til slökkvistarfa er því til staðar í Hrísey. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Þeir urðu gersam- lega orðlausir Baráttukona Aung San Suu Kyi sat stóran hluta síðustu ára í stofufangelsi vegna bar- áttu sinnar fyrir lýðræðisumbótum í Búrma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.