Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Page 3
fréttir 13. október 2009 Þriðjudagur 3 Yfirvöld kirkjunnar reyna að færa séra Gunnar Björnsson til í starfi nú þegar aðeins tveir dag- ar eru þar til hann á að taka aftur við embætti sóknarprests í Sel- fosskirkju. Slíkt verður þó vart gert án hans samþykkis og er því reynt að semja við séra Gunnar. Séra Gunnar var settur í leyfi þegar stúlkur úr sókn hans kváðu hann hafa áreitt sig. Presturinn var ákærður en sýknaður. Þrátt fyrir það er málinu ekki lokið og gætir allnokkurrar andstöðu við það á Selfossi að hann snúi aftur sem sóknarprestur. Málið hefur reynst kirkjuyfirvöldum erfitt og hefur tafist ítrekað að ljúka því. Gunnar í fræðslustörf Heimildir DV herma að kirkjuyf- irvöld freisti þess nú að færa séra Gunnar til í starfi. Ein útfærsla sem hefur verið nefnd er að Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, hafi tekið þá ákvörðun að færa Gunnar í fræðsluhlutverk í Skálholti. Hlutverk hans yrði að veita prestum umdæmisins leið- beiningar og fræðslu. Biskup fór hins vegar úr landi í gærmorgun og því kemur það í hlut Sigurð- ar Sigurðarsonar, vígslubiskups í Skálholti, að bjóða Gunnari hið nýja hlutverk. Hvorki Sigurður né Gunnar vildu kannast við þá útfærslu í gær. Ljóst er þó af svörum Sig- urðar vígslubiskups að ákveðn- ar þreifingar eru í gangi. „Málið er í biðstöðu og við þurfum að heyra hans hugmyndir um þetta. Hann á eftir að veita andsvar við þeirri hugmynd um hugsanlega tilfærslu í starfi. Ég veit ekki til þess að hann hafi hafnað öðru hlutverki. Við hljótum að vona að málin leysist yfir höfuð ef ein- hvers staðar er stirðleiki,“ bætir Sigurður vígslubiskup við. Að- spurður segist hann ekki geta sagt frá hvaða tilfærslu í starfi Gunnari sé boðin. „Ekki fengið bréf“ „Ég segi allt gott bara,“ sagði séra Gunnar Björnsson, sem ver- ið hefur í leyfi frá störfum sem sóknarprestur í Selfosskirkju, þegar hann var spurður um líð- an sína í gær. Leyfi hans frá störf- um rennur út á fimmtudag og að öllu óbreyttu snýr hann aftur til starfa þá. Í samtali við DV í gær sagð- ist Gunnar ekki kannast við fræðslustarfið í Skálholti. Að- spurður sagðist hann ekki hafa fengið neitt erindi um nýtt hlut- verk í Skálholti. „Þú segir mér bara fréttir. Nei, ég kannast í rauninni ekki við málið og hef ekki fengið bréf um þetta,“ segir Gunnar. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, kann- ast heldur ekki við að þessi hugmynd hafi komið upp. Að- spurður vísar hann því á bug að leyfi séra Gunnars hafi ver- ið framlengt. „Ég kem alveg af fjöllum. Það er ekkert til svona frágengið á nokkurn hátt. Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr og það er bara þannig. Nú er ein- hver að reyna að spila með ykkur, því þetta er fjarri lagi,“ segir Sigurður. Gunnar væntir góðs Aðspurður hvað hann taki sér fyrir hendur þegar leyfi hans lýkur segist Gunnar ekkert vita. „Það liggur bara ekkert fyrir, á hvorugan veginn. Ekki hvort af því verði eða hitt. Þannig að ég veit bara ekkert um þetta. Ég vænti alls góðs, það geri ég allt- af,“ segir Gunnar að lokum. Að öllu óbreyttu snýr séra Gunnar Björnsson aftur til starfa sem sókn- arprestur í Selfosskirkju um miðjan mánuðinn. Staðgengill biskups segir málið í biðstöðu og að beðið sé and- svars Gunnars um tilfærslu í starfi. Reynt að færa séra Gunnar TRausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Ég vænti alls góðs, það geri ég alltaf.“ Prestur að störfum Séra Gunnar tók að sér prestsverk meðan hann var í leyfi, við litla hrifningu Biskupsstofu. þann dag verður Tryggingarsjóður innstæðueigenda að greiða Hollend- ingum og Bretum af eignum sínum, um 16,5 milljarða króna, sem eru að- eins liðlega 2 prósent af heildarskuld- inni vegna Icesave-innlánanna. skyldur Tryggingarsjóðs ljósar Sigrún Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Tryggingarsjóðs innstæðueig- enda og fjárfesta (TIF), segir ákvæði laga um sjóðinn skýr, hann greiði að- eins út í samræmi við eignir sínar. Stjórn hans er þó heimilt að taka lán hrökkvi eignir sjóðsins ekki til, telji hún brýna nauðsyn á því. Lágmarks- stærð sjóðsins skal nema 1 prósenti af meðaltali tryggðra innstæða á næst- liðnu ári. Nái heildareign ekki þessu lágmarki greiða viðskiptabankar og sparisjóðir gjald og veita ábyrgðar- yfirlýsingar svo sjóðurinn nái lág- marksstærð. Sigrún segir að þetta sé ekkert frábrugðið því sem ger- ist víða um lönd þótt mismun- andi háttur geti verið hafður á fjármögnun sjóðanna. „Komi til útgreiðslna úr sjóðnum yf- irtekur hann kröfu viðkom- andi á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrota- búi. Komi til útgreiðslna úr sjóðnum vegna Lands- bankans/Icesave mun sjóðurinn því verða stór kröfuhafi í Landsbank- anum,“ segir Sigrún. Greiðsluskylda Áætlað hefur verið að eignir bankans dugi fyrir allt að 70 prósentum Icesave-skuld- arinnar og 250 til 300 milljarðar falli á endanum á íslenska ríkið. Ábyrgð ríkisins á Icesave teng- ist fyrst og fremst skyldum þess til að framfylgja tilskipun EES um inn- stæðutryggingar. Þessi skylda hefur verið viður- kennd allar götur frá bankahrun- inu sjálfu. Seint í október gaf Fjár- málaeftirlitið til dæmis út það álit sitt að frá og með 6. október í fyrra hefði Landsbanki Íslands ekki ver- ið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna. „Samkvæmt 9. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta... hefur vegna ofangreindra tilvika stofnast til greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum Landsbanka Íslands hf. sem ekki hafa fengið greiddar inn- stæður sínar, í samræmi við ákvæði laganna.“ Davíð og Árni samþykktu Árni Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, og Davíð Oddsson, þáver- andi formaður bankastjórnar Seðla- bankans, undirrituðu viljayfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með smávægilegum breytingum þann 15. nóvember í fyrra. Í 9. grein yfirlýsingarinnar er skýrt kveðið á um skuldbindingar gagn- vart innstæðueigendum eins og Icesave: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagn- vart öllum tryggðum innlánshöf- um. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þess- ar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi er- lendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar for- fjármögnunar.“ Fjármálaeftirlitinu bar að tilkynna eftirlitsstofnunum í Hollandi og Bret- landi um tryggingar innlána og bóta- kerfi sem vernda áttu viðskiptavini útibúa Landsbankans. Fjármálaeftirlitið gat auk þess samkvæmt lögum bannað stofnun útibúa í Hollandi og Bretlandi ef það taldi sig hafa réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða Landsbankans væri ekki nægilega traust. Meginatriði er að hollensk og bresk stjórnvöld hafa nú þegar lagt út fyrir innistæðum sparifjáreigenda sem skiptu við útibú Landsbankans í báðum löndunum. Það var gert að undangengnum heitstrengingum og yfirlýsingum af hálfu íslenskra stjórnvalda um að lágmarksinnstæða á hverjum reikningi yrði greidd af Ís- lendingum. Með hliðstæðum hætti ábyrgðist íslenska ríkið allar innstæður spari- fjáreigenda hér á landi. „Og því hefur verið fleygt að 10 prósent fjármagnseigenda hafi átt um 70 prósent af innstæðuupphæðinni sem skattgreiðendur tryggðu.“ Dekruðu við íslenska fjármagnseigenDur setið á rökstólum Þingflokkur Samfylkingarinnar lagðist yfir stöðu mála í Skíðaskálanum í Hveradölum í gær. Ljósmyndara DV var bannað að fara inn og taka myndir. oddvitarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfús- son leggja traust sitt á að ábyrgt Alþingi samþykki Icesave þótt það verði síðar en 23. október. mynD hEiða hElGaDóTTiR - RóBERT REynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.