Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 4
4 1 / 2 0 0 4 FRÁ RITSTJÓRN Allt er breytingum háð og áþað sannarlega við um okkur lögmenn. Eins og allir vita þá liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á lögmannalögum og sýnist sitt hverjum um ágæti þess eins og efni þessa blaðs ber með sér og svo greinaskrif í fjöl- miðlum. Sama hver afdrif frum- varpsins verða, hlýtur gagnrýnin umræða um frumvarpið að vera gagnleg fyrir þróun Lögmannafélagsins og framtíðarhlutverk þess. Á félagsfundi þann 22. janúar kom berlega í ljós að ekki er víst að hagsmunir sjálfstætt starfandi lögmanna og annarra lögmanna fari saman í öllum tilvikum. Blað þetta kemur nú út í fyrsta sinn undir ritstjórn höfundar þessa pistils. Mér til aðstoðar er ný ritnefnd sem er skipuð þeim Daða Bjarnasyni hdl., Einari Baldvini Árnasyni hdl., Gylfa Thorlacius hrl., Guð- finnu J. Guðmundsdóttur hdl. og Hrafnhildi Stefánsdóttur hrl. Okkur til aðstoðar eru eins og áður Ingimar Ingason, fram- kvæmdastjóri LMFÍ, og Eyrún Ingadóttir, starfsmaður LMFÍ. Til þess að Lögmannablaðið eigi tilveru- rétt þurfa félagsmenn að vera tilbúnir til að skrifa greinar, skiptast á skoðunum í blað- inu og koma með ábendingar um efni sem áhugavert er að fjalla um og sem gagnast getur í störfum okkar. Án slíkra skoðana- skipta og ábendinga lögmanna verður blaðið lítið annað en bæk- lingur með myndum af fótbolta- mótum og fréttum af námskeið- um á vegum félagsins. Slíkt efni á vissulega rétt á sér og mun að sjálfsögðu áfram eiga sér sinn fasta stað í blaðinu. Ritstjórnarstefna ritnefndar er sú að sér- staða þessa blaðs verði skýrari svo blaðið eigi ákveðinn tilverurétt og sé lesið. Með þessu er ekki verið að breyta fyrri ritstjórn- arstefnu á neinn hátt, þetta hefur verið markmið stjórnar LMFÍ og forvera minna í ritstjórastarfi frá því útgáfa sérstaks Lög- mannablaðs var ákveðin. Störf okkar lögmanna felast að miklu leyti í skrifum um margvísleg málefni fyrir umbjóðendur okkar svo ekki ætti að velkjast fyrir neinum að skrifa pistil í blaðið eða koma ábendingum um hugðar- efni á framfæri við ritnefndina. Við sem höfum tekið að okkur umsjón þessa blaðs viljum að blaðið verði vett- vangur fyrir félagsmenn LMFÍ til þess meðal annars að skiptast á skoðunum, koma á framfæri sjónarmiðum sínum og veita félagsmönnum gagnlegar upplýsingar. Slík markmið nást ekki nema fleiri en ritstjórn skrifi pistla í blaðið. Guðrún Björg Birgisdóttir hdl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.