Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2009, Qupperneq 12
12 þriðjudagur 13. október 2009 fréttir Þuklaði á hjúkku Adam Manning frá Oden í Utah var handtekinn á dögunum eft- ir að hann þuklaði á brjóstum hjúkrunarkonu þegar þau voru að fylgja eiginkonu hans inn á fæðingardeildina. Manning var handtekinn og missti af þeim sökum af því þegar sonur hans kom í heiminn. Manning gaf engar skýringar á athæfinu en eiginkona hans horfði á björtu hliðarnar og gaf þær skýringar á furðulegri hegðun eiginmanns síns að hann hefði verið ölvaður. Þá leikur grunur á að Manning hafi ekið ölvaður með ólétta konu sína upp á sjúkrahús. Þunglyndur á bak við lás og slá Að sögn Herve Temime, lög- fræðings leikstjórans Romans Polanski, hefur leikstjórinn fyllst þunglyndi í fangaklefa sínum í fangelsi í Zürich. Eftir að hafa heimsótt Polanski sagði Temime í viðtali við dagblaðið Sonntag: „Ég tel að hann sé þreyttur og þunglyndur.“ Roman Polanski, sem er 76 ára, hefur verið í fangelsi síðan 26. september þegar hann var handtekinn í Sviss að beiðni bandarískra yfirvalda sem vilja fá hann framseldan vegna rúm- lega 30 ára sakamáls. Koma sér fyrir í Jemen Stríðsmenn al-Kaída hafa not- fært sér fátæktina, spillinguna og bardagana, sem valdið hafa mik- illi ringulreið í Jemen, til að ná þar fótfestu. Talið er að samtök- in leiti nýrra liðsmanna á meðal ungra Jemena og flytji erlenda bardagamenn til landsins til að taka þátt í æfingum í æfingabúð- um samtakanna. Hundruð bardagamanna al- Kaída-samtakanna í Afganist- an og Pakistan hafa komið frá Jemen sem er föðurland föður Osama bin Laden, leiðtoga al- Kaída. Breskur hermaður fékk ný lungu og krabbamein: Bjargráðið var banvænt Fyrir mistök fékk breskur hermaður lungu sem voru síst í betra ásigkomu- lagi en þau sem ógnuðu lífi hans. Breski hermaðurinn Matthew Millington var sendur heim af víg- völlum Íraks vegna sjaldgæfs lungna- sjúkdóms og sögðu læknar honum að hann þyrfti að fá ný lungu ef hann ætti að geta gert sér vonir um að lifa lengur en í tvö ár. Í apríl 2007 fékk Millington ný lungu, en það sem átti að verða hon- um til lífsbjargar varð honum í raun að aldurtila. Síðar kom í ljós að lungun sem hann fékk í stað sinna eigin sjúku lungna voru heldur dapurleg skipti. Lungun komu frá líffæra- gjafa sem reykt hafði á milli þrjá- tíu og fimmtíu vindlinga á dag og hálfu ári eftir líffæraflutninginn fékk Matthew Millington lungna- krabbamein. Einnig kom í ljós að lyfin sem Matthew fékk, og áttu að einfalda lík- ama hans að samþykkja nýju lung- un, urðu til þess að krabbameinið óx að umfangi og breiddist út hraðar en ella hefði orðið raunin. Þegar Matthew Millington kom til meðferðar vegna krabbameinsins var allt um seinan og hann lést þrjá- tíu og eins árs að aldri. Læknar á Papworth-sjúkrahús- inu í Cambridge á Englandi vísa því alfarið á bug að vísir að krabbameini hafi fundist þegar lungun voru skoð- uð fyrir líffæraflutninginn. Stubbar Líffæragjafinn var stórreyk- ingamaður. Mynd photoS.coM Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, missti á miðvikudaginn frið- helgi þá sem varið hefur hann gegn lögsóknum. Berlusconi undirstrik- aði örlög sín fyrir helgina þegar hann sagði að enginn annar í heiminum væri jafn ofsóttur af réttarkerfinu og hann. Berlusconi bætti um betur þegar hann skírskotaði til eitt hundr- að og sex rannsókna og mála á hend- ur honum, og 2.500 vitnaleiðslna sem þeim fylgdu. Þá mismælti hann sig hrapallega þegar hann sagði: „Í gegnum árin hef ég eytt 200 milljón- um evra í ráðgjafa og dómara... af- sakið, ráðgjafa og lögfræðinga.“ Um- mæli Berlusconis kölluðu fram mikil hlátrasköll á blaðamannafundinum. Þegar dómstólar úrskurðuðu á miðvikudaginn að friðhelgi Berlusc- onis skyldi felld niður sýndu þeir einnig að völdum hans eru takmörk sett. Varnarveggur gegn vinstriöflum Þegar dómstóll í Mílanó úrskurðaði í síðustu viku að Fininvest, fyrirtæki í eigu Berlusconis, hefði haft betur í yfirtöku annars fyrirtækis fyrir til- stilli dómara sem hafði verið mútað komst dómari að þeirri niðurstöðu að Berlusconi hefði verið „samábyrg- ur í spillingu“. Fininvest var dæmt til að greiða sekt upp á 750 milljónir evra til að bæta keppinautnum fjár- hagslegt tjón vegna gjörningsins. Silvio Berlusconi fullyrti að úr- skurður dómstólsins væri eingöngu pólitískur. Á blaðamannafundi á föstudaginn sagði hann: „Ég hef allt- af verið hreinsaður af sök. Ég fæ allar þessar málshöfðanir vegna þess að ég er forsætisráðherra, og ég er nátt- úrulegur varnarveggur gegn upp- gangi vinstriafla á Ítalíu.“ „Besti forsætisráðherrann“ Berlusconi skírskotaði til sín sem „besta forsætisráðherra sögunnar“ og sagði málin sem tekin voru fyrir í Mílanó vera farsakennd og að réttar- kerfið vildi grafa undan því sem kjós- endur hefðu valið. Silvio Berlusconi sagði að engin þörf væri á mótmælagöngum hon- um til stuðnings og sagði að ríkis- stjórn hans myndi halda áfram störf- um eins og ekkert hefði í skorist. Hann sjálfur myndi gefa sér nokkrar klukkustundir á dag til að glíma við réttarhöldin. En í ljósi þess hve mörg mál gegn honum virðast munu safn- ast upp er ólíklegt að örfáar klukku- stundir á dag dugi til varnar. Vitni í áfrýjunarmáli Á sama tíma og Berlusconi var vígreif- ur á blaðamannafundinum lögðu lögfræðingar í Mílanó fram formlega beiðni um að Berlusconi bæri vitni í áfrýjun fyrrverandi ráðgjafa hans, Davids Mills, sem hafði meðal ann- ars gefið Berlusconi ráð hvað varðar skattaskjól í útlöndum. David Mills, sem er breskur lög- fræðingur, var sakfelldur í ár fyrir að hafa þegið mútur upp á 430.000 sterl- ingspund af Berlusconi, fyrir að bera ljúgvitni í tveimur málum sem vörð- uðu ítalska forsætisráðherrann. Mills var fjarverandi dæmdur til fjögurra ára fangelsis og hálfu ári bet- ur í febrúar, en hefur ekki enn hafið afplánun því ítölsk lög heimila hon- um að fara í gegnum áfrýjunarferlið áður en afplánun hefst. Við upphaflegu málaferlin gegn David Mills höfðu bæði hann og Sil- vio Berlusconi stöðu sakbornings og neituðu báðir sök. Berlusconi skar svo að segja sjálfan sig úr snörunni eftir að lög sem veittu honum frið- helgi og voru runnin undan rifjum hans sjálfs tóku gildi. Fórnarlamb „mannaveiða“ Marina Berlusconi, elsta dóttir for- sætisráðherrans, fer ekki dult með skoðun sína á því sem fram hefur far- ið. Marina hefur sakað andstæðinga föður síns um að fara fyrir „manna- veiðum“ sem beinast gegn hon- um. Það er ekki að undra að Marina vilji koma föður sínum til aðstoðar á þessari ögurstundu því þrátt fyrir að ekki hafi ríkt lognmolla í kringum forsætisráðherrann undanfarið verð- ur síðasta vika að teljast ein sú versta sem hann hefur átt til langs tíma, og virðist nú fokið í flest skjól. Marina Berlusconi segir föður sinn vera fórn- arlamb „skipulagðrar skyndiaftöku“ af hálfu andstæðinga hans af vinstri- vængnum sem vilji leggja feril hans í rúst með öllum tiltækum ráðum. Silvio Berlusconi fékk blendnar viðtökur á sunnudaginn þegar hann var viðstaddur jarðarför 21 fórnar- lambs aurskriðanna sem eyðilögðu þorp í grennd við Messina á Sikiley fyrr í þessum mánuði. Syrgjendur kölluðu ýmis ókvæðis- orð að Berlusconi og blístruðu þegar hann yfirgaf athöfnina. En ekki voru allir honum fjandsamlegir og loforð hans um að endurbyggja hamfara- svæðin eins fljótt og auðið yrði féllu í góðan jarðveg. Með munninn opinn Það telst varla nýlunda að Silvio Berlusconi takist að móðga konur með ummælum sínum. Nýjasta til- fellið átti sér stað í beinni sjónvarps- útsendingu á föstudaginn og hefur vakið hörð viðbrögð af hálfu andstæð- inga Berlusconis í stjórnmálum, kven- réttindahópum og aðgerðasinna sem hafa krafist þess að forsætisráðherr- ann biðjist afsökunar á orðum sínum. Þannig var að Berlusconi kom fram í síðkvöldsspjallþættinum Porta a Porta aðeins örfáum stundum eftir að hann hafði verið sviptur friðhelgi. Þegar hann var truflaður af Rosy Bindi úr lýðræðisflokknum Partito Democratico sagði hann við hana: „Ég viðurkenni að þú ert miklum mun fegurri en þú ert gáfuð.“ Rosy Bindi svaraði að bragði: „Ég er ekki ein af þeim konum sem þú hefur til ráðstöfunar, forsætisráð- herra.“ Orðaskiptin hafa kynt undir enn einum mótmælum femínista gegn forsætisráðherranum, sem virðist vera einkar lagið að móðga konur, hvort sem það er með vilja gert eður ei. KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Berlusconi skar svo að segja sjálfan sig úr snörunni eftir að lög sem veittu honum friðhelgi og voru runn- in undan rifjum hans sjálfs tóku gildi. Vesalings Berlusconi Það verður að teljast hafið yfir allan vafa að Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, á að baki mjög erfiða viku. Sjálfur fullyrðir hann að enginn í heiminum sæti jafnmiklum ofsóknum af hálfu réttar- kerfisins og hann. Það hefur ekki ríkt um hann lognmolla undanfarið ár og lítilla breytinga er að vænta í þeim efnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.