Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 30
30 stólum. […] hefur á fáeinum árum skilað óvenju miklum árangri í lög- fræði, einkum með samningu fræði- rita, sem birst hafa. Þegar litið er til þess er það álit nefndarinnar, að hann hafi ásamt einum öðrum umsækjanda nokkra sérstöðu í þeim hópi lögfræð- inga, sem hér eru taldir mjög vel hæfir til að gegna embætti héraðsdómara.“ Niðurstaða dómnefndar var að skrifstofustjór- inn og dósentinn ásamt hæstaréttarlögmönnunum A og B væru mjög vel hæfir. Ritstörf skrifstofu- stjórans og dósentsins taldi nefndin veita þeim forskot fram yfir aðra umsækjendur og að marg- breytilegur og langur ferill A hæstaréttarlögmanns við dóms-, embættis-, lögmanns- og stjórnsýslu- störf, veitti honum sama forskot umfram B hæsta- réttarlögmann. Dómnefndin taldi C hæstaréttar- lögmann og setta dómarann vel hæfa. Nánar um umsögn dómnefndar Málflytjendur og dómarar starfa í réttarsal. Störfin eru náskyld og samtvinnuð. Dómari hefur ekki heimild til að leggja dóm á mál á grundvelli annarra málsástæðna en þeirra sem málflytjendur halda fram í stefnu og greinargerð. Ætla mætti að reynsla af málflutningsstörfum og dómarastörfum væri því ákjósanlegur undirbúningur fyrir verð- andi dómara. Þessu virðist dómnefndin ósammála. Tveir umsækjenda báru af öðrum varðandi reynslu af málflutningi annars vegar og dómarastörfum hins vegar, þ.e. hæstaréttarlögmaður B og setti héraðs- dómarinn. Hinum fyrrnefnda raðaði dómnefndin í fjórða sæti en taldi hann þó mjög vel hæfan. Hinum síðarnefnda raðaði hún í 5.- 6. sæti og taldi hann aðeins vel hæfan. Vafalaust er það einber til- viljun að þessir tveir umsækjendur eru konurnar í hópi umsækjenda. Þá vekur athygli að dómnefndin telur engu skipta að einn umsækjenda, hæstaréttarlögmaður B, var af Hæstarétti metinn hæfur árið 2003 til að gegna embætti hæstaréttardómara. Hvorugur umsækjenda sem dómnefndin taldi hæfasta er embættisgengur til embættis hæstaréttardómara. Af niðurstöðu dómnefndar geta lögmenn ekki dregið aðra ályktun en þá að störf að málflutningi færi þeim enga starfsreynslu sem byggjandi er á og séu léttvæg á móti öðrum störfum sem lög- fræðingar sinna hjá embættum, ráðuneytum og opinberum stofnunum. Niðurröðun dómnefndar á umsækjendum bendir til þess að hún telji reynslu af málflutningi ekki mikils virði og að slík reynsla skuli víkja fyrir annarri reynslu af lögfræði- störfum og þá sérstaklega ritstörfum. Í áliti dómnefndar kemur glöggt fram að for- skot þeirra tveggja sem hún raðaði fremst felst í ritstörfum þeirra. Í reglum sem dómnefndin starfar eftir kemur hvergi fram að ritstörf skuli hafa slíkt vægi að þau ryðji út langri starfsreynslu. Allt fram til ársins 1989 var embættisgengi hér- aðsdómara bundið við þriggja ára starfsreynslu í tilgreindum störfum.1 Undantekningarregla var í einkamálalögunum frá 1936 um að skipa mætti sem héraðsdómara lögfræðing sem getið hefði sér sérstakan orðstír fyrir ritstörf um lögfræðileg efni. Í riti Einars Arnórssonar Almenn meðferð einka- mála í héraði er nefnt í dæmaskyni um þessa und- anþágu ef lögfræðingur hefur hlotið doktorsnafn- bót frá háskóla.2 Með lögum nr. 92/1989 var hæfnisskilyrðinu breytt og undantekningarreglan um hæfi vegna ritstarfa felld niður. Dómnefndin var þá sett á laggirnar og í rökstuðningi sett fram vænting um að tilkoma hennar verði hvatning fyrir lögfræðinga, sem hyggja á starfsferil sem dómara, til að afla sér framhaldsmenntunar og leggja stund á fræðistörf á sviði lögfræði. Jafn- framt var aldurskilyrði héraðsdómara hækkað í 30 ár með þeim rökum að tryggja þyrfti reynslu manna áður en þeir tækju við svo mikilvægu starfi.3 Af þróun lagaákvæða um embættisgengi héraðsdómara virðist því mega ráða að starfsaldur og starfsreynsla eigi að vega þyngra en annað við mat á umsækjendum. Þessa þætti kallar Einar Arnórsson lífreynslu og æfingu í áðurnefndu riti sínu og er það vísbending um það hvað hann taldi eiga að ráða úrslitum við mat á dómaraefnum. Forskotið sem dómnefnd veitir tveimur um- sækjendum vegna birtra ritsmíða vekur og spurn- ingar um það hvernig dómnefnd metur ritstörf málflytjenda vegna málatilbúnaðar fyrir dómstól- um. Sakarefnin í málum sem málflytjendur vinna eru mismunandi og oft á tíðum eru þau erfið og flókin. Ritun stefnu og greinargerðar er ein tegund ritstarfa þótt ekki séu það birtar ritsmíðar. Ljóst er af reglum þeim sem dómnefndin starfar eftir að þetta eru ritsmíðar sem henni ber að meta til jafns við önnur ritstörf, sbr. ákvæði verklagsreglna nefndarinnar um fylgigögn með umsókn. Þar kemur fram að meðal gagna sem liggja skuli fyrir séu: Ljósrit verkefna í lögfræði, t.d. af tímarits- greinum, stefnum, greinargerðum, álitsgerðum, úrskurðum eða dómum. Verklagsreglurnar segja ekkert um að birt efni skuli vega þyngra en óbirt. Allt kallast þetta verkefni í lögfræði. 1 / 2 0 0 4

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.