Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Lögmannafélag Íslands hefur fyrst og fremstverið félag sjálfstætt starfandi lögmanna. Samþykktir Lögmannafélags Íslands og siða- reglur eru við það miðaðar og skipan stjórnar hefur borið það með sér. Æðsta markmið LMFÍ á að vera að standa vörð um sjálfstæði lögmanna. Það markmið er ekki félagsmannanna vegna, sjálfstæðir og óháðir lög- menn eru einn af hornsteinum rétt- arríkisins. Af 15. gr. lögmannalaga, nr. 77/1998, má ráða að ákveðin opin- ber störf eru talin ósamrýmanleg handhöfn lögmannsréttinda. Það tók stjórn LMFÍ nokkurn tíma frá gildistöku laganna að fá fram afstöðu dómsmálaráðherra til þess hvaða störf þetta væru. Meðan óvissan stóð lagðist stjórnin gegn undanþágum til ákveðinna hópa opinberra starfsmanna. Það var gert bæði í því skyni að knýja fram afstöðu ráðherra til málsins, en ekki síður vegna þess að áhyggjur voru um að félagið kynni að breytast að sam- setningu, sem síðar myndi leiða til breytinga á eðli þess. Með auglýsingu nr. 250/1999 kvað dómsmálaráðherra upp úr um að einungis störf við dómstóla teldust ósamrýmanleg handhöfn lögmannsréttinda. Að auglýsingunni fram kom- inni, þótti ekki lengur efni til þess að leggjast gegn undanþágubeiðnunum. Fyrirrennari minn, Ásgeir Thoroddsen hrl., hafði uppi vangaveltur um hvaða áhrif þetta kynni að hafa á LMFÍ í pistli í 3. tbl. Lögmanna- blaðsins árið 2000. Fram kemur í pistlinum að félagsmenn hafi þá verið um 530, sem skiptist þannig að sjálfstætt starfandi og fulltrúar þeirra voru 370, um 120 störfuðu hjá fyrirtækjum og stofnunum og 40 félagsmenn stunduðu ekki lög- mannsstörf sökum aldurs, sjúkleika eða af öðrum ástæðum. Ásgeir dró þá ályktun af sam- setningunni, að lítil ástæða væri til þess að ótt- ast um valdajafnvægi í félaginu. Þróunin hefur verið hröð síðan. Félags- mönnum hefur fjölgað í um 670 frá því Ásgeir ritaði nefndan pistil. Fjöldi þeirra sem ekki stunda störf vegna aldurs, sjúkleika eða af öðrum ástæðum er nokkurn veginn sá sami og var. Sjálfstætt starfandi og fulltrúum þeirra hefur fjölgað í um 430. Fjölgunin hefur hins vegar verið langmest hjá þeim sem starfa hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, en fjöldi þeirra er nú rétt um 200. Þá hefur fjölgunin í hópnum „sjálfstætt starfandi og fulltrúar þeirra“ að langmestu leyti verið í fulltrúa- hópnum. Sjálfstætt starfandi lögmenn eru þegar þetta er skrifað 347, eða rétt rúmur helmingur félagsmanna. Þeim fjölgaði um aðeins þrjá á starfsárinu 2003-2004, en félags- mönnum í heild um 40. Frá gildis- töku lögmannalaganna hefur sjálf- stætt starfandi lögmönnum fjölgað um 10%. Fulltrúum sjálfstætt starfandi lög- manna hefur hins vegar fjölgað um hartnær 100% og lögmönnum hjá fyrirtækjum og stofn- unum um nálægt 80%. Að óbreyttu má því ljóst vera að stefni hraðbyri í að LMFÍ verði að minnihluta skipað sjálfstætt starfandi lög- mönnum. Vera kann að engin ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af þróuninni. Fjölgun styrkir í það minnsta fjárhag félagsins. Ég verð þó að játa sem er, að ég hef áhyggjur af þróuninni og tel í það minnsta að menn verði að velta henni og líklegum afleiðingum hennar fyrir sér. Þótt lögmennska sé í eðli sínu ákaflega fjöl- breytt starf, hefur kjarni starfsins almennt verið talinn hagsmunagæsla fyrir umbjóðendur. Lög- mönnum hjá stofnunum og fyrirtækjum er hins vegar beinlínis bannað að taka að sér lögmanns- störf fyrir aðra en vinnuveitanda sinn. Þeir starfa því ekki fyrir umbjóðendur, heldur vinnu- veitanda. Því skal síst haldið fram að annað sé hinu æðra eða merkilegra, en um margt eru störfin ólík í eðli sínu. Það er einnig ljóst hags- munir lögmanna sem helga sig einum vinnuveit- anda og hinna, sem hafa fjölda umbjóðenda, fara alls ekki alltaf saman. Reyndar eru fjölmörg dæmi um núning á milli stjórnar LMFÍ og einstakra lögmanna, sem stjórn LMFÍ hefur talið fara úr fyrir heimildir 24 1 / 2 0 0 4 PIST ILL FORMANNS: Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.