Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Blaðsíða 5
fréttir 13. október 2009 Þriðjudagur 5 Þrotabú Samsonar vinnur að því að rekja viðskipti Björgólfsfeðga í Pétursborg, meðal annars í hafnar- verkefni. Skiptastjóri segir erfitt að átta sig á umfangi verkefnisins sem Samson lagði 800 milljónir króna í. Eignarhald Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar á prentsmiðju í Pétursborg er einnig til skoðunar. Þrotabú Samsonar vinnur að því að rekja viðskipti Björgólfsfeðga í Pétursborg, meðal annars í hafnar- verkefni. Skiptastjóri segir erfitt að átta sig á umfangi verkefnisins sem Samson lagði 800 milljónir króna í. Eignarhald Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar á prentsmiðju í Pétursborg er einnig til skoðunar. VIÐSKIPTI BJÖRGÓLFA Í PÉTURSBORG RANNSÖKUÐ Skiptastjóri þrotabús Samsonar, Helgi Birgisson, lætur nú rann- saka viðskipti eignarhaldsfélags- ins í hafnarverkefni í Sankti Péturs- borg í Rússlandi. Sem kunnugt er varð eignarhaldsfélagið Samson til í kjölfar sölu Björgólfs Guðmunds- sonar, Björgólfs Thors Björgólfs- sonar og Magnúsar Þorsteinssonar á bjórverksmiðju í Pétursborg árið 2002. Félagið sem á hafnarverkefn- ið heitir Melview Maritime og á Samson 20 prósent í því félagi, að sögn Helga. Aðrir stórir hluthafar í því voru fjárfestingafélagið Grett- ir, Eimskipafélagið og sömuleiðis Magnús Þorsteinsson. Skiptastjóri þrotabús Björgólfs Guðmundssonar, Sveinn Sveins- son, lætur einnig kanna eignarhald á prentsmiðju í Pétursborg sem var að hluta í eigu Björgólfs eldri. Samson-hópurinn hélt tengsl- um sínum við borgina í austri og átti enn hagsmuna að gæta þar þegar félagið varð gjaldþrota eftir fall Landsbankans í haust. En verð- mætasta eign félagsins var kjöl- festuhlutur í Landsbankanum sem varð verðlaus með falli bankans í haust. Samson var úrskurðað gjald- þrota 12. nóvember síðastliðinn og nema lýstar kröfur í búið tæpum hundrað milljörðum króna. Eign- ir félagsins eru aftur á móti aðeins metnar á 2,3 milljarða króna og má því reikna með miklum afskrift- um kröfuhafa félagsins. Hlutverk skiptastjórans er að reyna að há- marka endurheimtur kröfuhafanna og er rannsóknin á viðskiptunum í Rússlandi tengd því. Óvíst um eignirnar og verðmæti þeirra Helgi segir aðspurður að honum hafi gengið erfiðlega að átta sig á hafnar- verkefninu og hvaða eignir séu inni í því. „Bara hvað þetta nákvæmlega er. Við vitum eiginlega minna en ekki neitt um þær. Ég er með mann í vinnu við að skoða þessar eign- ir og skrifa greinargerð um þær.“ Hann segir þó að líklega sé um að ræða vöruskemmur og byggingar við höfnina í Pétursborg. „Ég veit ekki einu sinni hverjir sitja í stjórn í félag- inu,“ segir Helgi. Hann segir að Sam- son hafi á sínum lagt 800 milljónir króna inn í Maritime-félagið. Lítið er hægt að segja um eignirnar þar til fyrir liggur hvers konar eignir þetta eru, að sögn Helga. Skilanefnd Landsbankans, sem á hagsmuna að gæta sem kröfuhafi Samsonar, hefur sömuleiðis ráðið til sín starfsmann til að kanna þess- ar eignir. Rannsaka eignarhald á prentsmiðju Tveir af þremur fyrrverandi með- limum Samsonar hafa verið úr- skurðaðir gjaldþrota eftir efnahags- hrunið, þeir Björgólfur eldri og Magnús Þorsteinsson. Sá eini sem ekki er gjaldþrota er Björgólfur Thor Björgólfsson. Skiptastjóri þrotabús Björgólfs Guðmundssonar, Sveinn Sveins- son, segir að hann skoði nú einnig eignarhald Björgólfs á prentsmiðju í Pétursborg en hún var sameign hans og Magnúsar Þorsteinssonar að sögn Sveins. Ekki er talið að Björ- gólfur hafi átt eitthvað persónulega í hafnarverkefninu. „Við höfum verið að reyna að fá svör frá Landsbank- anum í Lúxemborg um þessa prent- smiðju. En það hefur gengið illa,“ segir Sveinn en skiptastjóri hefur verið skipaður yfir þrotabú bankans í Lúxemborg. Sveinn segist gera ráð fyrir að eignarhaldið á verksmiðj- unni hljóti að skýrast á næstu vik- um. DV hefur ekki náð í skiptastjóra Magnúsar Þorsteinssonar, Ingvar Þóroddsson, til að spyrja hann út í hafnarverkefnið og prentsmiðjuna en reikna má með því að hann at- hugi nú viðskipti Magnúsar á sama hátt og Helgi og Sveinn. Magnús flutti sem kunnugt er til Rússlands fyrir nokkrum mánuðum. Fjórar stefnur nú þegar Helgi hefur nú þegar gefið út fjór- ar stefnur fyrir hönd þrotabús Sam- sonar og voru þær þingfestar fyrr á árinu. Ein stefnan er gegn Björgólfi Guðmundssyni, ein gegn KR og tvær gegn félögum sem voru í eign Samsonar eða þeirra Björgólfs- feðga. Helgi segir að þau mál muni hafa sinn gang í dómskerfinu. Hann segir ekki von á fleiri stefnum frá þrotabúinu í bráð. InGI F. VIlhjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Bara hvað þetta ná- kvæmlega er. Við vit- um eiginlega minna en ekki neitt um þær.“ hafnarverkefni og prentsmiðja Skiptastjórar þrotabúa sem tengjast Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni reyna nú að átta sig á umfangi eigna þeirra í Rússlandi. Rannsaka Rússlandstengslin Skipta- stjóri Samsonar, kröfuhafar félagsins og skiptastjórar þrotabúa þeirra reyna nú að átta sig á umfangi og verðmætum eigna félagsins í Pétursborg í Rússlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.