Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2008, Side 64
Föstudagur 1. ágúst 200864 Helgarblað DV ingjusöm og leit ljómandi vel út að sögn Junge. Brúð- guminn var hins vegar 56 ára, öskugrár í framan, boginn í baki og hreyfði sig löturhægt. Vinstri hönd hans skalf eins og hann væri Parkinsonssjúk- lingur. Sovéskt sprengjuregn- ið skall á borginni, Berlín var í rúst. Hjónavígslan var borg- araleg. Vinir og ættingjar voru ekki viðstaddir, í neðanjarðar- byrginu voru engin blóm, eng- in tónlist. Ekkert varð úr brúð- kaupsnóttinni. Daginn eftir, 30. apríl 1945, lokuðu brúðhjónin sig inni í herbergi Hitlers. Hún hafði þvegið hár sitt og greitt af mik- illi list og var í rósóttum silki- kjól, uppáhaldskjól Hitlers. Hún kraup í sófanum við hlið- ina á honum. Hvað þeim fór á milli veit enginn. Skothvellur heyrðist kl. 15:30. Þegar komið var inn í her- bergið sátu Hitler og kona hans látin í sófanum. Hann hafði beint 7,65 Walther-byssunni að hægri vanganum og skotið. Hún hafði bitið í lítið glerhylki fyllt blásýru. Líkamar þeirra voru lagðir á teppi og bornir upp í garðinn við kanslarahöll- ina. Þeir voru lagðir til samsíða og kveikt í þeim. Hitler fékk Evu Braun, ósköp venjulega stúlku sem hafði engan áhuga á stjórn- málum, til að deyja með sér. Af hverju flúði hún ekki? „Allt sitt líf hafði hún staðið í skuggan- um,“ sagði Traudl Junge, rit- ari Hitlers. „Ég tel að hún hafi ákveðið að komast á spjöld sögunnar sem kærastan hug- umstóra, eiginkona Foringj- ans. Sú ákvörðun veitti henni styrk til hinstu stundar.“ eftir Bengt Liljegren Eva Braun hafði engan áhuga á stjórnmálum og fékk aldrei að koma fram opinberlega. Hér sjást adolf Hitler og Benito Mussolini í München 1938. Hermenn rannsaka garðinn þar sem lík Evu Braun og Hitlers voru brennd eftir sjálfsmorð- in í neðanjarðarbyrginu 6. júlí 1945.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.