Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 11
Af vettvangi félagsins Stjórn Lögmannafélags Íslands hefur sent erindi til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins vegna fyrirhugaðra breytinga á innheimtulögum nr. 95/2008. Auk ábendingar um að leiðrétta þurfi ákvæði 2. mgr. 15. gr. núverandi laga, þar sem eftirlit með lögmönnum sé lögum samkvæmt í höndum Lögmannafélags Íslands en ekki úrskurðarnefnd lögmanna, er í erindinu bent á að í ljósi óskýrleika gildandi laga og ríkjandi ágreinings um túlkun, þurfi að skilgreina betur hugtakið „löginnheimtu“ samkvæmt 2. mgr. 1. gr. innheimtulaganna og skýra með markvissum hætti á hvaða tímapunkti löginnheimta hefjist. Að mati stjórnar félagsins sé rétt að líta svo á að þegar skuld hefur verið send lögmanni til innheimtu og hann hefur innheimtuaðgerðir með því að senda skuldara lokaviðvörun um greiðslu, áður en málinu er stefnt fyrir dóm, sé löginnheimta hafin og lögmanni því heimilt að bæta innheimtuþóknun samkvæmt gildandi gjaldskrá við kröfuna, enda séu úrræði frum- og milliinnheimtu samkvæmt innheimtulögum tæmd áður en til þessa kemur. Bendir stjórnin á að lokaviðvörun af þessu tagi heyri til góðra lögmannshátta, sé í þágu hagsmuna skuldara og komi í veg fyrir að lögmanni sé í raun þröngvað til að hefja innheimtuaðgerðir með útgáfu stefnu til að fá innheimtu- þóknun vegna vinnu sinnar greidda. Þá telur stjórn Lögmannafélagsins eðlilegt að skýra betur lögsögu eftirlits með innheimtustarfsemi gagnvart lögaðila sem er í eigu félags í eigu lögmanns/lögmannsstofu. Bendir stjórnin á að samkvæmt 2. gr. reglna Fjármálaeftirlitsins nr. 1210/2008, um framkvæmd eftirlits með innheimtustarfsemi, þurfi lögaðili sem er að öllu leyti í eigu lögmanns/lögmanna og/eða lögmannsstofa ekki innheimtuleyfi að því skilyrði uppfylltu að starfsemin falli undir eftirlit Lögmannafélags Íslands. Í framkvæmd hefur sama verið talið gilda um dótturfyrirtæki slíkra innheimtufyrirtækja eða eignar- haldsfélaga. Telur stjórn Lögmannafélagsins umhugsunarvert hvort ekki sé eðlilegra að skilgreina eftirlitshlutverk félagsins þrengra í innheimtulögunum þannig að það nái aðeins til innheimtustarfsemi sem rekin er af lögmanni/lögmannsstofu beint eða eftir atvikum í dótturfélagi í beinni eigu lögmanns og/eða lögmannsstofu. Ef fleiri milliliðum er hins vegar bætt við á milli lögmanns/lögmannsstofu og innheimtustarfseminnar sé heppilegra að slík innheimtustarfsemi sæki um innheimtuleyfi og eigi þá undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. II Tillögur um breytingar á innheimtulögum nr. 95/2008

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.