Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Page 2
2 þriðjudagur 13. október 2009 fréttir Hættan á málssókn Breta og Hol- lendinga vegna grófrar mismununar á íslenskum sparifjáreigendum ann- ars vegar og hollenskum og breskum hins vegar er mikil að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hafi ekki samist um Icesave-skuldirnar áður en lokafrestur til útgreiðslu rennur út 23. október næstkomandi. Lilja Mósesdóttir, þingkona VG, segir að íslensk stjórnvöld hafi geng- ið of langt í að tryggja hag íslenskra innstæðueigenda; aðgerðir ríkisins hafi verið of víðtækar og skattgreið- endur í raun látnir ábyrgjast háar og lágar innistæður og þar með allan skaðann af hruni einkabankanna. Lilja berst gegn breytingum á Icesave-fyrirvörum Alþingis, sem snerta hag breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Hún sagði í þing- ræðu í síðustu viku að því hefði ver- ið fleygt að 10 prósent íslenskra fjármagnseigenda hefðu átt um 70 prósent af innstæðuupphæðinni sem skattgreiðendur tryggðu. „Með öðrum orðum, sú aðgerð að tryggja innstæður að fullu fól í sér mikla eignatilfærslu frá skatt- greiðendum til fjármagnseigenda sem birtist meðal annars í því að nú þarf ríkið að leggja ríkisbönkunum til um 200 milljarða í eigið fé. Auk þess var tekin sú ákvörðun að bæta fjármagnseigendum tap vegna pen- ingamarkaðssjóða bankanna og er talið að þessi ákvörðun hafi kostað skattgreiðendur að minnsta kosti um 200 milljarða. Sú staðreynd, að ekki var sett þak á upphæðina sem ríkið ábyrgðist varðandi bankainnstæð- ur, hefur leitt til þess að í dag er lít- ið svigrúm til þess að draga úr eigna- tilfærslunni sem átt hefur sér stað frá hruninu varðandi skuldara eða eignatilfærslu frá skuldurum til fjár- magnseigenda.“ Líklegt er að fjáraustur stórnvalda til að tryggja hag íslenskra innistæðu- og fjármagnseigenda líti illa út komi til málssóknar Breta og Hollendinga gegn Tryggingarsjóði innstæðueig- enda vegna vangoldinna Icesave- skulda. „Sjóðurinn getur því átt von á málssókn á hendur sér og sömuleið- is ríkið fyrir að mismuna innistæðu- eigendum eftir staðsetningu,“ segir í áliti efnahags- og viðskiptaráðuneyt- isins fyrir helgi. Ögurstund eftir 10 daga Oddvitar ríkisstjórnarinnar og emb- ættismenn reyna nú að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um frest til þess að leysa Icesave-deiluna á Al- þingi á næstunni. Þann 23. október rennur út frestur til að greiða alla Icesave-skuldina og frekari fresti er ekki til að dreifa nema um það verði samið á pólitískum grundvelli. Í raun yrði um greiðslu- fall þjóðarinnar að ræða hafi ekki samist um hana eftir tíu daga. Íslensk, hollensk og bresk stjórn- völd hafa að undanförnu rætt breyt- ingar á fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgðinni á Icesave-skuldbind- ingunum. Samkvæmt heimildum DV er aðeins um orðalagsbreytingar að ræða varðandi efnahagsfyrirvar- ana. Fyrst og síðast eru Hollendingar og Bretar fastir fyrir varðandi trygg- ingar á endurgreiðslu lánanna sem þjóðirnar veita Tryggingarsjóði inn- stæðueigenda til að greiða upp Ice- save-skuldirnar. Vonlaust að standa við 23. október Engar líkur eru á því að frumvarp um breytingar á fyrirvörum Alþing- is verði lagt fram á þingi fyrr en und- ir næstu helgi og vonlaust er talið að málið verði afgreitt fyrir 23. október. Því leggja stjórnvöld ríka áherslu á að semja við hollensk og bresk stjórnvöld um pólitískt svigrúm til að ljúka málinu. Til þess að svo megi verða þarf Icesave-málið að vera í til- teknum farvegi sem miðar að lausn þess á þingi. Helstu forystumenn stjórnar- flokkanna telja vaxandi líkur á að breytingar á Icesave-fyrirvörunum renni í gegnum þingið. Hafni þingið breytingum, málið fari aftur í hnút, endurskoðun efnahagsáætlunar- innar í samstarfi við AGS tefjist að sama skapi, er ljóst að efnahagsskil- yrði þjóðarinnar versna til muna. Önnur og breytt ríkisstjórn þyrfti þá að glíma við enn meiri vanda hvort heldur það yrði með eða án sam- starfs við AGS. Þá blasir við að 700 milljarða Icesave-skuldin hverfur ekki við það að þingið og þjóðin neiti að greiða hana. Af samtölum DV við forystumenn ríkisstjórnarinnar má álykta að vax- andi líkur séu til þess að nýtt frum- varp verði afgreitt af þinginu von bráðar. Ekki sé ástæða til að ætla að Alþingi vilji axla þá ábyrgð að enda Icesave-deiluna í bullandi milliríkja- deilu við bresk en ekki síður hollensk stjórnvöld sem eru undir miklum þrýstingi heima fyrir. Seðlabankinn og viðskiptaráðuneytið spáðu einnig afar dökkum horfum ef ekki semdist. Óvissa er þó enn um stuðning Ögmundar Jónassonar og nokkurra annarra þingmanna VG. Litlar líkur eru þó til þess að Steingrímur J. Sig- fússon reyni aftur að tryggja stuðn- ing við breytingarnar fyrir fram. Málið er því í höndum þingsins. Á fyrir 2 prósentum af skuldinni Eins og áður segir eru engin tök leng- ur á því að framlengja frest þann sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta hefur fengið í liðlega heilt ár til þess að greiða út 700 milljarða Icesave-skuld við Breta og Hollend- inga, eða frá því bankakerfið hrundi. Eignir sjóðsins eru um 16,5 milljarðar króna. Hann hef- ur aðeins heimild til þess að greiða út þá upphæð og taka lán samkvæmt nánari fyrir- mælum svo sem gert er með lögunum um ríkisábyrgð á lánum til sjóðsins vegna Icesave-skuldanna. Eftir að Fjármála- eftirlitið viðurkenndi greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda gagnvart Lands- bankanum í byrj- un október í fyrra fékk sjóðurinn tveggja mánaða frest til þess að greiða út innstæðu- tryggingarnar. Þennan frest var unnt að framlengja, þó ekki lengur en til 23. október næstkomandi. Hafi ekki samist um annað Dekruðu við íslenska fjármagnseigenDur Frestur til að greiða 700 milljarða króna Icesave-skuld rennur út eftir 10 daga. Tryggingarsjóður innstæðueigenda á tæpa 17 millj- arða upp í skuldina. Þingmaður VG lítur svo á að íslensk stjórn- völd hafi gengið allt of langt í að tryggja sparifé innanlands á kostnað skattgreiðenda og skuldara á sama tíma og styr stendur um innistæður útlendinga. Líkur aukast á að ríkisstjórnin haldi velli og að Alþingi ljúki Icesave með viðbótarfresti. Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Engin ríkisábyrgð Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir enga ríkisábyrgð á Icesave en svarar ekki hvernig tryggja eigi sparifjárinneignir. Lilja Mósesdóttir, VG „Sú aðgerð að tryggja innstæður að fullu fól í sér mikla eignatilfærslu frá skattgreiðendum til fjármagnseigenda sem birtist meðal annars í því að nú þarf ríkið að leggja ríkisbönkunum til um 200 milljarða í eigið fé.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.