Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Endast konur skemur í lögmennsku en karlar? fleiri konur útskrifast úr háskólum en ... Í dag eru konur í Lögmannafélagi Íslands 25,4% félagsmanna, 204 á móti 600 körlum. Til samanburðar má geta þess að árið 2000 voru konur tæplega 15% félagsmanna og árið 2006 voru þær 22%. Aukningin sést líka á aldurssam- setningunni því rúmlega 80% kvenna eru yngri en 50 ára á meðan 58,5% karla eru undir 50 ára. Á árabilinu 2005 til 2009 útskrifuðust 15% fleiri konur með meistaragráðu í lögfræði úr háskólunum fjórum, eða 247 konur á móti 214 körlum, en á sama tíma hafa 55% fleiri karlar lokið hdl.- námskeiði, eða 138 karlar á móti 89 konum. Það er óneitanlega athyglisvert að konur sækja minna í að afla sér lögmannsréttinda en karlar. Annað sem vekur athygli er að þrátt fyrir að konur séu ekki nema um fjórðungur lögmanna er lítill munur á kynjunum þegar horft er til þeirra sem lagt hafa inn réttindi sín hjá LMFÍ frá 2003. Þetta sýnir annars vegar að fjölgun kvenna í lögmennsku helst ekki í hendur við fjölgun kvenna sem útskrifast með meistarapróf í lögum og hins vegar að sterkar líkur benda til þess að konur í lögmennsku leggi frekar inn réttindi sín en karlar. Mismunandi staða karla og kvenna í lögmennsku? Af umræðum á fundinum mátti ráða að ýmsar ástæður geta legið fyrir því að konur stoppi skemur í lögmannsstarfinu en karlar, svo sem eins og ófjölskylduvænt starfsumhverfi sem kemur harðast niður á fjölskyldum með ung börn. Talað var um mikið vinnuálag, óheppilegan vinnu- og fundartíma og ójafna stöðu þegar kemur að stöðuhækkunum og öðrum vegtyllum innan fyrirtækja. Á móti kemur að sjálfstætt starfandi lögmaður hefur að sönnu tækifæri til að stilla fundartíma sína að þörfum fjölskyldunnar og tækifæri til að vinna heima þegar t.d. barn er veikt. Sama svigrúm hafa fulltrúar hjá sjálfstætt starfandi lögmönnum ekki, nema vinnustaðurinn sé sniðinn að fjölskyldulífi starfsmanna fyrirtækisins eins og nú tíðkast víða hjá framsæknum fyrirtækjum á samkeppnismarkaði. Gera má ráð fyrir að mikið vinnuálag komi harðar niður á sjálfstætt starfandi lögmönnum en fulltrúum sem oftar en ekki eru ráðnir upp á ákveðinn vinnutíma og geta gengið út að þeim tíma liðnum. Þá var bent á að meiri hætta væri á að konur brenni fyrr upp en karlar vegna erfiðra málaflokka sem konurnar taka gjarnan að sér enda þótt vinna við þá skili oftar en ekki færri krónum í kassann en t.d. bústjórn stórra Umfjöllun Félag kvenna í lögmennsku efndi til fundar í desember þar sem spurningunni um hvort konur endast skemur í lögmennsku en karlar var velt upp og ef svo væri þá hver ástæðan gæti verið. Í byrjun greindi Hafdís Jónsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, frá aðgerðum félagsins til að jafna stöðu kynja í stjórnum fyrirtækja. Stjórn FKL. F.v. Katrín theodórsdóttir, margrét gunnlaugsdóttir, bjarnveig Eiríksdóttir, berglind Svavarsdóttir og Þyrí Halla Steingrímsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.