Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Page 4
4 þriðjudagur 13. október 2009 fréttir Bjarki ákærður fyrir manndráp Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur sent mál Bjarka Freys Sigurgeirssonar til ríkissaksókn- ara og hefur hann verið ákærður fyrir manndráp. Bjarki játaði í ágúst síðastliðnum að hafa orð- ið Braga Friðjónssyni að bana í Dalshrauni í Hafnarfirði. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Málið þótti ansi hrottafeng- ið en Bjarki var undir áhrifum fíkniefna þegar atvikið átti sér stað. Hann á langan afbrotaferil að baki. Sömu hlutun- um stolið í annað sinn Brotist var inn í sumarbústað við Holtabyggð í Hruna- mannahreppi í vikunni sem leið og þaðan stolið áfengi, heimabíói, leikjatölvu, geisla- diskum og ýmsum heim- ilistækjum. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Sel- fossi að brotist hafi verið inn í þennan sama bústað fyrir ekki svo löngu en þá náðust þjófarnir og eigandi fékk hluti sína til baka en nokkrir þeirra töpuðust aftur í þessu innbroti. Tilkynnt var um innbrot í tvö íbúðarhús í Hveragerði í síðustu viku. Í öðru tilvik- inu var stolið greiðslukorti, vegabréfi og gullúri en í hinu tilvikinu hvarf fartölva, 42 tommu flatskjár og flakkari. Minjagripum stolið við Geysi Tveir karlmenn og kona eru grunuð um að hafa á mánu- daginn fyrir viku stolið varn- ingi úr ferðamannaversluninni við Geysi í Haukadal fyrir nærri 400 þúsund krónur. Starfsmenn verslunarinnar uppgötvuðu þetta þegar þeir fundu notað- an fatnað inni á snyrtiherbergi verslunarinnar. Við skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavél- um féll grunur á þessa þrjá aðila. Borin hafa verið kennsl á karlmennina sem eru grunaðir um sams konar hegðun í mörg- um verslunum á höfuðborgar- svæðinu. Rannsóknardeild lög- reglunnar leitar nú mannanna til að færa þá til yfirheyrslu. Snákar með salmonellu Snákarnir sem lögreglan í Hafnarfirði gerði upptæka þann 1. júlí síðastliðinn voru allir smitaðir af Salmonella cholerasuis sem getur smitað bæði menn og dýr. Almennt bann við inn- flutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur hefur ríkt frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvar- legum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellu- smits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Forsetaembættið neitar DV um aðgang að bréfum forsetans: Birtir bréfin eftir þrjátíu ár „Skrifstofa forseta Íslands telur að það geti spillt fyrir góðum samskipt- um forseta Íslands við þjóðhöfð- ingja annarra landa og aðra erlenda ráðamenn og einnig spillt fyrir gagn- kvæmu trausti ef skammur tími líður frá því bréf eru skrifuð og þar til þau eru birt opinberlega nema gengið sé frá gagnkvæmu samkomulagi um birtingu,“ segir í svari Örnólfs Thors- sonar forsetaritara til DV. Blaðamaður óskaði eftir afritum af þeim sautján bréfum sem forsta- embættið afhenti rannsóknarnefnd Alþingis í lok ágúst. Fréttablaðið greindi frá því í lið- inni viku að nefndin hefði fengið bréfin til skoðunar. Þar sagði að Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði ritað fjölda bréfa til stuðn- ings íslenskum fjármálastofnunum. Meðal viðtakenda voru Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hamad Bin Khalifa Al Thani, emír af Katar. Björgólfur Thor Björgólfsson fékk einnig bréf frá forsetanum. Í svari Örnólfs til DV segir: „Í 6. grein upplýs- ingalaga nr. 50 frá 1996, öðrum málslið, segir að heimilt sé að takmarka aðgang al- mennings að gögn- um þegar mikilvægir almannahags- munir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um sam- skipti við önnur ríki. Í athuga- semdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir að þeir hagsmunir sem hér sé verið að vernda varði meðal ann- ars það að „tryggja góð samskipti og gagn- kvæmt traust í skipt- um við önnur ríki“.“ Í lögunum er kveðið á um að slík gögn séu birt að liðnum ákveðn- um árafjölda og bendir Örnólf- ur á að þess háttar tímamörk eru al- geng í öðrum vestrænum ríkjum. „Í 5. grein upplýsingalaganna er einnig vísað til þess að takmarkan- ir gildi um aðgang almennings að gögnum er varða fjárhags- og við- skiptahagsmuni fyrirtækja og ann- arra lögaðila nema samþykki þeirra liggi fyrir. Í lögunum er þannig tilskil- ið að leita þurfi eftir samþykki við- komandi aðila,“ segir einnig í svari Örnólfs. Skrifstofa forseta Íslands sér sér því ekki fært að birta bréfin fyrr en að liðnum þeim almenna tíma sem til- greindur er í lögum, þrjátíu árum eft- ir að þau eru skrifuð. erla@dv.is Almannahagsmunir í húfi Í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara segir að á grundvelli almannahagsmuna sé ekki hægt að svo stöddu að birta bréf Ólafs Ragnars. Svissneski auðkýfingurinn Rudolf Lamprecht hefur keypt tvær jarðir í Geithellnadal í Álftafirði fyrir aust- an. Rudolf þessi komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þar sem hann hafði keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og sil- ungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá. Sú fjárfesting kostaði Rudolf fimm hundruð milljónir króna og herma heimildir DV að hann hyggi á kaup á fleiri jörðum á landinu. Náttúruperlum lokað Ljóst er að Rudolf hefur valdið mikl- um titringi á landsbyggðinni og ótt- ast sumir sem DV hafði samband við að hann kaupi upp íslenskar náttúru- perlur og geri þær óaðgengilegar fyrir Íslendinga. Aðili innan ferðaþjónustunnar sagði í samtali við DV að þetta væri „hræðileg þróun“. Margir óttuðust að Rudolf myndi loka heilu og hálfu landsvæðunum eins og hann má lögum samkvæmt. Þá finnst sumum innan ferðageirans það skelfilegt að erlendir auðkýfingar geti ferðast til Íslands og keypt það sem hugurinn girnist. Sómamaður Ferðafélag Djúpavogs á skála innst í Geithellnadal þar sem Rudolf hef- ur keypt jarðir. Talsmaður ferðafé- lagsins hefur ekkert nema gott eitt um Rudolf að segja. Til standi að byggja skála á vegum ferðafélags- ins og hafi Rudolf boðist til að taka þátt í því. Þegar DV hafði samband við ferðafélagið kannaðist tals- maður þess ekki við að óánægja ríkti meðal íbúa Austurlands með kaupgleði Svisslendingsins. DV hafði einnig samband við mann sem hefur unnið fyrir Rud- olf hér á landi. Hann sagði hann sómamann og hafði ekki heyrt um að hann ætlaði að girða af land- svæði í hans eigu þó að hann hefði fullan rétt til þess. Lokaði fyrir veiðileyfasölu Rudolf er ekki búsettur hér á landi heldur í Sviss, samkvæmt heimild- um DV. Hann á eitt stærsta fiskeld- isfyrirtæki heims með starfsstöðv- ar víða um heim, til dæmis í Asíu og Suður-Ameríku. Það vakti talsverðan usla með- al veiðimanna þegar hann „keypti Heiðarvatn“, eins og einn viðmæl- andi DV orðaði það. Þá voru veiði- leyfi í Heiðarvatni og Vatnsá ekki seld að neinu marki um nokkurt skeið en í sumar var aftur hægt að kaupa leyfi. Á heimasíðu Stang- veiðifélags Selfoss kom fram að veiðileyfi hefðu ekki verið seld vegna ræktunarátaks. LiLjA KAtríN guNNArSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is …að hann kaupi upp íslenskar náttúruperlur og geri þær óaðgengi- legar fyrir Íslendinga. Svissneski auðkýfingurinn rudolf Lamprecht hefur keypt tvær jarðir í Geithellnadal fyrir austan. Þessi sami Rudolf keypti allar jarðir er liggja að Heiðarvatni. Það olli miklu fjaðrafoki meðal veiðimanna sem ekki gátu keypt veiðileyfi fyrr en í ár. Nú óttast sumir innan ferðageirans að Rudolf loki íslenskum náttúruperlum fyrir Íslendingum. umdeildur Skjámynd af vef angling.� is. �ér er Rudolf við seiðarannsóknir í Vatnsá. ÓrÓi veGna jarða- kaupa auðManns umsvifamikill í Mýrdal Rudolf keypti allar jarðir er liggja að �eiðarvatni í Mýrdal, ekki langt frá Vík. MyNd Sigtryggur Ari jóhANNSSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.