Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 54
Kærastan hleypur líka
n Kári Steinn hitti gamlar íþróttakempur
É
g er mjög þakklátur fyrir að vera
uppi í dag. Aðstaðan er orðin
allt önnur og það er gott að geta
fengið eitthvað almennilegt að
borða á leikunum,“ segir hlaupa-
garpurinn og verðandi ólympíufari
Kári Steinn Karlsson en hann
hitti Óskar Jónsson, fyrrverandi
hlaupara og ólympíufara, á sér-
stakri móttöku í breska sendiráðinu
á dögunum en Óskar keppti á leik-
unum í London árið 1948. „Það var
mjög gaman að hitta þessar gömlu
kempur og sérstaklega Óskar. Þótt
að þessi íþrótt sé frekar einföld og
snúist um það að vera fljótastur á
milli A og B þá hefur samt margt
breyst. Í dag er hægt að nálgast allar
upplýsingar á netinu auk þess sem
skórnir og inniaðstaða á veturna
skipta heilmiklu máli.
Óskar minntist sérstaklega á að
maturinn hefði ekki verið upp á
marga fiska. Hann var vanur íslensk-
um sveitamat en fékk svo bara gras
og kjöt af skornum skammti,“ segir
Kári Steinn brosandi sem heldur til
London eftir rúman mánuð.
Kærastan hans, Aldís Arnar-
dóttir, ætlar til London til að styðja
sinn mann en hún hefur gaman af
því að hlaupa sjálf. „Hún skokk-
ar mikið og tekur þátt í götuhlaupi.
Bara til að vera með. Mamma og
pabbi ætla líka að koma út sem og
frænka og mikið af vinum. Það verð-
ur skemmtilegt að hafa þau með.
Það er svo hvetjandi að heyra ís-
lenskar raddir hvetja. Íslenskan
veitir manni extra orku og þá sér-
staklega þegar maður heyrir nafnið
sitt kallað,“ segir Kári Steinn sem
stefnir hátt. „Þetta eru mínir fyrstu
ólympíuleikar og miðað við það að
ég hljóp mitt fyrsta maraþon fyrir
tæpu ári verð ég mjög sáttur við
að vera í topp 30. Það væri draum-
ur að bæta mig og setja Íslandsmet
og að lenda í topp 30 væri frábært.
Ég væri allavega til í að byrja á því
markmiði.“
54 Fólk 15.–17. júní 2012 Helgarblað
É
g sleit sambandinu,“ segir
skoski leikarinn Tav MacDoug-
all, fyrrverandi kærasti Lindu
Pétursdóttur. Eins og frægt var
áttu þau Tav og Linda í ástar-
sambandi um nokkurt skeið en upp
úr því slitnaði fyrir skömmu. Tav seg-
ir sambandsslitin hafa verið erfið og
segir að sér sárni mjög eftirköst þeirra.
Það er þungt í honum hljóðið þegar
blaðamaður nær sambandi við hann
og hann segist taka sambandsslitin
nærri sér. Hann segir þó að þau hafi
verið nauðsynleg.
Saman að eilífu
Tav og Linda kynntust í gegnum sam-
eiginlega vini í London. Í viðtali sem
tekið var við Tav og Lindu í vetur kom
fram að þau hafi kynnst í júní síðast-
liðnum. Í fyrstu fóru samskipti þeirra
fram í gegnum tölvupóst en smátt
og smátt fóru þau að verða nánari og
voru formlega byrjuð saman síðast-
liðið haust. Tav og Linda voru í fjar-
búð, en stuttur flugtími á milli Íslands
og Skotlands einfaldaði samband
þeirra og fóru þau mikið á milli land-
anna tveggja. „Það var strax einhver
tenging á milli okkar,“ sagði Tav þá
og lýstu þau Linda fyrir blaðamanni
sýn sinni á framtíðina. Þá kom fram
að dóttir Lindu og Tav næðu vel
saman og virtist allt leika í lyndi.
„Það var svolítið skrýtið en þetta
var svo eðlilegt og svo rétt allt
saman,“ sagði Tav í því viðtali.
Sleit á samskipti
En nú kveður við annan tón. Tav seg-
ist hafa verið tilbúinn til að skuld-
binda sig og hafði hafið flutninga
hingað til lands. Hann hafði sent bíl-
inn sinn hingað frá Skotlandi og ver-
ið tilbúinn til að flytja hingað. „Ég
keypti meira að segja trúlofunarhring
í New York,“ segir Tav. Hann segir að
það hafi þó vantað eitthvað í sam-
bandið. „Það vantaði eitthvað upp
á traustið,“ segir hann. Þegar slitn-
aði upp úr sambandi hans og Lindu
sleit hann á öll samskipti milli þeirra
og segir þetta hafa tekið mikið á. „Ég
vil ekki hafa nein samskipti við hana
og vil ekki að fjölskylda mín geri það
heldur,“ segir hann og segir að hann
hafi beðið hana um það. „Ég hélt að
ég hefði kynnst hinni einu sönnu ást,“
segir hann. „En ekki er allt gull sem
glóir. Ég er virkilega sár, en ég geng í
burtu hnarreistur og horfi til fram-
tíðar.“ Tav segist þó ekki vera kominn
í annað samband og að hann hyggi
ekki á það strax. „Ég var orðinn mjög
náinn fjölskyldu hennar og dóttur,“
segir hann.
Lífið heldur áfram í Skotlandi
Tav er nú búsettur í Skotlandi og
stundar leiklistina þar. Honum hefur
gengið vel; hefur leikið aukahlutverk
í nokkrum þekktum kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum eins og Harry Pott-
er og Taggart, auk þess að hafa leik-
ið í leikhúsi og auglýsingum. Þegar
til stóð að hann flytti hingað til lands
hafði hann ætlað að reyna fyrir sér
í leiklistinni hér. Þegar blaðamað-
ur ræddi við hann á fimmtudag var
hann að fara til Madrid þar sem hann
var að sinna leiklistarverkefni. Hann
varð fyrir því að heimasíðu hans
var breytt og einhver óprúttinn ná-
ungi sagði þar að Tav væri „Scottish
gigolo“ í stað þess að titla hann leik-
ara. Tav segist vita upp á hár hver var
þar að verki og íhugar nú hvað hann
muni gera í málinu. „Ég ætla að vera
í Skotlandi fram í október og þá flyt
ég kannski til Los Angeles og reyni
fyrir mér í leiklistinni þar,“ segir hann
að lokum.
„Ég vil ekki ræða einkalíf mitt,“
segir Linda Pétursdóttir og vildi ekki
tjá sig um málið þegar eftir því var
leitað.
astasigrun@dv.is
n Var búinn að kaupa trúlofunarhring n „Vantaði eitthvað upp á traustið“
Tav og Linda
hæTT saman
Keypti trúlofunarhring
Tav segist hafa verið tilbúinn
til að flytja hingað til lands til
að vera með Lindu. Hann hafi
meira að segja keypt trúlof-
unarhring. Mynd Sigtryggur Ari
Vill ekki tjá sig
Linda Pétursdóttir
vildi ekkert gefa
upp um sambands-
slitin við Tav þegar
eftir því var leitað.
Kallaður
gigolo
Rósa eign-
aðist son
Söngkonan Rósa Birgitta Ís-
feld eignaðist á dögunum son.
Þetta er annað barn Rósu en fyr-
ir á hún dótturina Ísadóru sem
er þriggja ára. Rósa er þekktu-
st fyrir söng sinn með hljóm-
sveitinni Sometime og í dúettn-
um Feldberg. Hún vakti einnig
athygli fyrir vaska framgöngu í
Eurovision-keppninni í ár þar sem
hún skartaði einmitt glæsilegri
óléttukúlu.
Komin á fullt
Fyrirsætan Erna Gunnþórsdóttir
er komin á fullt skrið aftur. Erna
var áberandi á síðum tímarit-
anna fyrir nokkrum árum en hafði
haldið sig úr sviðsljósinu um
nokkurt skeið. Hún notaði tímann
vel því hún eignaðist tvö börn,
kláraði stúdentinn, lærði hjúkr-
unarfræði og starfar nú við það.
Fyrirsætan prýðir forsíðu nýjasta
Séð og heyrt og er því komin aftur
á kunnuglegar slóðir.
Emil og Ása
í hjónaband
Ása María Reginsdóttir og unnusti
hennar Emil Hallfreðsson lands-
liðsmaður í fótbolta trúlofuðu
sig á gamlársdag og gifta sig með
pomp og prakt á laugardaginn.
Ása María og Emil búa í Verona
á Ítalíu þar sem hann stundar at-
vinnumennsku í boltanum.
Flott par Kári Steinn og Aldís
hafa verið saman í tæpt ár en hún
ætlar með honum til London til að
hvetja hann áfram á hans fyrstu
ólympíuleikum.