Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 21
D
avid Cameron, forsætis-
ráðherra Bretlands, bar á
fimmtudag vitni fyrir rann-
sóknarnefnd breska þings-
ins sem rannsakar nú fjölmiðla-
samsteypu Ruperts Murdoch,
News International. Við yfir-
heyrslurnar sagði Cameron ítrek-
að að ekkert samsæri væri í gangi
á milli stjórnvalda í Bretlandi og
fyrirtækisins en tengsl stjórnenda
þess við Cameron hafa verið gagn-
rýnd harkalega.
Í ljós hefur komið að Rebekah
Brooks, fyrrverandi ritstjóri News
of the World, átti í miklum sam-
skiptum við Cameron. Brooks hef-
ur sjálf verið ákærð fyrir sinn þátt
í hlerunum og öðrum vafasömum
ákvörðunum sem teknar voru í rit-
stjóratíð hennar.
Eitt af því sem gagnrýnt hefur
verið í samskiptum fyrirtækisins
og stjórnvalda er aðkoma þeirra
að yfirtöku News International á
BSkyB fjölmiðlasamsteypunni.
„Þessi hugmynd um að Íhalds-
flokkurinn hafi gert samkomu-
lag við News International og
sagt „þið styðjið okkur og við
munum tryggja þessari yfirtöku
skjótt gengi“ er bara bull,“ sagði
Cameron aðspurður um samein-
inguna. Hann líkti rannsókninni
við nornaveiðar.
Samskipti Camerons við fjöl-
miðla hafa einnig vakið upp
spurningar og hefur dagbók hans
leitt í ljóst að hann fundaði með
James Murdoch, stjórnanda News
International og son Ruperts
Murdoch, minnst fimmtán sinn-
um áður en hann settist í stól for-
sætisráðherra. Samkvæmt dag-
bókinni átti hann einnig rúmlega
1.400 fundi með blaðamönnum en
Cameron hefur sjálfur viðurkennt
að samskipti fjölmiðla og stjórn-
valda hafi orðið of náin.
adalsteinn@dv.is
Fékk mestu virðingarstöðu í
Harvard
Obama útskrifaðist með gráðu í stjórn-
málafræði frá Columbia-háskólanum
og fór þaðan í laganám í Harvard-há-
skóla. Hann var fyrstur úr hópi litaðra
til þess að verða í forsæti þess hóps
laganema sem gefur út lögfræðitíma-
ritið Harvard Law Review. Er þetta
mesta virðingarstaðan í Harvard.
Í viðtali við New York Times
árið 1990, sagði hinn 28 ára Barack
Obama eftir að hafa verið kosinn:
„Sú staðreynd að ég var kosinn, sýn-
ir miklar framfarir og þetta er mjög
hvetjandi. Þetta þýðir þó ekki að allt
sé í lagi meðal svartra og það eru
hundruð þúsunda þeldökkra náms-
manna með mikla hæfileika, sem fá
engin tækifæri.“
Barack Obama á að baki farsælan
feril sem lögmaður og gerði aðstæð-
ur og réttindi svartra í Chicago að
sér stöku baráttumáli. Hann kenndi
einnig lög í einum af háskólum borg-
arinnar. Á árunum 1997–2004 sat
hann á fylkisþingi Chicago og sama
ár var hann kjörinn inn á bandaríska
þingið.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið
til sjávar og nú berst Obama fyrir
endurkjöri gegn auðkýfingnum Mitt
Romney. Kosningasjóðir beggja eru
digrir og því er spáð að þessi kosn-
ingabarátta verði sú dýrasta í sögu
Bandaríkjanna. Talið er að kostnað-
urinn að þessu sinni verði á bilinu
6–7 milljarðar dollara (720–840 millj-
arðar króna).
Skurðlæknir grunaður um skotárás Bar vitni fyrir þingnefnd
n Forsætisráðherra Bretlands yfirheyrður
n Hægrimenn sækja hart að Obama n Var kjörinn til metorða í Harvard
Beðið fyrir dauða OBama
Þetta segja
hatursmenn Obama
Að hann sé ekki Bandaríkjamaður, hann
sé andkristur, hann sé djöfullinn sjálfur, að
hann sé „Ameríku-hatari,“ að fæðingar-
vottorð hans sé falskt, að hann sé í raun
múslimi, að hann hafi farið í íslamskan
„madras“-skóla þegar hann bjó í Indónesíu,
að hann sé vinur hryðjuverkamanna, hann
sé barnamorðingi, að hann hafi verið
lélegur námsmaður, að hann sé sósíalisti,
að hann sé kommúnisti og „Obamúnisti“,
að hann sé svartur, að hann ætli að láta
Bandaríkin af hendi (til hverra er ekki
sagt!), að hann sé reykingamaður, að hann
sé of frjálslyndur, að hann sé „yfirstétt-
armaður“, að hann sé hrokagikkur og að
hann sé veikur á geði.
Í bókinni The Obama Haters, eftir blaða-
manninn John Wright (2011), kemur fram
að meðal öfgatrúarmanna á hægri væng
bandarískra stjórnmála, sé beðið fyrir
andláti Baracks Obama. Í bók sinni segir
Wright að mikið af því sem sagt sé um
Obama grundvallist á vanþekkingu, að
fólk sem dæmi hann viti einfaldlega ekkert
um hann, kannski eins og ein kona sagði
á kosningafundi árið 2008: „Ég treysti
ekki Obama, ég hef lesið um hann, hann
er Arabi.“
En áróður andstæðinga Obama virðist ná
í gegn, því samkvæmt könnun árið 2008
trúðu 13% þeirra sem svöruðu að Obama
væri múslimi. Þetta sannar kannski það
að sé vitleysan endurtekin nógu oft verður
hún að sannleika.
Uppruni og
fjölskylda Obama
Faðir forsetans er Barack Hussein Obama
eldri, hagfræðingur og fyrrverandi fjár-
málaráðherra Kenýa, fæddur 1936. Hann
lést í umferðarslysi í nóvember árið 1982,
46 ára að aldri. Forsetamóðirin hét Stanley
Ann Dunham og var mannfræðingur að
mennt. Hún fæddist í smábænum Wichita í
Kansas-ríki og bjó og starfaði víða.
Obama eldri hitti Ann á Hawaii, þar sem
hann var við nám. Ann var aðeins 19 ára
þegar hún eignaðist soninn, en faðir hans,
Obama eldri, sneri aftur til Kenýa og hætti
námi vegna fjárskorts. Þau skildi síðan og
kynntist Barack Obama yngri því aldrei
föður sínum.
Móðir Obama, lést árið 1995 úr leg-
hálskrabbameini. Frá 10 ára aldri bjó
Obama hjá ömmu sinni á Hawaii, gekk þar í
skóla, en flutti svo til Los Angeles árið 1979.
Síðar á lífsleiðinni kynntist Barack Obama
eiginkonu sinn og núverandi forsetafrú,
Michelle Obama (fædd 1964) og eiga þau
tvær dætur sem heita Malia og Sasha.
Hún er lögfræðingur að mennt, eins og
eiginmaðurinn.
Líkt við Hitler Sumir ganga svo langt að líkja Barack Obama við foringja þýska nasista-
flokksins, Adolf Hitler.
Ósiðlegur Kona mótmælir umbótum Obama á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, en tugir
milljóna hafa hingað til verið án grunntryggingar.
„Born in the USA“ Fæðingarvottorð
Barack Obama sýnir að hann er fæddur á
Hawaii, sem tilheyrir Bandaríkjunum og er
hann því Bandaríkjamaður.
Erlent 21Helgarblað 15.–17. júní 2012
Nornaveiðar
David Cameron líkti
rannsókn þingsins á
News International við
nornaveiðar þegar hann
kom fyrir nefndina og var
yfirheyrður. MyNd AFP
Tístir í nafni
Svíþjóðar
Sonya Abrahamsson, 27 ára
sænsk móðir, hefur valdið miklu
fjaðrafoki eftir að hún fékk að
taka yfir Twitter-síðu sænskra
stjórnvalda. Hún hefur not-
að síðuna til að segja dóna-
lega brandara, til að kvarta yfir
fótbolta og gera grín að Justin
Bieber og IKEA. Abrahamsson
hefur líka notað Twitter-síðuna
til að velta upp spurningum um
gyðinga og af hverju Hitler hafi
viljað útrýma þeim. Hún hefur
beðist afsökunar á sumum um-
ælunum en það hefur hins vegar
ekki stöðvað umræðuna um þau.
Sænsk stjórnvöld hafa haft
þann háttinn á að leyfa Sví-
um sjálfum að sjá um Twitter-
síðu landsins og er einn valinn í
hverri viku til að sjá um síðuna.
Hægt er að skoða Twitter-síð-
una undir notendanafninu @
Sweden.
Neytti LSD
og kannabis
í miklum mæli
Steve Jobs, einn af stofnendum
Apple, viðurkenndi fyrir banda-
ríska varnarmálaráðuneytinu að
hafa notað eiturlyfið LSD fimm-
tán sinnum. Hann viðurkenndi
einnig að hafa neytt kannabis-
efna margsinnis á árunum 1973
til 1977, allt að þrisvar sinnum í
viku.
Jobs, sem þótti mikill frum-
kvöðull á sviði tölvutækni, sagði
í umsókn sinni um aðgang að
leynilegum gögnum ráðuneyt-
isins að hann sæi alls ekki eftir
neyslunni og að með henni hafi
hann upplifað margt sem hann
taldi mikilvægt. „Þetta var jákvæð
upplifun sem breytti lífi mínu og
ég er ánægður með að hafa upp-
lifað þetta,“ sagði Jobs í umsókn-
inni. Þetta kemur fram í um-
fjöllun Wired en tímaritið hefur
umsóknina sem Jobs fyllti út und-
ir höndum.
Ástæða þess að Jobs þurfti að
fylla út umsóknina var að fyrir-
tæki hans, Pixar, þróaði hugbún-
að sem ráðuneytið notaði, sam-
kvæmt ævisögu Jobs sem kom út
eftir andlát hans.