Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 18
18 Ef maður er á undanþágu frá því að hafa vörslufjárreikning, opna skrifstofu og trygginga- skyldu, og hefur gengist undir að nýta ekki rétt- indin í annarra þágu en vinnuveitandans, þá hlýtur að vera hægt að treysta lögfræðingi til þess að fara eftir lagaboðinu. Þarf virkilega að banna manni með undanþágu að kalla sig lögmann ef hann vinnur við það sem felst fyrst og fremst í lög- mannsréttindum? Það er að sama skapi skrýtið að skilyrðin sem talin eru upp í 1. mgr. 12. gr. lög- mannalaga tengjast sennilega oftar viðfangsefnum sem engin lögmannsréttindi þarf til að gegna, - síður málflutningsstörfunum. Maður með embætt- ispróf í lögfræði (e.t.v. meistarapróf og doktors- próf þar að auki), en ekki lögmannsréttindi má að líkindum opna stofu og veita lögfræðilega þjón- ustu af margvíslegu tagi, t.d. semja um bætur fyrir umbjóðanda sinn og taka við þeim samkvæmt umboði. Hann þarf ekki að uppfylla þessi skilyrði 1. mgr. 12. gr. lögmannalaga einfaldlega vegna þess að hann telst ekki lögmaður. Að því gefnu að þessar fullyrðingar mínar haldi, þá er þetta a.m.k. allt orðið svolítið öfugsnúið og spurningin er þá sú hvort þetta snúist þá allt um það að vernda sjálfstætt starfandi lögmenn gegn áreiti annarra lögfræðinga. Snýst þetta allt um að merkja sér svæði og er aðferðin árangursrík? Lífið og sálin í lögmannsréttindum er heimildin til að gæta hagsmuna annars aðila fyrir dómi. Lögmannalögin hafa ekkert breyst að þessu leyti og galdurinn í lögmannsréttindum liggur þarna. Það er aðallega fjallað um þetta í 2. gr. og svo glittir í þetta í 2. mgr. 11. gr. þar sem fjallað er um heimildir lögmannsfulltrúa. Í kaflanum um störf lögmanna virðist hagsmunagæsla fyrir dómi vera aðalatriðið. Margt í lögunum finnst mér fjalla um það hvernig útiloka á hæfa einstaklinga frá því að vera stunda „lögmennsku“ og svo hitt hvernig forða megi alþýðu manna frá ófarnaði ef leitað er til lögmanna með lögfræðileg vandamál. Það vantar í lögin og frumvarpið hvatninguna til góðra verka. Af hverju er t.d. framhaldsmenntun ekki gert hærra undir höfði? Hefur einhverjum dottið í hug að láta doktorspróf í lögfræði hafa einhverja þýðingu í lögmannalögum? Mér dettur í hug að héraðsdómslögmenn með doktorspróf í lögfræði þyrftu bara að flytja eitt prófmál fyrir Hæstarétti að öðrum skilyrðum uppfylltum. Eða er hættulegt að hleypa svoleiðis fólki að og hugmyndin alveg klikkuð? Gæti kannski gengið ef skipuð yrði nefnd manna án doktorsprófs til að meta hvort doktorsprófið væri nógu gott. Lögin eru þannig að enginn má reka félag um lögmannsstofu nema vera lögmaður. Kostur er á undanþágu, en ekki fyrr en LMFÍ hefur skeggrætt um hvort sérstök þörf sé á því. Í lögum um endur- skoðendur eru systurákvæði um þetta mun rýmri sýnist mér. Er það fráleitt að pípulagningameistari eigi fyrirtæki til hálfs við rafvirkja, þar sem þeir bjóða upp á ýmsa þjónustu í iðngreinum sínum? Þekkja menn löggilta endurskoðendur sem vinna við bókhaldsaðstoð, skattaráðgjöf eða fyrirtækj- aráðgjöf sem launþegar hjá lögmanni? Kann að vera, en ég man ekki eftir neinum – örugglega fátítt. Eru líkur á að góður endurskoðandi vilji dvelja langdvölum í starfi hjá lögmanni, án þess að eignast nokkurn tíma hlutdeild í atvinnurekstr- inum? – Sennilega ekki, hann finnur hæfileikum sínum annan vettvang. En svo eru til nokkrir lög- menn sem vinna hjá endurskoðunarfyrirtækjum og býsna margir lögmenn vinna undir stjórn við- skiptafræðinga. Getur verið að þarna sé komin fram ein afleiðing mislukkaðrar hagsmunagæslu hinnar „sjálfstæðu lögmannastéttar“? Af hverju eru ekki til stór lögfræðifirma sem bjóða alhliða rekstrarráðgjöf og lögmannsþjónustu? Getur verið að hagsmunagæsla útvalinna manna með lög- mannsréttindi sé á endanum að mála stéttina út í horn? Ég tel að stéttahagsmunagæsla hafi oftar en ekki þveröfug áhrif en látið er í skína og sennilega er hún kjörlendi fyrir þá sem nenna ekki að standa sig allt of vel í starfi. Mér finnst rangt að maður með lögmannsrétt- indi megi ekki segja og skrifa hvers konar atvinnuréttindi hann hefur. Hver verður glaður þegar ég borga sektina fyrir að hafa sagt eða skrifað að ég væri með lögmannsréttindi? Og hugsar: „þetta var sko mátulegt á hann, óskaplega geta menn verið forhertir – vissi ekki að hann gæti átt þetta til, og hann sem er hæstaréttarlö... úbs!“ Algleymi okkar samfélags virðist vera komið á þegar mannlegt eðli er að fullu fært í letur Stjórn- artíðinda. Ef tæknin gerði hugmyndasmiðum lög- gjafarinnar kleift að banna fólki að hugsa að það hefði lögmannsréttindi, yrði þá regla þess efnis sett í lög? Nýmæli frumvarpsins sem ég hef verið að agnúast út í eru vísbending um til hvers menn gætu verið líklegir. Þau afhjúpa hagsmunagæslu sem er gengin út í öfgar. 1 / 2 0 0 4

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.