Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 34
34 1 / 2 0 0 4 grundvelli örorkustigs tjón- þola, árslauna hans og margfeldisstuðuls. Komi fram í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 37/1999 að margfeldisstuð- ullinn sé annars eðlis en áður og sé við það miðaður að tjónþoli fái að fullu bætt tekjutap sitt vegna varan- legrar örorku. Þetta leiði til þess að til frádráttar komi greiðslur af félagslegum toga. Þá benti rétturinn á að útreikningur á tjóni vegna varanlegrar örorku sé reistur á örorkustigi tjónþola á þeim tíma sem upphaf örorkunnar mið- ast við og tekjum fyrir slysdag, en staðlaður að öðru leyti og samkvæmt orðalagi ákvæðis 4. mgr. 5. gr. laganna og lögskýringargögnum beri að miða framtíðarfrádrátt vegna greiðslna af félags- legum toga við þann tíma sem tjónþoli geti ekki vænst frekari bata, þ.e. stöðugleikatímapunkt. Því þurfi að taka mið af því hvernig mál tjónþola standa á stöðugleikatímapunkti og ætla út frá því hvernig þau þróist í framtíðinni samkvæmt meðal- talslíkindareglu. Rétturinn taldi 1. málslið 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga standast 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstaréttur telur því eftirfarandi meginreglu gilda samkvæmt 1. málslið 4. mgr. 5. gr. skaða- bótalaga nr. 50/1993, eins og ákvæðinu var breytt með lögum nr. 37/1999. Ef afleiðingar slyss, metnar á stöðugleikatímapunkti, eru með þeim hætti að tjónþoli á rétt á félagslegum greiðslum frá almannatryggingum kemur eingreiðsluverð- mæti þeirra til frádráttar skaðabótum fyrir varan- lega fjárhagslega örorku. Sem dæmi um félagslegar greiðslur sem gætu komið til skoðunar í þessu sambandi eru : 1. Lög nr. 117/1993 um almannatryggingar, 10., 12., 14.,17., 28. og 29. gr., örorkulíf- eyrir, barnalífeyrir, tekjutrygging og tekju- tryggingarauki, dagpeningar og örorku- bætur/örorkulífeyrir. 2. Lög nr. 118/1993 um félagslega aðstoð, 8., 9., 10. og 11. gr., endurhæfingarlífeyrir, heimilisuppbót, uppbót á lífeyri, bensín- styrkur. Vafi er á því hvort með dómi Hæstaréttar hafi verið úr því skorið að allar félags- legar greiðslur sem tjónþoli á rétt á vegna slyss eigi að koma til frádráttar bótum fyrir varanlega örorku. Á t.d. barnalífeyrir að koma til frádráttar skaðabótakröfu foreldris? Þá svarar dómur- inn því að sjálfsögðu ekki hvaða félagslegu greiðslur tjónþoli á rétt á hverju sinni. Hafa lög nr. 37/1999 leitt til lakari bóta- réttar tjónþola í alvarlegum slysamálum? Áður en gerð verður tilraun til að svara þessari spurningu er rétt að reikna skaðabótakröfu tjón- þola í máli nr. 520/2002, annarsvegar á grundvelli skaðabótalaga eins og þeim var breytt með lögum nr. 42/1996 og hinsvegar á grundvelli laga nr. 37/1999. Ef skaðabótalögin eins og þeim var breytt 1996 hefðu gilt um tjónið. Heildartjón vegna 70% varanlegrar örorku (1.780.800 x 10 x 70%) kr. 12.465.600,00 Til frádráttar: Lækkun skv. 9. gr. skaðabóta- laga (19%) kr. - 2.368.464,00 Örorkubætur úr slysatryggingu launþega kr. -3.602.880,00 Skaðabótakrafa á hendur hinum bótaskylda kr. 6.494.256,00 Tjónið reiknað skv. skaðabótalögum eins og þeim var breytt 1999. Lög nr. 37/1999 tóku gildi 1. maí 1999. Heildartjón vegna 70% varan- legrar örorku (1.780.800 x 9,153 x 70%) kr. 11.409.764,00 Til frádráttar: Örorkubætur úr slysatryggingu launþega kr. -3.602.880,00 Greiðslur frá almannatryggingum kr. -6.404.742,00 Skaðabótakrafa á hendur hinum bótaskylda kr. 1.402.142,00 Mismunur: (6.494.256,00 – 1.402.142,00) kr. 5.092.114,00 Þá virðist ljóst að breyting sú sem gerð var á skaðabóta- lögum með lögum nr. 37/1999 hefur í alvarlegum slysamálum leitt til lakari bótaréttar tjónþola á miðjum aldri með lágar tekjur en til betri bótaréttar yngri tjónþola með meðal- eða hærri tekjur.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.