Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 29
29 réðst B til starfa hjá embætti ríkislögmanns og hefur gegnt málflutningsstörfum þar síðan með 11/2 árs hléi er hann var settur skrifstofustjóri Hæstaréttar. Dómnefndin segir síðan: „Þó að […] hafi ekki unnið dómstörf hefur hún haldgóða reynslu í stjórn- sýslu, sem getur án efa veitt traustan og öruggan bakhjarl í starfi héraðs- dómara. Auk þess hefur hún aflað sér nokkurrar sérþekkingar í rekstrar- og viðskiptafræðum.“ Ekki kemur fram að B öðlaðist málflutnings- réttindi fyrir Hæstarétti árið 1991 og hefur því lengstan starfsaldur sem slíkur af umsækjend- unum. Ekki virðist nefndin hafa aflað upplýsinga um umfang málflutningsstarfa B en fyrir liggur að lögmannsstörf B eru nær eingöngu málflutnings- störf og að B hefur flutt á annað hundrað mál fyrir Hæstarétti og mun fleiri fyrir héraðsdómi. Þessi málflutningsreynsla B er ekki talin veita honum „traustan og öruggan bakhjarl í starfi héraðsdóm- ara” heldur mun styttri starfsreynsla í stjórnsýslu. Þá er þess ekki getið að B sótti sumarið 2003 um embætti hæstaréttardómara og var af Hæstarétti talinn hæfur til að gegna því embætti. Hæstaréttarlögmaður C er 47 ára að aldri. Að frátalinni fulltrúastöðu hjá ríkisskattstjóra í þrjá mánuði hefur hann nær eingöngu unnið sem lög- maður að aðalstarfi. Þar af hefur C rekið eigin lög- mannsstofu einn eða með öðrum í 19 ár, frá árinu 1993 sem hæstaréttarlögmaður. Í álitinu kemur fram að C hafi auk umfangsmikilla lögmanns- starfa sinnt tímafreku starfi sem formaður úrskurðarnefndar almannatrygginga. Ekki er nefndin talin mikilvæg stjórnsýslunefnd eins og gert er í umsögn nefndarinnar um úrskurðar- nefndir sem A hefur starfað í. Ekki virðist nefndin hafa aflað upplýsinga um umfang málflutnings- starfa C. Setti héraðsdómarinn er 43 ára að aldri og hefur að heita má allan sinn starfsaldur unnið við héraðsdómstóla, einkum sem dómarafulltrúi og síðar sem skrifstofustjóri. Í áliti dómnefndar kemur fram að hann hafi samtals verið settur hér- aðsdómari í um 20 mánuði. Umsækjandinn hefur því lengsta reynslu af dómstörfum, bæði fyrir og eftir aðskilnað, án þess að dómnefndin meti það honum sérstaklega eða sjái ástæða til að benda á það í umsögninni, eins og gert er með mun skemmri störf lektorsins hjá dómstólum. Þá nefnir dómnefndin ekki að umsækjandinn hefur lokið endurmenntunarnámi í stjórnsýslu. Skrifstofustjórinn er næst yngstur umsækjanda, 41 árs að aldri. Hann starfaði í alls rúmlega þrjú ár sem fulltrúi sýslumanns, dómarafulltrúi í saka- dómi, í Héraðsdómi Vesturlands og var aðstoðar- maður hæstaréttardómara í hátt á annað ár. Þá tóku við störf í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, við EFTA-dómstólinn og hjá ríkissaksóknara um samtals 21/2 árs skeið. Núverandi starfi sem skrif- stofustjóri Hæstaréttar hafi hann gegnt í 31/2 ár þegar frá væri talið rannsóknarleyfi erlendis. Fram kemur að stjórnsýslu- og dómstörf hans nemi 11 árum, þótt stutt hafi verið staldrað á hverjum stað. Síðan segir: „Með miklu riti um dóma á sviði einkamálaréttarfars hefur hann öðlast sess sem fræðimaður og hefur hann að því leyti, ásamt einum öðrum umsækj- anda, nokkra sérstöku meðal þeirra fjögurra, sem nefndin telur mjög vel hæfa til að gegna embætti héraðsdóm- ara.“ Lektorinn er 34 ára og yngstur umsækjanda. Um rúmlega tveggja ára skeið var hann dómara- fulltrúi og áður um skamma hríð fulltrúi sýslu- manns. Um hálfs annars árs skeið var hann aðstoðarmaður hæstaréttardómara. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og lauk þaðan meistara- prófi í Evrópurétti og samanburðarlögfræði. Síðan segir: „Telur nefndin að veigamikið fræði- legt framlag í birtum ritverkum hans sýni eitt sér, að hér sé á ferð gott dóm- araefni. Auk þess bendir nefndin á reynslu hans af störfum hjá dóm- L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Félagsmenn í Lögmanna- félagi Íslands eiga kröfu á skýringum frá fulltrúa sínum í dómnefndinni af hverju hann telur málflutningsstörf jafn lítils virði og álit dóm- nefndar ber vitni um.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.