Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 11
11 þess. M.a. lýsti Jakob R. Möller hrl., þeirri skoðun sinni að undirbúningur frumvarpsins væri mein- gallaður. Þótt samráð hafi verið haft við stjórn félagsins væri ljóst að starfsmenn dómsmálaráðu- neytis hafi algjörlega ráðið gerð þess. Jakob taldi vafa leika á því að starfsmenn dómsmálaráðu- neytis, sem áttu þátt í samningu frumvarpsins, hafi haft þá þekkingu og yfirsýn sem nauðsynleg væri til þess að semja frumvarp um störf og rétt- indi lögmanna. Kvaðst Jakob geta sætt sig við þær breytingar sem lagðar væru til í frumvarpinu varð- andi staðfesturéttinn, úrskurðarnefndina og kröfur um öflun málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi. Að öðru leyti væri engin nauðsyn á lagabreyt- ingum á yfirstandandi löggjafarþingi. Úrskurðarnefnd lögmanna Umræður urðu um úrskurðarnefnd lögmanna en Gestur Jónsson hrl., formaður úrskurðar- nefndar, lýsti sig mótfallinn því að fækka nefndar- mönnum til að draga úr kostnaði félagsins af rekstri hennar. Nefndin fengist við um 40 mál á ári og vart væri hægt að bjóða þremur nefndar- mönnum upp á að vinna sama fjölda mála á sömu launum og fimm nefndarmenn gera nú. Þá væri tilverugrundvöllur Lögmannafélagsins undir þessu eftirlitsvaldi kominn. Róbert Árni Hreiðars- son hdl., lýsti hins vegar þeirri skoðun sinni að leggja bæri úrskurðarnefnd lögmanna niður. Lög- menn ættu, líkt og aðrir, að vera ábyrgir gerða sinna og réttindi þegnanna væru tryggð með þar til bærum yfirvöldum, þ.e. lögreglu og dóm- stólum. Með því að leggja nefndina niður væri ákveðinn vandi félagsins leystur. Breytingar á öflun réttinda til málflutn- ings fyrir Hæstarétti Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að til að fá rétt- indi sem hæstaréttarlögmaður þurfi lögmaður að hafa flutt 40 mál fyrir héraðsdómi og fjögur próf- mál í Hæstarétti fyrir 5 eða 7 manna dómi. Gert er ráð fyrir að prófnefnd sú sem er í núgildandi lögum, verði felld niður. Fundarmenn voru ekki á eitt sáttir með þessar breytingar og kom fram til- laga frá Sveini Skúlasyni hdl., um undanþágu- ákvæði þannig að héraðsdómslögmenn, sem hefðu starfað samtals í 10 ár, gætu fengið undan- þágu frá prófraun fyrir Hæstarétti. Þessi hópur hefði ríka reynslu af þeim störfum, sem réttindi til að vera hæstaréttarlögmaður veita, og málflutn- ingur í Hæstarétti væri mun einfaldari en mál- flutningur í héraði þar sem lögmaður væri búinn að undirbúa allt málið frá grunni. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, kvaðst ánægður með þá breytingu sem frumvarpið fæli í sér varð- andi niðurfellingu prófnefndar enda hefði sú nefnd sett fótinn óhæfilega fyrir þá sem stefnt hefðu að því að afla sér þeirra réttinda. Hins vegar væri hann mótfallinn því að fjölga munnlega fluttum málum úr 30 í 40 og prófmálum úr 2 í 4, L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.