Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 29

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 29
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 29 Þeir sem aðhyllast kviðdóma telja hins vegar að þeir hafi ótvíræða kosti umfram þá skipan sem hér er við lýði. Ein veigamestu rökin, sem færð hafa verið fyrir kviðdómakerfinu, eru þau að það sé meira jafnræði í því fólgið fyrir sakaðan mann að vera dæmdur af samborgurum sínum heldur en embættisdómurum sem séu fulltrúar ríkisvaldsins á sama hátt og sóknaraðili málsins. Þá er það ótvíræður kostur við kviðdóma að almennum borgurum finnst þeir vera eins konar hluti af dómskerfinu með því að þeir kunni að verða kvaddir til þess að taka virkan þátt í störfum dómstólanna. Slíkt getur stuðlað að auknu trausti almennings á dómstólunum. Loks auðveldar það borgurunum að fylgjast með meðferð máls fyrir dómi ef málið er flutt fyrir þeirra líkum í stað þess að þurfa að hlýða á málflytjendur reifa málið á framandi lagamáli fyrir löglærðum dómurum. Þar sem allir þekkja alla Fámennið hér á landi, þar sem „allir þekkja alla“ – eða þar um bil – hefur af mörgum verið talinn einn helsti Þrándur í Götu þess að vekja kviðdóma til lífsins á ný. Í því sambandi minnist ég orða bandarísks lögfræðings sem hann lét falla þegar ég taldi fámennið mæla á móti hugmyndinni um kviðdóma hér í þessu 300 þúsund manna samfélagi. Svar hans var efnislega svona: „En það er einmitt í fámenninu, þar sem allir þekkja alla, að kviðdómar eiga best heima vegna þess að þá þekkja þeir, sem skera úr um sekt eða sýknu, til sakborningsins og hugs- an lega einnig til brotaþolans. Þetta hef ég eftir dómara sem fengist hefur við að leysa úr sakamálum á grundvelli úrskurðar kviðdóms í dreifbýlinu í einu af miðvesturríkjunum.“ Við þessu átti ég ekkert svar, enda hafði þá löngu gert mér ljóst að bandarískir lögfræðingar líta á ríki, þar sem ekki þekkjast kvið- dómar, sem vanþróuð réttarríki. En er afstaða okkar íslenskra lögfræðinga til kviðdóma ekki sama marki brennd, þótt með öfugum formerkjum sé? Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur að undanförnu átt í bréfskiptum við dómstólaráð í tilefni af setningu viðmiðunarreglna nr. 5/2009 um fjárhæð þóknunar lögmanna í gjaf- sóknarmálum og þóknun sérfróðra meðdómsmanna, sem samþykktar voru í dómstólaráði 21. desember 2009 og tóku gildi 1. janúar 2010. Í bréfi stjórnar félagsins til formanns dómstólaráðs var lýst vonbrigðum með þau vinnubrögðum sem viðhöfð voru við setningu umræddra reglna og jafnframt óskað eftir að upplýst yrði á hvaða lagagrunni þessar nýju reglur væru settar. Ennfremur óskaði félagið eftir upplýsingum frá ráðinu varðandi þá aðferðarfræði sem notuð var við ákvörðun þóknunarfjárhæða, bæði til lögmanna og sérfróðra meðdóms- manna. Í svari dómstólaráðs er vísað til 4. tl. 14. gr. dómstólalaga nr. 15/1998, sem ráðið segir grundvöll umræddrar reglu- setningar. Þar komi m.a. fram að hlutverk dómstólaráðs sé að setja starfsreglur um samræmda framkvæmd við héraðsdómstólana. Reglurnar séu hins vegar aðeins viðmiðunarreglur sem dómarar geta haft til hliðsjónar við ákvörðun þóknunar, en þær séu ekki bindandi fyrir þá. Varðandi grundvöll fjárhæða þóknunar til lögmanna vísaði ráðið til þess að eðlilegt væri að samræmi væri milli tímagjalds í sakamálum og gjafsóknarmálum þar sem þóknunin væri í báðum tilvikum greidd úr ríkissjóði. Þá segir um grundvöll þóknunarfjárhæða til sérfróðra meðdómsmanna að miðað sé við kr. 6.000 tímagjald þegar með- dómendur eru almennir launþegar en kr. 10.000 í þeim tilvikum sem með- dómendur hafa með höndum sjálf- stæðan atvinnurekstur. Stjórn Lögmannafélagsins andmælti því að ákvæði 4. tl. 14. gr. dómstólalaga veiti ráðinu heimild til að setja viðmiðunarreglur varðandi það hvernig dæma skuli um tiltekna þætti í kröfugerð einkamála. Jafnframt telur stjórn félagsins þau sjónarmið sem dómstólaráð hafði til hliðsjónar við ákvörðun þóknunarfjárhæða í gjaf- sóknarmálum, þ.e. að líta til þóknunar í opinberum málum þar sem í báðum tilvikum sé þókn un greidd úr ríkissjóði, ekki réttmæta. Hefur stjórn Lögmanna- félagsins lýst því yfir að hún muni skoða þetta mál frekar, enda sé um mikla afturför að ræða, sér í lagi fyrir efna- minni umbjóðendur lögmanna. II Af vettvangi félagsins fjárhæð þóknunar lögmanna og sérfróðra meðdómsmanna í gjafsóknarmálum

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.