Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2012, Blaðsíða 36
36 15.–17. júní 2012 Helgarblað Sakamál 19 morð var þýskur vörubílstjóri, Volker Eckert, sakaður um að hafa framið í Frakklandi, á Spáni og í Þýskalandi á árunum 1974–2006. Volker játaði á sig sex morð. Eckert var handtekinn í nóvember 2006 og fann lögreglan ljósmyndir og fleiri vísbendingar um sekt hans. „Ég er svo geggjaður að mér finnst léttir að vera handtekinn,“ sagði Eckert þegar hann var handtekinn. Hann framdi sjálfsmorð í klefa sínum í byrjun júlí 2007. Síðar fann lögreglan sannanir fyrir því að hann hefði myrt 9 konur í áðurnefndum löndum og Ítalíu að auki.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s xxx S ian Kingi, tólf ára nýsjálenskri maóríastúlku, var rænt í Noosa í Queensland árið 1987. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og urðu lyktir þess þær að hjón að nafni Barrie Watts og Val- mae Beck voru sakfelld fyrir ódæðið. Málavextir voru þeir að Kingi hafði verið að hjóla í mestu mak- indum skammt frá Pinnaroo-garði í Noosa þegar illfyglið Valmae narraði hana inn í nærliggjandi rjóður undir því yfirskyni að hún væri að leita að puddle-hundi sínum og væri hjálp- arþurfi. Inni í rjóðrinu beið Watts, sem flestir geta verið sammála um að var ekki merkilegur pappír, og greip varnarlausa stúlkuna aftan frá og neyddi hana inn í bifreið. Þar var Kingi fjötruð og síðan ekið sem leið lá tólf kílómetra leið til Tinbeerwah- skógar. Þegar þangað var komið skipti engum togum að ódámurinn Watts nauðgaði fórnarlambi sínu og stakk síðan og kyrkti. Líkinu af Sian Kingi henti sorapakkið síðan í nærliggj- andi gilskorning þar sem það fannst sex dögum síðar. Réttað var yfir Watts, þeim sam- viskulausa mannfjanda, árið 1995 vegna morðs á Helen nokkurri Mary Feeney. Hún hafði síðast sést á lífi einum mánuði áður en Sian Kingi var myrt. Fyrir morðið á Helen Mary var Watts dæmdur til 14 ára fangels- isvistar. En það var ekki fyrr en árið 2007 sem mannfýlan viðurkenndi að hafa orðið Sian Kingi að aldurtila. Af Valmae Beck var það hins vegar að segja að hún átti sex börn áður en hún giftist Watts og seg- ir ekkert frekar af þeim. Árið 1990 skildi hún við Watts og þegar að- ild hans að morðinu á Sian kom í ljós hafði hún breytt um nafn – Fay Cramb. Hvort innrætið breyttist með nýju nafni verður ekki metið hér, en hvað sem því líður hafði hún sagt við skilnaðinn við Watts að hún iðraðist alls sem hún hafði gert með honum. Valmae sótti um reynslulausn í þrígang án árangurs en uppskar aftur á móti eins og hálfs árs tíma í viðbót við þann tíma sem þyrfti að líða þar til hún gæti sótt um reynslu- lausn. Það var fyrir aðild hennar að morðinu á Helen Mary. Watts og Beck fengu bæði lífs- tíðardóm, en maðurinn með ljáinn gat greinilega ekki beðið eftir að koma klóm sínum í Beck því hún féll í dá eftir hjartaaðgerð í maí 2008 og skildi við 27. sama mánaðar án þess að komast til meðvitundar. annað morð felldi þau Þ egar Patrick og Ingrid Van Cleemput fluttu frá Belgíu til Kaliforníu í Bandaríkjunum, ásamt tveimur dætrum sín- um, Claudiu og Söruh, árið 1997 hefðu þau ekki getað hugsað sér betri nágranna en Richard Stone. Fyrr en varði voru Stone-hjónin farin að grilla með belgísku nágrönnunum og jafnvel að fara með þeim í frí. Það er gott að vera vitur eftir á, en reyndar aðeins of seint í mörgum til- vikum, og síðar lét nágrannakona þeirra, Liana Shell, þau orð falla að eitthvað hefði verið undarlegt – rangt jafnvel – við það hvernig Richard lék sér við Cleemput-stúlkurnar – hvern- ig hann kitlaði þær og snerti. Cleemput-hjónin vissu ekki þá að Richard Stone, vingjarnlegi ná- granninn, beitti Söruh kynferð- islegu ofbeldi. Árin liðu og þegar Sarah varð 14 ára gat hún ekki meir. Þann 18. janúar 2002, þegar foreldr- ar hennar voru farnir til vinnu, lagði hún þrjár sjálfsmorðsorðsendingar á eldhúsborðið. Síðan gekk hún upp á herbergið sitt, vafði handklæði um höfuð sér og setti nokkur handklæði á gólfið og skaut sig í höfuðið. „Spyrjið Dick“ Á eina orðsendinguna hafði Sarah skrifað: „Þið haldið kannski að það sé ekki eðlilegt að táningur geri svona. Spyrjið Dick.“ Þrátt fyrir að Sarah hefði nefnt Dick á nafn sáu foreldrar henn- ar ekki tengslin, en það gerði lög- reglan hins vegar því hún fékk vit- neskju um að Richard – Dick – hefði misnotað 12 ára vinkonu Söruh með sama hætti. Richard var handtekinn og ákærður, en þrátt fyrir að Sarah hefði svipt sig lífi var vinkona henn- ar ekki reiðubúin til að bera vitni. Saksóknara leist ekki á blik- una og virtist sjálfgefið að Richard Stone kæmist upp með viðurstyggi- legt athæfi sitt. En tveimur dögum fyrir vitna- leiðslur, sem áttu að hefjast í október 2002, fékk saksóknari óvænt skilaboð sem urðu til þess að hann gerði sér ferð til Beverly- hæða ásamt rannsóknarlögreglu- manni til að ræða við konu nokkra. Frændi konunnar Í ljós kom að Richard Stone var frændi konunnar og hafði misnotað hana kynferðislega þegar hún var fimm til átta ára – og hún var reiðu- búin að bera vitni. Hún hafði fyrst heyrt af máli Söruh þegar móðir hennar, Esther, hafði sent henni blaðaúrklippur um málið. Eðli málsins samkvæmt fékk lög- fræðingur Richards Stone vitneskju um nýja vitnið og þróun mála og innan viku viðurkenndi hann sekt sína og fékk fjórtán ára dóm. En sagan var ekki öll og næstu árin veltu foreldrar Söruh því fyrir sér hver hefði gefið sig fram á síðustu stundu og tryggt að Richard svaraði fyrir syndir sínar. Það var ekki fyrr en í mars 2006 sem Cleemput-hjónin fengu raf- rænan póst – email – frá saksóknar- anum þar sem hann upplýsti hvert hið óvænta vitni hafði verið; ör- væntingarfulla húsmóðirin Teri Hatcher. Innan tíðar, í kjölfar greinar í tímaritinu Vanity Fair, var heims- byggðin búin að fá vitneskju um að- ild Teri að máli Söruh, og hingað til hulinn hluta sögu Teri. Ótti og varnarleysi „Þetta er nokkuð sem ég hef reynt að fela allt mitt líf. Ég varð gjör- samlega slegin vegna sársauka þessarar stúlku,“ sagði Teri í við- talinu. Hún sagði að minningarn- ar um misnotkunina hefðu fylgt henni hvert sem hún fór – meira að segja liturinn á gólfteppinu í bíl Richards – snerting hans og orð hans. Í viðtali við Opruh Winfrey sagði Teri að hún hefði fundið til „mikillar skammar“ því hún hefði vitað hvað myndi gerast þegar hún væri komin inn í bíl Richards, en hún hefði farið inn í hann engu að síður. „Ég vildi fara inn í bílinn vegna þess, held ég, að ég vildi fá þessa sérstöku athygli. Og það er hluti af hryllingi sektarinnar, eins og þú berir sök …“ Faðir Söruh vonar að hugrekki Teri verði þess valdandi að fleiri börn rjúfi þögnina áður en það er orðið um seinan, og saksóknar- inn deilir þeirri von með föðurn- um. Sú ákvörðun Teri Hatcher að rjúfa þögnina og brjótast úr þeim viðjum sem hún hafði verið í til fjölda ára varð lóð á vogarskál réttlætis og tryggði refsingu til handa Richard Stone. n Fjórtán ára framdi sjálfsmorð n Fræg leikkona felldi barnaníðing ÓVÆnT ViTni „Þið haldið kannski að það sé ekki eðlilegt að táningur geri svona. Spyrjið Dick. Úlfur í sauðargæru Richard Stone beitti ungar stúlkur kynferð- islegu ofbeldi. Teri Hatcher Ákvað að svipta hulunni af óþekktum hluta bernsku sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.