Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Blaðsíða 17
„Já, ég hef nú séð þetta. Þetta er nett- ur húmor,“ segir Eyjólfur Héðinsson leikmaður GAIS í Svíþjóð. Eyjólfur hefur orðið fyrir barðinu á húmor- ista sem skráði á Wikipedia að hann væri kallaður „gyðingur“ og stund- um „snákurinn“. Eyjólfur vill þó ekki kannast við seinna nafnið en kannast vel við það fyrra. „Ég hef verið kallaður gyðingur- inn lengi og það er ekki út af því að ég er svona nískur. Þegar ég var að starta Hotmail-pósti á netinu voru öll nöfn- in upptekin. Ég prófaði allt og var orðinn frekar heitur. Svo prófaði ég gydingur@hotmail.com og það gekk. Svo festist þetta bara við mig. Ég er meira að segja kallaður Juden hérna úti,“ segir Eyjólfur og hlær. Eyjólfur var lengi í Fylki en var áður í ÍR. Hjá Fylki ólst hann upp með nokkrum þekktum húmoristum en þar þótti ekki tiltökumál að pissa utan í næsta mann sem var að þvo á sér hárið svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur hins vegar ekki hugmynd um hver stendur á bak við hrekkinn og auglýsir eftir sannleikanum. „Ég verð að gera það þótt ég hafi nokkra menn grunaða.“ Hefur spilað vel GAIS er einn elsti klúbbur Svíþjóð- ar og hefur unnið sænsku deildina alls fjórum sinn- um. Félagið hefur orð á sér fyrir að vera jójó-félag sem heimsækir efstu deild og næstefstu til skiptis. Liðið er nú að klára sitt fjórða tímabil í röð í efstu deild en hefur verið að berjast á botninum allt tímabilið. En lið- ið hefur náð að bjarga sér frá falli með góðum leik að undanförnu og þar hefur Eyjólfur slegið í gegn. „Ég hef verið að spila ágætlega. Náð að pota inn einu og einu marki og lagt upp,“ segir þessi hressi Íslend- ingur en alls eru fjórir Íslendingar á mála hjá GAIS, Guðjón Baldvinsson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Gunnarsson og Eyjólfur. benni@dv.is Fellaini til tannlæknis Marouane Fellaini, leikmaður Everton, hefur verið hress í að taka sýklalyf. Fellaini hefur verið með tannpínu og borðað sýklalyf eins og smarties. Hafa læknar Everton nú bannað honum að taka meira og sent hann til tannlæknis til að draga úr honum endajaxl, sem hefur verið að angra Belgann stóra. Fellaini ætlar að sleppa leik Belga og Eista í kvöld í undankeppni HM til að jafna sig, enda óhemjuvont að láta draga úr sér skemmdan endajaxl. Er Dick Advocaat, landsliðsþjálf- ari Belga, mjög reiður yfir þessari ákvörðun. „Þetta er eitthvað sem ég varð að gera. Læknar Everton sögðu mér að ég væri að veikja ónæmiskerfið með öllum sýklalyfjunum. Ég fékk tannpínu í sumar og núna er sýking komin út í blóðið og bólgurnar valda mér vandræðum,“ segir Belginn Fellaini sem kostaði Everton 15 milljónir punda á sínum tíma þegar hann var keyptur frá Standard Liege. Helgi Sigurðsson skrifaði í gær und- ir samning við uppeldisfélagið sitt, Víking, og gerði þriggja ára samn- ing. Helgi fékk sig á dögunum lausan undan samningi hjá Val en þar hafði hann verið á mála frá 2007, varð Ís- landsmeistari á sínu fyrsta ári og í guðatölu meðal stuðningsmanna. Hann skoraði 29 mörk í 56 leikjum með Val en þar áður lék hann með Fram. Samtals hefur Helgi spilað 121 leik með þessum þremur félög- um í efstu deild og hefur í þeim skor- að 64 mörk. Hann á þar að auki lang- an feril í atvinnumennsku að baki, í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Grikklandi. Helgi sló í gegn með Víkingi undir handleiðslu Loga Ólafsson- ar á árunum 1990-1992. Aðeins 17 ára varð hann Íslandsmeist- ari þegar Víkingar unnu deildina. Hann hefur einnig leikið 63 lands- leiki og skorað í þeim 10 mörk. Víkingar ætla sér stóra hluti á næsta tímabili í fyrstu deildinni en liðið olli gríðarlegum vonbrigðum í sumar. Liðið endaði í tíunda sæti þrátt fyrir að vera með einn besta mannskap á pappírunum en lið- ið er skipað fjölmörgum reynslu- boltum úr efstu deild. Með Helga Sigurðsson til að skora mörkin eru þeim allir vegir færir. Helgi Sigurðsson skrifaði undir þriggja ára samning við Víking: tÝnDi sOnURinn kOMinn HeiM UMSjón: tóMAS Þór ÞórðArSon, tomas@dv.is spORt þRiðjUDagUR 13. október 2009 17 Benedikt BóaS HinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is Samkvæmt Wikipedia er eyjólfur Héðinsson, leikmaður GAIS í Svíþjóð, kallaður gyðingur og stundum snákurinn. Eyjólfur segir að einhver sé að gera grín að honum en hefur ekki hugmynd um hver. Gyðinga- nafnið hefur fylgt Eyjólfi til Svíþjóðar þar sem leikmenn GAIS kalla hann Juden, en nafn- ið er komið til vegna Hotmail-reiknings Eyjólfs. kominn heim Helgi tekur sig vel út í svart- rauða búningnum. 1992 Helgi spilaði síðast með Víkingi 1992. Þá voru miklar kempur í liðinu. leitaR að HRekkja- lÓMi Með Fylki Eyjólfur Héðinsson í leik með Fylki. Hann grunar að gamlir félagar hans séu á bak við hrekkinn. Mynd FótBolti.net Hrekkurinn góði Wikipedia er alfræðiorðabók fólksins. Allir geta skrifað inn. Hér má sjá hvernig skrifað er um hinn magnaða Eyjólf á síðunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.