Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 10
10 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Ég hef ítrekað í pistlum mínum varað við þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin misseri í réttarkerfinu. Þar hef ég endurómað ályktanir stjórnar Lögmannafélags Íslands sem hefur ítrekað mótmælt ýmsum áformum stjórnvalda í þessum málum eða þá athafnaleysi. Stundum höfum við haft erindi sem erfiði en of oft hefur ekki verið tekið nægjanlegt tillit til okkar sjónarmiða. Ég er þess hins vegar fullviss að góðar ábendingar og vel rökstudd gagnrýni frá lögmönnum og stjórn Lögmannafélags Íslands veiti stjórnvöldum mikið aðhald. Þrátt fyrir allt verð ég var við mjög ríkan vilja hjá yfirvöldum dómsmála við að taka tillit til okkar sjónarmiða. Þá stöðu hefur félagið skapað sér í áranna rás með vel ígrunduðum en hófstilltum athuga- semdum og ábendingum við þeim tillögum sem fram hafa komið og varðað hafa framþróun réttarins og réttar öryggis. Slæm staða þjóðarbúsins hefur óneitan- lega verið aflvaki flestra þeirra breytinga sem orðið hafa og lögmenn hljóta að sýna skilning á því. Rétt er þó að halda því til haga að nokkuð hefur verið bætt við fjárframlög til dóm stólanna og þeir efldir. Er það vel en betur má ef duga skal. Grundvallar atriðið er að því réttar- kerfi og laga umhverfi sem við höfum búið við verði ekki fórnað vegna stundar hagsmuna. Iðulega heyrast raddir um að víkja eigi frá ýmsum mikilvægum meginreglum sem sjaldan eða aldrei voru dregnar í efa fram að bankahruni. Ályktanir frá stjórn Lög- mannafélags Íslands um að standa verði vörð um grundvallarreglur réttar ríkisins á þessum umbrotatímum hafa til marks um þetta verið gagn rýndar harðlega af ýmsum aðilum. Þessi varðstaða og varnarbarátta er hins vegar að mínu mati mikilvægasta hlutverk okkar nú um stundir í sam vinnu við stjórnvöld og sátt við almenning. Við erum samt sem áður ætíð reiðubúin að ræða hugmyndir um breytta og bætta skipan en slík umræða verður að vera vönduð og vel undirbúin. Dæmi um slíkt jákvætt skref er að mínu mati nýlegt frumvarp dóms- mála ráðherra um breytingar á lögum um dómstóla sem leggur til breyttar aðferðir við skipan dómara (þingskj. 698 – 390. mál). Það verður að segjast eins og er að í tæplega tuttugu ára lögmannstíð minni minnist ég þess ekki að lögmenn hafi sætt eins mikilli gagnrýni í þjóðfélaginu eins og verið hefur eftir bankahrunið. Sú gagnrýni er að mörgu leyti mjög skiljanleg þrátt fyrir að við lögmenn teljum hana ábyggilega að mestu óréttmæta. Ég hef litið svo á að ekki hafi verið lag undanfarin misseri til að rétta þennan kúrs en tel okkur nauð- synlegt og hollt að skoða hvernig bæta má ímynd og ásjónu stéttarinnar. Ég hef ákveðið að eftir fimm ár í stjórn og varastjórn Lögmannafélags Íslands sé kominn tími til að rýma fyrir nýju fólki. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka mínum ágætu félögum sem starfað hafa í stjórnum og varastjórnum félagsins undanfarin ár kærlega fyrir ánægjulegt samstarf sem aldrei hefur borið skugga á. Einnig þeim fjölda fólks sem starfað hefur í nefndum á vegum félagsins; fastanefndum, ad hoc, rit- stjórum og ritnefndum Lögmanna- blaðsins. Síðast en ekki síst starfsfólki félagsins þeim Eyrúnu, Hjördísi og Ingimar fram kvæmda stjóra fyrir aldeilis frábært starf. Aðhald og rökstudd gagnrýni Lárentsínus Kristjánsson hrl. Formannspistill

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.