Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Blaðsíða 14
Svarthöfði er kominn með krónískt ógeð á íslenskri pólitík og þjóðmálaumræðu almennt. Tilbreytingarleysið er óbærilegt og ber vott um vítavert kæruleysi íslenskra stjórnmálamanna sem leyfa sér endalaust að láta eins og fífl og hjakka í sama farinu á hættu- tímum þar sem aldrei hefur verið jafn mikilvægt að láta hendur standa fram úr ermum. Hér er allt að fara til fjand- ans en samt gerist ekki neitt og frétt- irnar eru meira og minna alltaf þær sömu, með smávægilegum tilbrigð- um, dag eftir dag og viku eftir viku. Það sem gengur endalaust í hringrás eilífðarinnar á Ís-landi er í stuttu máli þetta: Ríkisstjórnin er svo gott sem sprungin en Jóhanna og Steingrímur ganga samt í takt, Ögmundur er prins- ippmaður, sjálfstæðismenn kenna öllum nema sjálfum sér um hrunið og afleiðingar þess, Icesave er í hnút, framsóknarmenn gera sig að fíflum á hliðarlínunni og allar hreyfingar Hreyfingarinnar enda með ósköpum. Í raun er ekkert nýtt í þessu annað en að Ögmundur er orðinn lif-andi dæmi um hversu svokall-aðir prisippmenn geta verið stjarnfræðilega leiðinlegir í háleitu hugsjónaflippi sínu. Hitt er allt gömul saga. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið góðu gæjarnir í sínum sturlaða hug- arheimi, framsóknarmenn eru sem fyrri daginn tækifærissinnuð hirðfífl og taktur Jóhönnu og Steingríms er falskur þar sem flokkar þeirra eiga jafn mikla samleið og arabar og Ísraels- menn. Fram eftir sumri virtist þessi dauðadæmda hringavitleysa samt vera línulaga og Svarthöfði og fleira fólk gerði sér grillur um að þetta lánlausa lið sem vermir stólana á Alþingi myndi að lok- um kom- ast eitt- hvað áleiðis. Þrautleiðinleg umræðan reyndist svo vera nákvæmlega eins og hægfara rútuferð til Keflavíkur. Ekkert markvert ber fyrir augu á leiðinni og þegar á áfangastað er komið er heldur ekkert að sjá. Þegar úttauguð þjóðin taldi sig vera komna á draugfúlan áfangastað ákváðu pólitíkus-arnir hins vegar að gefa aftur í og halda fíflaganginum áfram. Og nú erum við ekki lengur á eilífri og leið- inlegri leið til Keflavíkur heldur erum við föst í hringtorginu við Hveragerði. Hringtorgið þar er svosem ekkert verra en önnur hringtorg. Það er að segja að því gefnu að maður hafi rænu á því að koma sér út úr því. Þetta er ekkert voða-lega flókið. Maður getur skotist út í fyrstu beygju og farið til Þorlákshafn- ar. Eða tekið þá næstu og endað á Selfossi. Sleppi maður Selfossi getur með- ur skellt sér í Hvera- gerði eða bara farið heilan hring og farið aftur beint til baka til Reykjavík- ur. Nú má örugglega deila endalaust um hver þessara staða sé skemmtileg- astur eða heppilegastur en það eitt er víst að þeir eru allir betri en að keyra endalaust í hringi á torginu. Það gera engir nema hálfbjánar og svo undar- lega vill til að stjórnmálastéttin sem getur ekki sameinast um nokkurn skapaðan hlut, síst af öllu að reyna að bjarga Íslendingum úr ógöngunum, getur verið á einu máli um að það sé sniðugast að keyra sama hringinn í Hveragerði aftur og aftur. Á meðan fíflin halda hringsól-inu áfram er þjóðin að drep-ast úr hræðslu og leiðindum en hefur svo sem ekki við neinn nema sjálfa sig að sakast. Við kusum hringekjufólkið yfir okkur og eigum ekkert betra skilið en að engjast með þeim við Hvera- gerði í hringavitleysunni þar sem skemmtiatriðin byggja á prinsipp- um, lýðskrumi, afneitun og sjálfs- blekkingum. Hringavitleysa á torgi Spurningin „Nei, þetta er örugglega ekki það síðasta en sannarlega er þetta í áttina,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands. Hún fagnar því mjög á Eyjubloggi sínu að fyrsta konan hefur nú fengið Nóbelsverðlaunin í hagfræði, stjórnmálafræðiprófessor- inn Elinor Ostrom, og segir þar enn eitt karlavígið hafa fallið. er síðasta karla- vígið fallið? „Samningarnir gætu ekki verið verri.“ n Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, í svari sínu við fyrirspurn Sölva Tryggvasonar varðandi Icesave sem sá síðarnefndi birtir á bloggi sínu. - pressan.is „Ég var reiður líka.“ Bjarni Viðar Sigurðsson, 44 ára gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka í Mjóddinni, um líðan sína frá því bankahrunið skall á. Hann segir fólk ekki hafa áttað sig í upphafi á að bankastarfsmenn voru eins og allir aðrir að tapa á bankahruninu og reiðir út af ástandinu.- DV „Ég á þetta dæmi alveg skuldlaust.“ Sverrir Stormsker um viðurnefnið Násker sem hann gaf Jóni Ásgeiri Jóhannessyni á sínum tíma. Hannes Hólmsteinn gerði það að sínu í pistli sínum á pressan.is fyrir skömmu. - DV.is „Ég hef lent í handalög- málum við allavega einn eða tvo andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.“ Tónlistarmaðurinn Steinar Fjeldsted um húðflúr með blárri hendi sem hann er með á handlegg sínum. Það er þó ekki tengt hinni svokölluðu bláu hendi Sjálfstæðisflokksins sem Hallgrímur Helgason nefndi í blaðagrein sinni um árið. - Fréttablaðið „Við munum reyna að vera eins hagsýn og mögu- legt er.“ Þórhallur Gunnarsson um Skaupið í ár. Dregið hefur verið úr kostnaði við það undanfarin ár og verður sparað enn meira núna. Kostnaðurinn mun engu að síður hlaupa á fleiri milljónum króna. - Fréttablaðið Betlandi þjóðernissinnar Leiðari Á eftirstríðsárunum voru kommúnist-arnir alþjóðasinnar, með stöðugum samskiptum sínum við alþjóðasam-tök kommúnista og jafnvel barns- legri aðdáun á Sovétríkjunum. Á sama tíma lögðu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn áherslu á nauðsyn fullkom- innar sjálfsstjórnar og sjálfstæðis þjóðarinnar. Nú hafa sömu víglínur verið dregnar að nýju. Samfylkingin vill inngöngu í Evrópu- sambandið - draumalandið. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn leggja áherslu á að þjóð- in þurfi ekki á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að halda. Hljómgrunnurinn fyrir þjóðernishyggju hefur ekki verið betri síðan í sjálfstæðisbarátt- unni. Landið er nánast hersetið af gjaldeyris- sjóði lánardrottna, sem þjóðin getur samein- ast um að fyrirlíta. Sjóðurinn neyðir okkur til að samþykkja ígildi Versalasamninga. Út á þetta spila hinir hefðbundnu þjóðernishyggju- flokkar landsins. Íslendingar geta hins vegar ekki lagt upp í vegferð þjóðernissinna nema með betlist- af í hendi. Reynslan er komin nú þegar. Jens Stoltenberg hefur vísað stoltum förumönnum Framsóknar frá. Fátt bendir til þess að önn- ur leið sé fær, en framsóknarmenn bera eng- in merki þess að þeir skilji það eða vilji skilja það. Stjórnvöld í öðrum ríkjum gera kröfu til þess að Íslendingar hætti í „afneitun“ gagnvart skuldbindingum sínum áður en þeim eru veitt fleiri lán. Líkt og lán án skilyrða væri eins og að gefa ölvuðum róna pening, sem hann myndi án efa nýta í að framlengja sjúkdóm sinn. Við þurfum að horfast í augu við umfang skaðans sem stjórnmálamenn okkar hafa unnið. Í góðærisveislunni hegðuðu íslensk stjórnvöld sér eins og kókaínfíkill sem trú- ir því hvorki að veislan taki enda, né að hann lúti lögmálum veruleikans utan vímunnar. Skattar voru lækkaðir í þenslu og útgjöld rík- isins þanin út, fasteignabólan var hunsuð, hlutabréfabólan líka, litlar innistæður voru fyrir bankainnistæðum og farið var út í mestu stórframkvæmdir sögunnar á versta tíma sög- unnar. Nánast allt var gert vitlaust, þótt þetta væru sígild dæmi í kennslubókum um lélega og ósjálfbæra hagstjórn. Skólabókardæmun- um svöruðu stjórnvöld með hroka, firringu og persónuárásum gegn gagnrýnendunum, sem voru sagðir öfundsjúkir út í Íslendinga. Og allt fram að Guðsávarpi forsætisráðherrans stund- uðu ráðherrarnir lygar og afneitun gagnvart þjóð sinni og umheiminum. Að sjálfsögðu bendir fátt til þess að íslensk- ir ráðherrar hafi raunverulega verið haldnir vímuefnafíkn og mögulega eru „handrukkar- ar“ gjaldeyrissjóðsins ósanngjarnir við okk- ur. Það breytir því ekki að stjórnvöld annarra ríkja sýna okkur ýmist hörku eða í besta falli vorkunn. Aðeins okkar bestu vinir, Færeying- ar, treysta okkur fyrir fjármagni án skilyrða um afsal fjárræðis. Það segir sitt um hvernig aðrir upplifðu veisluna, þar sem við vorum mest og best. Þótt framsóknarmenn og sjálfstæðismenn séu haldnir minnisleysi um hneyksli síðustu veislu eru aðrir það ekki. Leyfum vímunni að fara úr blóðinu áður en við endurvekjum hrok- ann, þjóðernishyggjuna og firringuna. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Í góðærisveislunni hegðuðu íslensk stjórnvöld sér eins og kókaínfíkill. bókStafLega 14 þriðjudagur 13. október 2009 umræða Sandkorn n Nokkrir hafa orðið til að lýsa áhyggjum sínum af því að út- rásarvíkingum skuli ekki falið að taka þátt í endurreisn Ís- lands. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, fór í Bjarma- landsför sína til Noregs með við- skiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar í sendi- nefnd sinni. Spurður um útrás- artenginguna brást Sigmundur reiður við og benti á ofsóknir í anda McCarthys. Árni Sigfús- son, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, tekur í sama streng og ber sam- an hatrið á útrásarvíkingum og ofsóknir gegn kommúnistum. n Það hefur ekki væst um Ás- geir Friðgeirsson, talsmann Björgólfanna, á gróðæristím- anum. Hann hefur haft í nógu að snúast fyrir húsbændur sína og uppskorið ríkulega. Þannig fékk hann að sitja í stjórn enska fótboltaliðsins West Ham í umboði sinna manna. En köld krumla kreppunnar læðist að talsmanninum eins og öðrum. Séð og Heyrt segir frá því að nú geti annar húsbændanna ekki lengur borgað Ásgeiri fyrir þjónustuna. Þar er um að ræða Björgólf Guðmundsson sem er miðpunkturinn í stærsta einstaklingsgjaldþroti Íslands- sögunnar. n Nokkur gleði er nú í Hádegis- móum eftir að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, ritstjórar Morgun- blaðsins, fengu loks- ins hurðir á nýbyggð- ar skrifstof- ur sínar á föstudaginn. Svo mikið lá á að loka búrum ritstjóranna að ekið var með hurðirnar um Kjalarnesið til Reykjavíkur í aftakaveðri sem geisaði eftir hádegi á föstudaginn. Ekkert ferðaveður var á þessum tíma, hvað þá flutningaveður. Á leiðinni reif vindurinn hressi- lega í flutningabílinn svo lá við stórslysi. n Greinilegt er að brotthvarf þungavigtarbloggara af Mogga- blogginu er farið að segja til sín. Aðsóknin að vefnum er tekin að falla sem hlýtur að valda Óskari Magnússyni útgefanda áhyggjum. Í síðustu viku komst DV.is í fyrsta sinn upp fyrir Moggabloggið sem fallið hefur jafnt og þétt síðustu vikurnar. Ekki sér fyrir endann á því ef marka má að bloggarar eru enn á förum. Þetta bætist ofan á áskrift- arfall sem Sveinn Andri Sveins- son stjörnulögmaður gefur í skyn að nemi 10 þúsund áskrifendum. LyNgHáLs 5, 110 REykjavÍk Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: Elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.